Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 13
INNLENT Ólafur Garðarsson, Jón Páll Vignisson og Ingvi Þór Thoroddsen vígreifir með „Makk- ann“ í Tölvubæ við Skipholt en þar er hið nýstofnana fyrirtæki þeirra, íkon til húsa. (Mynd Björn Haraldsson) Hugbúnciður Fundu upp forrit Nokkrir ungir menn hafa hannað hugbúnað sem selst vel. Stofnuðu fyrirtœki á dögunum. Nokkrir ungir menn hafa á síðustu mánuðum búið til forrit og hugbúnaðarkerfí, m.a. lausa- Qáruppboðskerfi fyrir borgarfó- getaembættið sem gengið hafa mjög vel á markaðnum og hefur fyrirtæki þeirra vaxið og dafnað á örskömmum tíma. Til að byrja með stofnuðu þeir Ólafur Garðarsson, Jón Páll Vignisson og Þorvaldur Geirsson fyrirtækið Eðalforrit, sem eins og nafnið gefur til kynna, hannaði forrit en þeir piltar eru allir forfallnir tölvuáhugamenn á þrítugsaldri. Síðan er liðið á annað ár og nú nýverið var starfsemi aukin með stofnun nýs fyrirtækis, íkon hf. sem er hlutafélag með þátttöku Eðalforrita. Eiríkur Ingólfsson stjórnarformaður íkons sagði í samtali við Þjóðlíf að grundvöllur þessa nýja fyrirtækis væri það frumkvöð- ulsstarf sem Eðalforrit ættu að baki. Sérhæfð forrit þeirra hefðu gert meira en tryggja þeim fastan sess meðal hugúnaðarframleið- enda. „Fasteigna- og lausafjáruppboðskerf- in sem borgarfógeti og bæjarfógetaembættin víðsvegar um landið nota. Sömuleiðis verk- takabókhaldskerfi sem m.a. Saga film notar, og lyfjaframleiðslukerfi sem t.d. Reykjavík- ur Apótek notar, auk launakerfisins sem Eðalforrit var að setja á markað, hafa tryggt okkur talsvert góða samkeppnisaðstöðu á markaðnum", sagði Eiríkur. Meðal verkefna hins nýja fyrirtækis, auk námskeiða og forritaþjónustu, er að leigja afnot af Apple Machintosh tölvum en um tíu manns komast að í einu . Ólafur Garðarsson einn hluthafanna kvaðst telja fulla þörf fyrir þessa þjónustu t.d. fyrir námsmenn sem ekki komast í tölvu í heimahúsi og þurfa takmark- að að vinna við tölvur. Á staðnum væri einn- ig góðnr leiserprentari til frjálsra afnota en tíminn á að kosta um 300 krónur. Námskeiðin hefjast í byrjun mars og kváð- ust þeir félagar búast við að fyrstu hóparnir kæmu frá fyrirtækjum sem áður hafa skipt við Eðalforrit. „Þetta framtak boðar algjör- lega nýja tíma í tölvuvinnslu hér á landi", sagði Olafur Garðarsson að lokum. Tómas Tómasson. Reykjavík. Stúdentapólitík Lýsandi fordæmi Félag vinstri manna og umbóta- sinnar í Háskóla íslands samein- ast Þau tíðindi urðu í febrúarmán- uði að félag umbótasinna í Há- skóla íslands og Félag vinstri manna við sama skóla sameinuð- ust eftir nokkurra ára samkeppni um fylgi vinstri stúdenta og hóf- samra „allt til hægri við hægri“ sagði Runólfur Ágústsson fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs í samtali við Þjóðlíf um þennan áfanga. Vinstri menn og umbótasinnar hafa starf- að saman um nokkra hríð í meirihluta í Stú- dentaráði og unað því samstarfi mjög vel. Áður en til þess kom höfðu umbótasinnar eiginlega klofnað um hríð 1986, þar sem sumir vildu halda áfram samstarfi við Vinstri menn en aðrir mynda samstarf við Vöku. Upp úr þessum ágreiningi var stofnað stú- dentafélagið Stígandi, þ.e. þeir umbótasinn- ar sem mynduðu meirihluta með Vöku. Sá meirihluti féll í fyrra, og Stígandi hvarf af spjöldum háskólasögunnar, enda voru gár- ungamir farnir að kalla félagið „Lekandi“. Núverandi samstarf er því tæplega árs- gamalt og myndar meirihlutinn stjórn SHÍ sem í sitja Omar Geirsson formaður, Úlfar Bergþórsson, Skúli H. Skúlason, Þóra Jóns- dóttir, Kristján Sigtryggsson og Ágúst Ómar Ágústsson. Stúdentaráð hefur fyrst og fremst rekið öfluga lánapólitík og sjá menn fram á áfram- haldandi slag hér eftir sem hingað til. Auk þess hafa húsnæðismál skipað rúm í háskóla- pólitíkinni, í byggingu eru 90 íbúðir við Hjónagarða og stendur nú yfir mikið fjáröfl- unarátak vegna þeirra. Stúdentar þurfa að bjarga 40 milljónum króna í byggingasjóð- inn. „Við reiknuðum með aðstoð frá borg- inni en við afgreiðslu fjárhagsáætlunar á dögunum var okkur úthlutað 500 þúsund krónum, meðan Hvítasunnusöfnuðurinn fékk heila milljón. Það er sorglegt til þess að vita að borgaryfirvöld skuli ekki gera sér- grein fyrir að Reykjavík er háskólaborg", segir Runólfur Ágústsson. „Borgin hafði áður við byggingaframkvæmdir stúdenta skilað myndarlegu framlagi, en að þessu sinni var því ekki að heilsa“. „Sameining okkar mun styrkja umbóta- sinnuð og vinstri öfl í háskólanum en um leið erum við að senda skilaboð út í þjóðfélagið. Erum við ekki lýsandi fordæmi fyrir alla vinstri og miðflokkanna, sem ná sáralitlum árangri vegna þess að þeir kunna ekki að vinna sarnan," sagði framkvæmdastjóri Stú- dentaráðs að lokum. Óskar Guðmundsson. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.