Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 61

Þjóðlíf - 01.02.1988, Blaðsíða 61
VIÐSKIPTI Útflutningur fullunninnar iðnaðarvöru er sáralítill. (Mynd Björn Haraldsson) Þjóðsagan um íslenska iðnaðinn... Goðsögnin um útflutninginn og nýjan atvinnuveg. Er fiskveiðiþjóðin að breytast í iðnaðarþjóð ? Hvað liggur að baki talnanna? Stundum er sagt að útflutningur á iðnaðarvörum nemi um 20% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að um 66% þess útflutnings( sem eru 13% af heildarútflutningi) byggist á útflutningi á kísilgúr, kísil- járni og áli, sem eru hráefni. Þá er hlutur ullar og skinnavöru um 1.8% af heildarútflutningi, og er yfirleitt um hálfunna iðnaðarvöru að ræða. Raunverulegt útflutningsverðmæti fullunnins iðnvarnings er innan við 2%! Þar af tengist 75% fiskiðnaðinum beint. Eftir standa einungis 0.5% af heildarútflutningsverðmæti íslendinga. Upp úr 1960 fór verulega að bera á um- ræðu um að breiða þyrfti úr efnahagslífi þjóðarinnar, gera það fjölbreyttara og róa þannig á fleiri mið en bara fiskimiðin. „Auka verður fjölbreytnina í útflutnings- atvinnuvegum íslensku þjóðarinnar". Þessi setning, eða önnur sem inniheldur sömu hugsun, hefur verið fastur liður í flestum ábúðarmeiri tækifærisræðum íslenskra stjórnmálamanna síðustu tvo til þrjá áratugi. Þessi setning gerir grein fyrir ákveðnu tak- marki sem ráðamenn þjóðarinnar hafa haft fyrir íslands hönd allt frá stofnun lýðveldis- ins. Það er að segja takmarkinu að gera ís- land óháð duttlungum fiskmarkaðanna og gera það að landi sem geti stært sig af ein- hverju öðru en að geta veitt heimsins besta fisk og verkað hann í heimsins bestu „fimm libbsa pakkningar". Lagmetið flokkast hér undir iðnaðarvöru. í vissum skilningi væri það rétt, að telja lag- metið til úfluttnings sjávarafurða, þar sem þarna er ekki á ferðinni annað en fiskur í dós. Iðnaðarútflutningurinn minnkar þannig um rúm 9 %, sem samsvarar tæpum 2 % af heildarútflutningi. Kísilgúr, kísiljárn og ál er eins og allir vita „hreinræktaður" hráefnisútflutningur. Út- 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.