Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 64

Þjóðlíf - 01.02.1988, Side 64
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL Mynd 2. Hnignun efnahagslegrar forystu Bandaríkjanna Landsframleiðsla á hvern íbúa nokkurra landa samanborið við Bandaríkin (í prósentum). 1913 29 37 50 55 60 70 79 Heimild: E.A. Brett: The World Economy since the War. skýra valdapýramída og ströngu sérhæfingu í vestrænum fyrirtækjum, byggir á fjölhæfu starfsfólki og miklu upplýsingastreymi milli þess. Ástæðan var sú að Japanir lokuðu heimamarkaðnum og fluttu inn tækni sem þeir þróuðu áfram og aðlöguðu að japönsk- um aðstæðum. Um leið urðu þeir að brjóta niður deildamúrana milli hönnunar, þróun- arstarfsemi og markaðssetningar. Lárétt stjórnun var þar því til þegar fyrir upplýs- ingatæknina. í annan stað hafði MITI, iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið, þegar á sjöunda áratugn- um snúið baki við orkufrekri tækni og lagði höfuðáherslu á upplýsingatækni og samþátt- un rafeindaverkfræðinnar og annarra greina verkfræðinnar. MITI sá þannig fyrir sér að rafeindaverkfræðin yrði stöðugt mikilvægari í iðnaði framtíðarinnar og lagði því kapp á að beina fjárfestingum í iðnaði á virkan hátt inn á þessar brautir. Ríkisvaldið lék því, í þriðja lagi, afar mikilvægt og virkt hlutverk í þró- uninni. f fjórða lagi hafa Japanir lagt ríka áherslu á almenna breiða rafeindaþekkingu í skóla- kerfinu og endurmenntun innan fyrirtækj- anna. í dag koma tvisvar sinnum fleiri raf- eindaverkfræðingar á markaðinn í Japan en Bandaríkjunum, ef miðað er við höfðatölu. í fimmta lagi er rannsókna- og þróunar- starfsemi mun skýrar tengd vöruframleiðsl- unni í Japan en Bandaríkjunum. og sumurn Evrópuríkjum raunar einnig. þar sem hern- aðarframleiðslan leikur mikilvægt hlutverk á þessu sviði. f sjötta lagi er að nefna sérstæð samskipti atvinnurekenda og launþega sem einkennast af meiri samvinnuvilja en í öðrum auðvalds- ríkjum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi, samvinnuvilja sem rekja má til styrkrar stöðu verkalýðshreyfingarinnar eft- ir seinni heimsstyrjöldina, en þessi staða neyddi atvinnurekendur til jákvæðari af- stöðu til launþega en áður. Afleiðing þessa var að launamunur innan japanskra fyrir- tækja er mun minni en í engilsaxnesku lönd- unum og launþegar því jákvæðari gagnvart atvinnurekendum. Það er athyglisvert að í Japan, V-Þýskalandi og Svíþjóð er launa- jöfnuður meiri en í engilsaxnesku löndunum og þar hefur framleiðniaukning í iðnaði einnig verið meiri á síðustu áratugum. f sjöunda og síðasta lagi er mikilvægt að hafa í huga að japönsk fyrirtæki sætta sig við mun lægra gróðahlutfall en evrópsk og bandarísk fyrirtæki og geta því lagt meiri áherslu á tækninýjungar, endurmenntun o.þ.h. Bæ bæ Ameríka Bandarískt samfélags- og efnahagslíf er augljóslega óravegu frá þessari fyrirmynd. Samskipti launþega og atvinnurekenda eru óvíða hatrammari. Verkfallsdagar á hverja þúsund launþega voru t.d. hérumbil tíu sinn- um fleiri að meðaltali í Bandaríkjunum en Japan á tímabilinu 1974-83 og u.þ.b. þrjátíu sinnum fleiri en í V-Þýskalandi á sama tíma. Tækniþróunin er einokuð af hernaðarmask- ínunni í Bandaríkjunum og einfeldingsleg andstaða frjálshyggjunnar gegn jákvæðu, virku hlutverki ríkisvaldsins ríður þar hús- um. Samkvæmt þeirra kokkabókum eiga markaðslögmálin að stýra fjárfestingu inn á brautir nýju tækninnar, en reyndin er sú að það gerist of hægt og samkvæmt nýjum rann- sóknum beinast fjárfestingar svokallaðra áhættufjármagnsfyrirtækja í æ ríkara mæli inn á öruggt svið fjárfestinga í samruna fyrir- tækja en ekki til hátæknifyrirtækja. Þegar á heildina er litið á þetta einnig við um Evrópu ef V-Þýskaland og Norðurlönd eru frátalin. Það er afar ólíklegt að Evrópu- löndunum og Bandaríkjunum muni takast að tvinna saman samfélags- og tækniþróun jafn haganlega og Japönum. Pólitískar afleiðingar verðhrunsins Þegar þessar samfélagslegu og tæknilegu forsendur eru hafðar í huga og sú staðreynd að frjálshyggjan ríkir meðal ríkisstjórna auð- valdsríkjanna er rökrétt að álykta að óvissan í efnahagslífi Vesturlanda muni vara um langan tíma enn. Verðhrunið hefur þó grafið undan frjálshyggjunni að svo miklu leyti sem almenningur gerir sér nú betur grein fyrir en áður, að draumurinn um almennings kapí- talismann sem frjálshyggjan boðar svo ákaft, hefur takmarkaða þýðingu fyrir févana al- menning. Það virðist betra fyrir almenning að spila áfram í happdrætti frekar en að taka mikla áhættu á verðbréfamörkuðunum. Verð- hrunið hefur vafalaust einnig opnað augu margra fyrir því að óheft markaðslögmál leiða til meiri sveiflna í efnahagslífinu og það hefur vafalaust einnig rifjað upp fyrir mörg- um að markmið öflugs velferðarkerfis er ekki aðeins að tryggja öllum mannsæmandi líf, heldur einnig að draga úr efnahagssveifl- unum. Verðhrunið mun því vafalaust skila sér innan tíðar í auknu fylgi sósíalista og sósíaldemókrata. Innan hagfræðinnar mun það leiða til aukinnar áherslu á róttækar túlkanir á kenningum Keynes og samfélags- legar og tæknilegar kenningar um efnahags- þróunina. Verðhrunið er því áfall fyrir hægrisinnaðar hagfræðikenningar frjáls- hyggjunnar sem hafa verið ríkjandi í auð- valdsríkjunum á þessum áratug. ívar Jónsson/Brighton 64

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.