Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 35
I N N L E N T
Esten Nýtt totvufontt í hausinn á atvinnurekendum.
högun. Konunum fannst að atvinnurekend-
Ur 1 Eyjum væru afturhaldssamir. Til dæmis
Uru tölvuvogir hvergi komnar almennt á
°rð. „Þetta er eins og í fornöld," sögðu
f)ær- „Þótt Vestmannaeyjar séu stærsta ver-
jjtöðin, eru húsin aftarlega hvað varðar að-
unað og tækjakaup til hagræðingar fyrir
°lkið.“ „Það þyrfti að setja nýtt tölvuforrit í
ausinn á atvinnurekendunum hérna,“
jjagði Ester, sem benti á að virðingarleysi
,yrir fólkinu væri mikið og kröfur þess alltof
'agværar.
^KNIN. Ekki vildi Guðmundur Karlsson
1: urkenna að Eyjamenn fylgdust ekki með
ýjungum í iðngreininni. Hann fullyrti að
'ku tæknibylting væri í vændum, þó hann
.Ul ekki gerast spámaður og segja hvenær
u öylting héldi innreið sína.
■ .. 'etur verið að fiskverkendur haldi að sér
^ndum þangað til vélasamstæður, sem vit-
þ er að eru í hönnun , koma á markaðinn?
^eSar við spurðum Guðmund hvort hann
aðist ekki þá manneklu sem þegar hefur
vart við sig, virtist hann ekki mjög
pSgandi. „Við komumst í gegnum þetta.
s vinnslan er sveiflukennd, í toppum get-
^ reynst erfitt að fá nóg af fólki, en síðan
stö'ð3 *æ®^‘r' ^ið höfum þó reynt að tryggja
útv U®avinnu með rekstri Samtogs. Sjávar-
liðje8Urinn freistar fólks ekki lengur. Það er
m 'P tfð að unglingar innan við tvítugt komi
ein aStra star^a °8 ungu vertíðarfólki hefur
ltejni8 fekkað mikið. Erlenda vinnuaflið
er Ur ujafgað mörgum byggðarlögum og nú
1 yrsta sinn verið að ráða stúlkur frá
Ástralíu til Vestmannaeyja. Ég held að
þetta sé tímabundið ástand. Við erum á
vissu breytingaskeiði, síðan leitar þetta jafn-
vægis. Þegar tækniþróunin eykst verður þörf
á færra fólki, en vonandi getum við borgað
því hærri laun en nú.“
Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfé-
lags Vestmannaeyja, var ekki í vafa um að
atvinnurekendur í Eyjum biðu í ofvæni eftir
vélunum sem eru væntanlegar á markaðinn
og leysa marga mannshönd af hólmi. „Hér
hafa hlutirnir verið látnir danka, en ég efast
ekki um að hlaupið verður til og þessar
samstæður keyptar. Mér þætti gaman að
vita hvað þær muni kosta, gæti trúað að það
sé ekki undir 100 miljónum. Atvinnurek-
endur hafa aldrei sparað í vélakaupum. Ég
spái því að helmings fækkun verði í stétt-
inni. Það þýðir að íbúar Vestmannaeyja
þyrftu ekki að vera nema um tvö þúsund, til
að halda sömu framleiðslu, í stað þeirra
fimm þúsunda sem nú byggja eyjuna.“ Kon-
urnar höfðu lítið hugleitt að innan skamms
gæti tæknin í frystihúsunum aukist verulega.
„Ef við fáum ekki lengur neitt að gera hér,
myndum við heimta að ríkið keypti húsin
okkar á sama verði og íbúðir í Reykjavík,“
sagði Ester. „Stjórnvöld verða að bera
ábyrgð á því ef ekki verður lengur lífvænlegt
á landsbyggðinni."
VERKALÝÐSFORYSTAN. Eins og fram
hefur komið eru launamálin stærsti liðurinn
í því hve fiskvinna hefur lotið í lægra haldi
fyrir öðrum störfum. Konunum sem við
töluðum við sveið ekki síst sá aðstöðumunur
sem er á kjörum fólks í Reykjavík og úti á
Jandi, til viðbótar við þá staðreynd að laun
eru almennt lægri á landsbyggðinni. „Við
gerum alltof litlar kröfur," sagði Ester. „Við
eigum að fara fram á að hitunarkostnaður sé
greiddur niður af ríkinu og að vöruverð sé
jafnara. Munur á húshitunarkostnaði hér og
í Reykjavík er 10-15 þúsund krónur á mán-
uði, en taxti Hitaveitu Reykjavíkur er mæld-
ur í framfærsluvísitölunni. Þetta er óþolandi
óréttlæti. Enginn alþingismaður virðist tala
máli landsbyggðarinnar svo gagn sé að. Allt
miðast við Reykjavík."
Konurnar voru sammála um að verkalýðs-
forystuna vantaði baráttuvilja og formenn
beggja verkalýðsfélaganna voru óánægðir
með umfjöllun um málefni fiskvinnslufólks í
samtökum launafólks. „Þeir sem leiða
samninga hafa ekki nægilega innsýn í fisk-
vinnslu og hlusta ekkert á okkur sem
reynum að berjast fyrir henni,“ sagði Jón.
Hann er mjög óánægður með „jóla-
föstusamningana" og gagnrýndi vinnubrögð
í samningalotum. „Fólk er orðið svo ruglað
af sólarhringsvökum, að það veit ekki hvað
það er að gera. Það mætti líkja því við að
samningamálin væru látin í hendur fólki sem
er að koma út úr Þórscafé klukkan þrjú að
nóttu! VSÍ veitir sínum mönnum aðstöðu til
að skiptast á að sofa í lotunum, en
samningafólki ASÍ er haldið vakandi í stór-
um hópum, þó ekkert sé að gerast. í síðustu
samningum komu enda í ljós stór mistök í
bónusmálunum, um leið og menn höfðu
sofið út.“
UNGA FÓLKIÐ. í febrúarsamningunum
1986 var samið um starfsgreinanámskeið í
fiskvinnslunni. Tilgangur þeirra er sagður
vera „að bæta vinnubrögð svo þau skapi
aukin verðmæti sem skila sér í bættum kjör-
um“. Þessi bættu kjör nema þó aðeins 766 til
1300 krónum á mánuði!
„Námskeiðin koma fjórum árum of
seint,“ sagði Jón sem sæti á í nefnd sem
skipulagði námskeiðin. „Atvinnurekendur
hafa ekki gert sér grein fyrir hve flóttinn er
mikill úr stéttinni."
En hvað með uppvaxandi kynslóð Vest-
mannaeyinga? Mun hún taka við af þeirri
sem eytt hefur starfskröftum sínum í fisk-
iðjuverunum? í máli viðmælenda okkar
kom fram, að ekkert þeirra hvetur börn sín
til starfa við fiskvinnslu. „Við viljum ekki
bjóða börnum okkar upp á þetta starf. Það
er slitvinna og fólk er búið að vera um
fimmtugt," sagði Helga Jónsdóttir varafor-
maður Snótar. Ungt fólk í eyjum fjölmennir
ekki lengur til starfa, nema á sumrin í skóla-
fríum sínum. Framhaldsmenntun hefur vax-
ið og nú í vor mun Framhaldsskóli
Vestmannaeyja útskrifa stúdenta í þriðja
sinn. Þar eru um tvöhundruð nemendur sem
fæstir munu starfa við almenna fiskvinnu í
framtíðinni.
■ Elísabet Þorgeirsdóttlr/ Stella Hauksdóttlr
35