Vísbending


Vísbending - 21.05.2012, Blaðsíða 4

Vísbending - 21.05.2012, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 2 0 T B L 2 0 1 2 Aðrir sálmar Hver gætir gæslumannsins? Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. framhald af bls. 1 var 496,85 stig í ársbyrjun.“ Adam var þó ekkil lengi í Paradís og árið 2004 lækkaði gengið aftur. Algengt var að sjá upplýsingar um það í viðskiptaritum hve lengi fé félagsins myndi endast. Það kláraðist loks árið 2009 og félagið lýsti yfir gjaldþroti. Hluti af starfseminni fer nú fram í nýju félagi. Lærum við eitthvað? Lærdómurinn er ekki sá að deCode hafi verið slæmt félag eða að gjaldþrot þess hafi verið neitt gleðiefni, síður en svo. Félagið var vinnustaður fjölda hámenntaðra manna sem komu margir til Íslands gagngert til þess að vinna hér. Þannig varð það lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf. Hins vegar skildi enginn hvaða hagnaðarmöguleika slíkt félag hefði. Gengi Facebook var miðað við 100-faldan núverandi hagnað. Það segir lítið því að hann á væntanlega eftir að aukast. Hann þarf að sexfaldast til þess að verðlagningin sé eðlileg. Enginn veit hvort það gerist. Mynd 2: Gengi bréfa DeCode á Nasdaq árin 2000-2009 Lexían á að vera sú að enginn á að fjárfesta í slíkum félögum nema hann sé tilbúinn til þess að tapa öllu því sem hann setti í það. Ekki er hægt að treysta í blindni fínustu verðbréfamiðlurum heims. Ekki vegna þess að þeir séu óheiðarlegir heldur er fjárfestingin einfaldlega þess eðlis að enginn veit hvort hún stendur undir sér eða hvaða líkur eru á því að hún skili arði. Heimild: portfoliosharing.com Heimild: Morgunblaðið Mynd 3: Gengi deCode 1.1. til 17.11. árið 2003 Erlendis ganga sögur um að þjóðin hafi gert alla útrásarvíkingana útlæga og eigur þeirra upptækar. Hér ríki Alþingi götunnar og almenningur hafi sett nýja stjórnarskrá. Enginn efast um það að í þjóðfélaginu er mikil reiði og að almenningur vill gjarnan að einhverjum sé refsað. Sem betur fer er enn réttarríki á Íslandi, þó að hættur sjáist víða. Dómstólar sem eiga að dæma að lögum eiga síðasta orðið. Jafnvel þó að mörgum finnist að sekt sé augljós eru allir saklausir gagnvart dómara nema sekt sé sönnuð. Þó að fáir dómar hafi fallið um hrunið sést að sönnunarbyrðin er erfið. Hin raunverulega refsing felst oft í því að auglýsa að einhver sé til rannsóknar og hann verði ákærður. Margir muna það lengi að maður hafi verið dreginn fyrir dóm eða grunaður um glæp, þó að ekkert verði úr málinu. Fregnir herma að hundruð manna liggi undir grun um misferli. Það færist í vöxt að menn séu handteknir til þess að leiða þá til yfirheyrslu, þegar oftast virðist nægjanlegt að kalla þá inn sem vitni á tilgreindum tíma. Hundruð síma hafa verið hleraðir og staðfest að tekin hafa verið upp símtöl fólks sem ekki lá undir grun og spiluð fyrir sakborninga. Allt eru þetta alvarleg glöp sem hefðu vakið óbeit alls almennings, ef sagt hefði verið frá þeim í Austur-Þýskalandi eða Líbíu á tímum alræðisstjórna. Nú eru flestir Íslendingar orðnir ónæmir fyrir slíku. Nýleg dæmi um ógöngur eftirlits- og rannsóknarstofnana eru rannsókn á meintum gjaldeyrisbrotum Heiðars Más Guðjónssonar og fleiri. Rannsóknin var hafin með fjaðrafoki og Heiðar varð af kaupum á Sjóvá vegna málsins sem svo gufaði upp á endanum. Svo virðist sem ekki sé hægt að reiða sig á ráðgjöf eftirlitsaðila, en á þeim hvílir rík leiðbeiningaskylda. Rannsóknarmenn sérstaks saksóknara gera skýrslu fyrir ákærðu í Milestone. Allir þekkja sögu af meintu upplýsingaflæði frá forstjóra Fjármálaeftirlitsins til fjölmiðla. Allir verða að fara að lögum og reglum. Líka þeir sem gæta þess að aðrir geri það. bj Verðbólga í rénun? Tölur Hagstofunnar sýna að í maí stóð vísitala neyslu nánast í stað. Þetta kemur mörgum á óvart eftir miklar launa hækkanir að undanförnu. Ekki hafa verið boðaðar neinar verðhækkanir á næstunni og á sumrin eru oft útsölur sem valda verðlækkunum. Evran hefur veikst gagnvart krónunni og stór hluti innflutnings kemur frá evrusvæðinu. Vegna þess að verð hefur hækkað mikið á fyrstu mánuðum ársins 2012 er fyrirsjáanlegt að tólf mánaða verðbólga lækkar lítið næstu mánuði, en ef verðbólguhraðinn verður lítill er ólíklegt að Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Nú mun það líka koma í ljós hvort sú kenning stenst að krónan styrkist á sumrin vegna þess að innflæði gjaldeyris vegna ferðamanna sé mikið. Hætt er við á móti komi áhrif þess að greiddar verða háar fjárhæðir úr þrotabúum bankanna á næstunni.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.