Þjóðlíf - 01.02.1988, Síða 61

Þjóðlíf - 01.02.1988, Síða 61
VIÐSKIPTI Útflutningur fullunninnar iðnaðarvöru er sáralítill. (Mynd Björn Haraldsson) Þjóðsagan um íslenska iðnaðinn... Goðsögnin um útflutninginn og nýjan atvinnuveg. Er fiskveiðiþjóðin að breytast í iðnaðarþjóð ? Hvað liggur að baki talnanna? Stundum er sagt að útflutningur á iðnaðarvörum nemi um 20% af útflutningsverðmæti þjóðarinnar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að um 66% þess útflutnings( sem eru 13% af heildarútflutningi) byggist á útflutningi á kísilgúr, kísil- járni og áli, sem eru hráefni. Þá er hlutur ullar og skinnavöru um 1.8% af heildarútflutningi, og er yfirleitt um hálfunna iðnaðarvöru að ræða. Raunverulegt útflutningsverðmæti fullunnins iðnvarnings er innan við 2%! Þar af tengist 75% fiskiðnaðinum beint. Eftir standa einungis 0.5% af heildarútflutningsverðmæti íslendinga. Upp úr 1960 fór verulega að bera á um- ræðu um að breiða þyrfti úr efnahagslífi þjóðarinnar, gera það fjölbreyttara og róa þannig á fleiri mið en bara fiskimiðin. „Auka verður fjölbreytnina í útflutnings- atvinnuvegum íslensku þjóðarinnar". Þessi setning, eða önnur sem inniheldur sömu hugsun, hefur verið fastur liður í flestum ábúðarmeiri tækifærisræðum íslenskra stjórnmálamanna síðustu tvo til þrjá áratugi. Þessi setning gerir grein fyrir ákveðnu tak- marki sem ráðamenn þjóðarinnar hafa haft fyrir íslands hönd allt frá stofnun lýðveldis- ins. Það er að segja takmarkinu að gera ís- land óháð duttlungum fiskmarkaðanna og gera það að landi sem geti stært sig af ein- hverju öðru en að geta veitt heimsins besta fisk og verkað hann í heimsins bestu „fimm libbsa pakkningar". Lagmetið flokkast hér undir iðnaðarvöru. í vissum skilningi væri það rétt, að telja lag- metið til úfluttnings sjávarafurða, þar sem þarna er ekki á ferðinni annað en fiskur í dós. Iðnaðarútflutningurinn minnkar þannig um rúm 9 %, sem samsvarar tæpum 2 % af heildarútflutningi. Kísilgúr, kísiljárn og ál er eins og allir vita „hreinræktaður" hráefnisútflutningur. Út- 61

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.