Vísbending


Vísbending - 06.01.2014, Qupperneq 1

Vísbending - 06.01.2014, Qupperneq 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 1 . T B L . 2 0 1 4 1 Horft til framtíðar Stórmálið sem fyrrverandi ríkisstjórn stóð að var umsókn um fulla aðild Íslands að Evrópu sambandinu. En jafnvel því máli var klúðrað með sundrungu. Í stað þess að freista þess að ná samstöðu um að sækja um aðild með það fyrir augum að ná sem bestum samningi var málið samþykkt með litlum meiri hluta. Skyn samlegast hefði verið að efna til þjóðar atkvæðagreiðslu um það hvort sækja ætti um. Þá hefðu allir flokkar verið siðferðilega bundnir af þeirri niður stöðu að stefna bæri að góðum samningi, hefði aðildarumsókn verið samþykkt. Samningurinn við Alþjóðagjaldeyris­ sjóðinn var auðvitað mjög til heilla fyrir Ísland og í raun eina leið þeirra út úr kreppunni án þess að allt hagkerfið hryndi. Nú þegar mesta hættan er afstaðin geta menn talað digurbarkalega og spilað inn á ótta við útlendinga og látið eins og áætlunin hafi einskis virði verið. Þó að samningurinn hafi verið gerður í tíð ríkisstjórnar Geir H. Haarde, má vel telja vinstri stjórninni það til tekna að hafa ekki vikið langt af þeirri braut sem þar var mörkuð. Aðalvillan var sú að vinna markvisst að því að auka skatta í stað þess að draga úr útgjöldum ríkisins. Kreppan gaf tækifæri til þess að hætta ýmsum óhagkvæmum útgjöldum, til dæmis niður­ greiðslum í landbúnaði. Jafnframt hefði verið hægt að gera grundvallarbreytingar í skólakerfinu, en það var ekki einu sinni rætt. Enn er von Núverandi ríkisstjórn hefur undið ofan af besta máli fyrri stjórnar, þ.e. umsókninni um fulla aðild að Evrópusambandinu. Enginn vafi er að bæði myntbandalagið og landbúnaðarstefna bandalagsins yrðu Íslendingum til heilla. Nýlegur inn­ flutningur á írskum ostum sýnir glögglega að landbúnaðarstefnan snýst fyrst og fremst um að vernda einokunarfyrirtæki bænda, en alls ekki um hagsmuni neytenda. Ólíklegt virðist að hagsmunir þjóðarinnar 6. janúar 2014 1. tölublað 32. árgangur ISSN 1021­8483 Kosturinn við óhöpp er að af þeim getur maður lært. Lærðum við af kreppunni? Fræðimenn hafa mismunandi sýn á skilvirkni markaða. Ráða bolar við birni? Áfengisneysla landans bliknar í samanburði við flestar þjóðir, öfugt við það sem margir telja. Hefur réttarríkið veikst í refsigleði eftir hrun? Handtökur, hleranir og húsleitir benda til þess. 1 32 4 Nýttum við kreppuna til einskis? Margir hafa spurt sig að því hvort heimsbyggðin almennt og Íslendingar sérstaklega hafi ekkert lært af kreppunni sem reið yfir haustið 2008. Stundum er þetta orðað sem svo að þar hafi góð kreppa farið til spillis. Íslendingum kann að finnast þetta grátt gaman, því að þrátt fyrir að nokkur ytri merki sjáist um bata í hagkerfinu er tilfinning flestra á þá lund að langt sé enn í land. Gylfi Zoega skýrði þetta ágætlega í Vísbendingargrein fyrir áramótin (sjá 44. og 45. tbl.). Skipbrot Meginástæðan fyrir því að kreppan var ekki nýtt til þess að móta vænlega framtíðar­ stefnu fyrir þjóðina og fyrirtækin var sú að síðasta ríkisstjórn gerði sitt ýtrasta til þess að auka á sundrungu. Landsdómsmálið er þar besta dæmið þar sem fyrrverandi forsætis­ ráðherra var ákærður fyrir fjölmörg atriði. Þó að sú ferð hafi orðið sneypuför þeirra sem í hana lögðu, verður þetta mál til þess að eitra pólitískt andrúmsloft á landinu um langa framtíð. Ekki var reynt að skapa almenna sátt um mál. Til dæmis var sameiginlegum tillögum nefndar sem starfaði undir forystu Guðbjarts Hannessonar um sjávar­ auðlindina kastað í ruslafötuna vegna þess að þær þóttu ekki nægilega harkalegar í garð útgerðarinnar. Með hlíðstæðum hætti var niðurstaða nefndar sem Svanfríður Jónasdóttir stýrði um virkjunarkosti hunsuð og miklu róttækari tillaga samþykkt á Alþingi. Stjórnarskrármálið er enn eitt dæmið um að síðasta ríkisstjórn reyndi af mikilli þröng sýni að koma í gegn mjög róttækum breytingum á stjórnarskránni án þess að um það væri almenn sátt. Það er misskilningur að breytingar á stjórnarskránni megi byggja á meirihluta, þótt lítill sé. Um grundvallar­ reglur samfélagsins á einmitt að ríkja mjög víðtæk sátt. Auk þess virðast sumir hafa verið haldnir þeirri meinloku að önnur stjórnarskrá hefði breytt einhverju um það að hér varð hrun. verði teknir fram yfir sérhagsmuni meðan fulltrúi síðasta kaupfélagsins situr í utanríkis ráðuneytinu. Aðilar vinnumarkaðarins hafa tekið forystu í því að ná stöðugleika með skynsamlegum samningum, en forsætis­ ráðherra virðist ekki einlægur í afstöðu sinni til samninganna og ber kápuna á báðum öxlum þegar stefnt er að langtímajafnvægi í þjóðar búskapnum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur bent á það að erfitt hefur reynst að halda út áform um slíkt jafnvægi og bendir á hvernig þjóðarsáttin 1990 rann út í sandinn þegar aldamótin nálguðust. Ef launahækkanir á Íslandi fara fram úr því sem gerist í nágrannalöndum er óhjá kvæmil egt að gengi krónunnar gefi eftir nema hagvöxtur á mann sé meiri hér en annars staðar. Þetta er torskilið blaða­ mönnum. Í „frétt“ á mbl.is þann 27.12. sl. sagði: „Stjórnvöld í Lettlandi hafa lagt mikla áherslu á að uppfylla skilyrðin sem meðal annars hafa falið í sér að tryggja að gengi latsins, gjaldmiðli landsins, væri haldið innan ákveðinna vikmarka frá gengi evrunnar. Það hefur meðal annars haft í för með sér miklar launalækkanir þar sem ekki hefur verið hægt að fella gengi gjaldmiðilsins.“ Lélegir stjórnmálamenn vilja einmitt geta lækkað laun allra í einu með því að fella gengið og fela þannig eigin mistök við efnahagsstjórn. Nýlega voru samþykkt hallalaus fjárlög og jákvæðar fréttir af efnahagsbata í Banda­ ríkjunum og viðsnúningi í Evrópu vekja vonir um að batinn hér á landi haldi áfram. Margar góðar hugmyndir komu fram í skýrslu hagræðingarnefndar ríkis­ stjórnarinnar. Hins vegar er útilokað að ná árangri til framtíðar nema haldið verði mjög vel á spöðunum á næstu mánuðum og stjórnin þori að marka stefnu til framtíðar, stefnu sem ekki markast af innihaldslitlum frösum og lýðskrumi. Skýrsla McKinseys um íslenskt efnahagslíf gæti verið grundvöllur slíkrar stefnu.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.