Vísbending


Vísbending - 21.05.2012, Page 3

Vísbending - 21.05.2012, Page 3
V Í S B E N D I N G • 2 0 T B L 2 0 1 2 3 Skortur á samkeppni á fjármála - markaði kallar á misskilning Krafan um að banna verðtryggingu á sér skiljanlega stuðningsmenn víða í samfélaginu. Þegar hækkun á neysluvörum, sem verðtrygging miðast við, er meiri en launahækkanir, getur það valdið greiðsluvanda lántakenda, ekki síst þegar atvinnuleysi er mikið. Þetta er ekki nýtt í okkar samfélagi og margir muna enn Sigtúns-hópinn svonefnda á fyrri hluta níunda áratugarins en hann var samtök fólks sem glímdi við svipaðan vanda sem þá var uppi. Ekki er fyllilega ljóst hvað átt er við þegar krafan um bann við verðtryggingu er sett fram. Væntanlega þýðir það að ekki megi verðtryggja fjárskuldbindingar í íslenskum krónum og þá ekki tengja þær neinum þeim vísitölum sem reiknaðar eru á Íslandi frá þeim tíma er slík lög taka gildi. Ljóst er að bann við verðtryggingu getur ekki náð til verðtryggðra lána sem þegar hafa verið tekin og mun þurfa að reikna vísitölu á þau lán í a.m.k. 40-50 ár enn. Uppruni verðtryggingar Þessi umræða vekur okkur til umhugsunar um það hvernig verðtrygging er til komin. Margir muna enn þann tíma þegar óverðtryggð lán voru gjafir til þeirra sem lánin fengu. Verðbólga sá um að lánin hyrfu að stórum hluta áður en þau voru að fullu uppgreidd. Þeir tímar koma ekki aftur. Þetta leiddi til minna lánaframboðs og lána sem voru aðeins til tveggja til þriggja ára og voru á háum vöxtum og greiðslubyrði þung vegna fyrstu afborgana. Því var brýnt að þeir sem voru að fjárfesta til lengri tíma, hvort heldur var í húsnæði eða menntun, þ.e. með lánum frá Húsnæðisstofnun, sem þá hét, eða Lánasjóði íslenskra námsmanna, fengju langtímalán og sættu sig á móti við að þau yrðu verðtryggð. Þetta gekk eftir. Húsnæðislán og námslán voru verðtryggð á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar að kröfu lántakenda. Með verðtryggingunni var komin leið til að lána fé til langs tíma. Samfélagið hefur þróast mikið frá Bolli Héðinsson Formaður Samtaka fjárfesta þessum tíma og fjármálamarkaðurinn tekið stakkaskiptum og lent í kollsteypum. Verðbólga er enn mikil og verðtrygging þjónar enn þeim tilgangi sem hún var stofnuð til; að gera fjármálastofnunum kleift að lána til langs tíma. Með tímanum hafa aftur á móti betur komið í ljós ýmsir vankantar verðtryggingar. Vegna þess að gjaldmiðillinn er verðtryggður skila framboðs- og eftirspurnarbreytingar eftir þeirri „vöru“ sem gjaldmiðillinn er sér ekki sem skyldi. Verðið á fjármagninu (vextirnir) hækkar ekki eða lækkar í þeim takti framboðs og eftirspurnar sem vænta má. Þegar verðtryggingunni var komið á stóðu margir í þeirri trú að hinir lágu vextir, sem ofan á verðbæturnar kæmu, myndu sveiflast í takt við framboð og eftirspurn eftir fjármunum. Það hefur ekki gengið eftir og fjármagnskostnaður verðtryggðra fjárskuldbindinga á Íslandi hefur nánast staðið í hæstu hæðum allt frá því verðtrygging var tekin upp. Verðtryggingin gerir alla hagstjórn erfiðari en ella, því alltaf verður að meta allar aðgerðir í efnahagsmálum sem þarf að ráðast í út frá afleiðingum þeirra á vísitöluna. Af þeim orsökum hafa stjórnvöld jafnvel þurft að hafna efnahagsaðgerðum sem ella hefðu verið heppilegar. Ekkert á að fást án fyrirhafnar Sparifjáreigendur eiga að vera óhræddir við að viðurkenna þau vandamál sem verðtryggingin skapar. Eftir að vaxtafrelsi var innleitt á Íslandi á níunda áratugnum er það engum sérstökum vandkvæðum bundið að ná raunávöxtun á fjármuni þó að engin sé verðtryggingin. Þeir sem taka að sér ávöxtun á fjármunum fyrir einstaklinga, eða einstaklingarnir sjálfir, þurfa þá að hafa fyrir því að flytja fjármuni milli reikninga og verðbréfa til að tryggja að raunávöxtun náist, en það engum vorkunn. Ekkert í lífinu er án fyrirhafnar og sparifjáreigendum, er ekki vandara um en öðrum að hafa fyrir því að láta fjármuni ávaxtast. Allt ber þó að sama brunni. Margir býsnast út í verðtryggingu, sem á þó ekki að vera annað en hitamælir þess hvernig gengur í hagkerfinu, því lítið hefur það upp á sig að hallmæla hitamælinum ef kalt er úti. Brunnurinn sem þetta ber að er fjármálakerfi landsins þar sem fákeppni ríkir; framboð og eftirspurn eftir fjármagni ræður litlu um vexti. Verðtryggingu og fákeppni má svo rekja beint til íslensku krónunnar sem brátt verður orðið knýjandi að taka nokkur núll aftan af líkt og áður hefur verið gert. Fyrst skapaði íslenska krónan hér falskt góðæri í upphafi aldarinnar og svo lokaði hún landinu með gjaldeyrishöftum. Þau eru væntanlega eina leiðin sem er fær til að lifa við krónuna sem gjaldmiðil. Því fyrr sem stjórnvöld koma með hugmyndir að frambúðarlausn í gjaldmiðlismálum fyrir Íslendinga því betra. Því fyrr sem við fáum alvöru gjaldmiðil til að nota í viðskiptum okkar í milli og við aðrar þjóðir, þess líklegra er að landið fari að rísa og að íslenskt samfélag verði líkara þeim samfélögum sem við viljum helst bera okkur saman við. Heppilegast er ef boðum og bönnum er haldið í lágmarki í samfélagi okkar, hvort heldur er á fjármagnsmarkaði eða öðrum sviðum. Því ætti lánveitendum og lántakendum að vera frjálst að semja um þau lánakjör sem þeir vilja. Hægt á að vera að semja um • hvort lántakendur þurfa að undirgangast sjálfskuldarábyrgð á húsnæðislánum sínum eða hvort þeir geta skilað inn lyklum að húsnæðinu og gengið skuldlausir á brott, ef allt fer á versta veg, • hvort lán eru í íslenskum krónum eða hvaða öðrum gjaldmiðli sem vera skal, • hvort lán eru verðtryggð eða óverðtryggð, • með föstum vöxtum eða breytilegum • eða hvaða öðrum kjörum sem menn vilja binda lánakjörin við. Íslenskur fjármálamarkaður hefur ekki reynst nægjanlega stór til að bjóða upp á nema örfáa möguleika til þess að semja um kjör á lánum og ólíklegt að það breytist á meðan að stuðst er við íslenska krónu sem gjaldmiðil. Verðtryggingu og fákeppni má rekja beint til íslensku krónunnar

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.