Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 43
VÍSINDI Ofurleiðarar — ný tækni- bylting Einn þeirra þátta sem setja rafknúnum tækjum skorður er það eðli efnis að veita viðnám gegn rafstraumi. Ef unnt væri að minnka mjög viðnám sumra hluta í rafeindatækni hefði það víðtækar afleiðingar. Mjög mik- ill kuldi hefur þessi áhrif; veldur ofurleiðni en gallinn er sá að það hentar ekki þegar um fram- leiðsluvörur, ætlaðar til venju- legra nota, er að ræða. Nú hillir ef til vill undir að mönnum takist að framkalla ofurleiðni við lítinn kulda eða jafnvel stofuhita. Einangrari — leiðari Okkur er tamt að líta á rafstraum sem lóð rafeinda, lítilla rafhlaðinna agna inni í ein- hverri efniseiningu; frá atómi til atóms. Allir vita að hlutir eða efni leiða rafstrauminn mis- vel og sumir jafnvel lítt sem ekkert. Munur á leiðara og einangrara er sá að hinn fyrr- nefndi leiðir einhvern straum en sá síðar- nefndi ekki mælanlega. Leiðarar eru notaðir í öll raftæki, jafnt eldavél sem tölvu. Dæmi um slík efni eru t.d. kopar, ál, járn og kolefni. Einangrarar eru líka notaðir í raftæki. Dæmi um þá er t.d. gúmmí, plast og postulín. Þá eru líka til tor- leiðarar eða hálfleiðarar. Dæmi um torleið- ara er t.d. grjót (basalt) og um hálfleiðara svonefndir transistorar (smárar). Skýringa á vondri eða góðri leiðni er helst að leita í atómgerð efnisins. Flestir leiðarar eru kristölluð efni. Atóm þess mynda horn og fleti kristalla og geta rafeindir (ein eða fleiri) yst í hverju atómi flust milli kristalla en þeir liggja mjög þétt saman: Það er svo stærð atómanna, fjöldi rafeinda í því o.fl. sem ræður því hve auð- veldlega þetta gerist þegar leiðari er tengdur rafskautum (t.d. rafhlöðu). Einangrarar eru margir ókristallað efni og/eða úr atómum sem eru mjög fastheldin á rafeindir og þeir Tölvuhlutar sem þessir verða bæði minni og hraðvirkari ef tekst að hagnýta ofurleiðni í framleiðslu þeirra. innihalda því tiltölulega fáar frjálsar rafeind- ir. Sumir torleiðarar hafa sína náttúru vegna þess að þeir eru úr nokkrum ólíkum gerðum kristalla eða efninu kísli sem leiðir rafstraum fremur illa. Viðnám er háð hita Mælikvarðinn á hve vel (eða illa) efnisein- ing leiðir rafstraum er nefnt viðnám. Ein- angrarar hafa mjög hátt viðnám. Viðnám tiltekins leiðara er meðal annars háð hitastigi í honum. Mjög heitur leiðari leiðir verr en kaldur. Það stafar af því að atómin titra æ meir með hækkandi hitastigi og tefja raf- eindaferðalagið í efninu, auk þess sem nátt- úrulegir smíðagallar efnisins koma líka til. Kæling hefur þveröfug áhrif á leiðnina. Þegar hitastigið lækkar minnkar viðnámið og er hitastigið nálgast alkul eða -273 stiga frost (á Celcius), nálgast viðnámið núll. Raf- eindir taka að para sig saman og skjótast viðstöðulítið í tvær áttir. Útskýringar á eðli þessa ferlis, sem nefnist ofurleiðni, færði þremur Bandaríkjamönnum Nóbelsverð- launin í eðlisfræði 1972. Mönnum verða fremur takmörkuð not af ofurleiðni vegna þess að erfitt er að koma kælingunni við eða viðhalda henni. Þess vegna hefur tæknin ekki verið notuð í venju- legar framleiðsluvörur en það væri auðvitað til mikilla bóta því viðnám leiðara setur raf- tækjum ýmis konar mörk. Má þar nefna stærðar- og þyngdarmörk. Að auki fer kostnaður við rekstur raftækja eftir viðnám- inu í leiðslukerfi þess. Orkukostnaður lækk- ar með minnkandi viðnámi. Stórstígar framfarir Það var hollenskur eðlisfræðingur, H.K. Onnes að nafni, sem uppgötvaði ofurleiðni árið 1911. Eftir seinni heimsstyrjöldina komst skriður á ýmsar rannsóknir á ofur- leiðni og hún var útskýrð rúmum 60 árum eftir að hún var uppgötvuð. Undanfarinn áratug eða svo hafa svo orðið miklar fram- farir í athugunum á ofurleiðni og tilraunum vísindamanna til þess að fá hana fram við hærra hitastig en rétt ofan við alkul. Fer það starf fram einkum í Bandaríkjunum, Japan, Kína, Frakklandi, Sviss, V-Þýskalandi og Danmörku. I Zurich í Sviss komust vísindamenn að því að blanda af frumefnunum lantan, kopar, baríum, strontíum og súrefni verður ofur- leiðandi við u.þ.b. 230 stiga frost; um 40 stigum nær frostmarki en áður hafði tekist. Atburðurinn vakti vonir um enn betri árang- ur og ýmsar stofnanir tóku að birta nýjar niðurstöður rannsókna. Til dæmis segja Kín- verjar sig hafa náð ofurleiðni við um 190 stiga frost og lífræn efnasambönd (m.a. innihalda þau kolefni) lofa mjög góðu. Tæknibylting Með hóflegri bjartsýni má ætla að rann- sóknir og tilraunir með leiðara færi okkur ofurleiðara við lítið frost, jafnvel stofuhita. Fari svo, verður bylting í gerð margs konar raftækja, til dæmis tölva. Með nýjum efnum er hægt að smíða rásir eða tækjahluta þar sem miklu fleiri bitum (minniseiningum) er þjappað á lítinn flöt, en nú hefur tekist. Einnig er hægt að búa til hraðvirkari vélar með svonefndum Josephson-díóðum, en þær byggja á ofurleiðurum. Mörg raftæki geta líka minnkað frá því sem nú er. Ein orsökin er sú að leiðarar og hálfleiðarar nú- tímans framleiða varmaorku sem verður að mæta með kælibúnaði eða með því að hafa nóg rúm milli tækjahluta. Við ofurleiðni verður vandamálið sem næst úr sögunni. Vel má vera að ofurleiðarar verði mjög dýrir í fyrstu en líklegt er að verð lækki með tímanum ef kleift reynist að framleiða þá í umtalsverðu magni. Ef til vill má ímynda sér að raforkuflutningur fari fram með ofurleið- urum í náinni framtíð. Það setur til dæmis raforkusölu frá íslandi til Bretlands í nýtt ljós. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.