Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 5
Erlent Palestína Pjóð í útlegð. Árni Óskarsson skrifar .. 53 Taiwan Öldungar falla ..................... 56 Þjóðfélagsmál Vítisenglar. Hells Angels. Riddarar götunnar „huggulegir gæjar en tilbúnir að drepa“ ............................. 59 Kristnir anarkistar. „Afskrifið skuld- irnar og kærleikurinn mun blómstra" .. 63 Sport Ólympuleikarnir í Seoul. Friður um leikana. Frásögn og myndir ....... 68 Ýmislegt Vísindi og náttúra .................. 71 Barnalíf.............................. 74 Bílar. Af Islendingabyggðum undan ströndum Afríku ...................... 75 Krossgáta ............................ 78 Leiðari Helgistund á uppboði Málefni íslenska sjónvarpsins hafa verið mjög til umfjöllunar að undanförnu. Kastljós- ununt hefur verið beint að fréttastofunni og ummæli fréttastjórans um stofnunina og samstarfsmenn gerðar að umjöllunarefni. Ef til vill hefði verið skynsamlegra fyrir stofn- unina sjálfa að beina sjónum að fréttunum og meðferð þeirra á fréttastofunni fremur en því hvernig Ingvi Hrafn Jónsson kýs að nota málfrelsi sitt. Staðreyndin er nefnilega sú að sá „hressileiki" sem einkenndi fréttastofuna fyrst eftir að Ingvi Hrafn tók við stjórnar- taumunum hefur með tímanum þynnst út í yfirborðsmennsku og hvað eftir annað er fréttatíminn líkari einhvers konar sýningu en tilraunum til að greina frá því sem efst er á baugi. Að ekki sé minnst á gagnrýna hlutlægni í fréttunum. Auglýsingar sem birst hafa í fjölmiðlum frá Sjónvarpinu að undanförnu hafa fremur undirstrikað þetta sýnieinkenni, jafnvel trúðshlutverk fréttastofunnar, heldur en hitt. Breytingar á toppnum á fréttastof- unni geta ekki leyst þann vanda sem fréttastofan stendur frammi fyrir. Óánægja innan megindeilda Sjónvarpsins virðist rökstudd; farið hefur verið mcð inn- lenda framleiðslu til fyrirtækja út í bæ á tilviljanakenndan hátt og fagmenn innan stofnun- arinnar eru annað hvort reknir á flótta eða gerðir verklausir á vinnustaðnum. Allt er boðið út, í ófaglegum ófrjálsum útboðum, meir að segja,, Helgistundin" á sunnudögum er komin á uppboð. Stjórnaraðgerðir virðast stundum miðast við að rýra samkeppnisstöðu Sjón- varpsinseins og sú dæmalausa hugmynd að ætla að láta fyrirtæki Stöðvar2fá verkefni fyrir Sjónvarpið. I því dærni tókst starfsmönnunum sjálfum að koma í veg fyrir hneisuna, en samt er spurt hvenær von sé á næsta hneyksli. ekki hvort sé von á því. I „samkeppninni" hefur Sjónvarpið látið mjög á sjá. Pað hefur aðgerðarlaust horft upp á Stöð 2 margfalda framboð á barnaefni. það hefur nrisst forystuna í sumum efnisþáttum, og það hefur ekki náð því að auka framboð á efni í neinu samræmi við aukninguna hjá Stöð 2. Samkvæmt könnun sem Þjóðlíf birtir að þessu sinni á framboði sjónvarps- stöðvanna kemur glöggt í ljós að Sjónvarpið er á sinn hátt að tapa í þessari samkeppni. Aukningin frá 1986 er 33% hjá Stöð 2 en einungis 10.8% hjá Sjónvarpinu samkvæmt könnuninni sem nýverið var framkvæmd. Allt er þetta þó hjómið eitt í samanburði við þær niðurstöður, að íslenskt efni fer rýrnandi ísjónvarpi. Einungis35.8% efnis Sjónvarpsinser íslenskt og8,6% af þvíefni sem Stöð 2 býður upp á. Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar oddvita íslenskra stjórnvalda, og stöðvanna beggja hnignar íslenskri framleiðslu. Sú sókn sem menn hafa heitið á hátíðlegum stundum í þessutn efnuni hefur aldrei orðið. Sjónvarpsstöðvarnar liafa ekki staðið í stað, þær hafa hörfað. Það er kominn tími til að Sjónvarp allra landsmanna eins og reyndar allir fjölmiðlar í landinu rækti betur menningarhlutverk sitt. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna. Félagsleg- ar skyldur gagnvart móðurmálinu eru óhjákvæmilega þungar í litlu samfélagi og við- kvæmu fyrir flóðbylgju erlendra menningaráhrifa. Hér er ekki verið að niæla einhvers konar einangrun bót, heldur þvert á móti, að hvetja til nýrrar sóknar fyrir innlendri menningu. innlendri framleiðslu á menningarefni. fréttaefni og skcmmtiefni. Mcð slíkri stefnu að leiðarljósi gætum við verið rólegri andspænis þeim engilsaxneska himnagraut sem sjónvarpsstöðvarnar bjóða okkur uppá daglega. Sjónvarpið er í kreppu. Sú kreppa verður ekki leyst með því að halda uppboð á helgistundinni. Óskar Guðmundsson Úlgcfandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10. box 1752.121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn Félagsútgáfunnar: Svanur Kristjánsson. Björn Jónasson. Ásgeir Sigurgestsson. Jóhann Antonsson. Pétur Reimarsson. Varamenn: Árni Sigurjónsson. Brynjar Guömundsson. Framkvœmdasljóri: Ólafur Sigurösson. Ritstjóri Þjóölífs: Óskar Guömunds- son. Ritstjórnarfulltrúi: Hrafn Jökulsson. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Múnchen), Ásgeir Friðgeirsson (London). Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi). Guörún Helga Siguröardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi). Jón Asgeir Sigurösson (New Haven). Ragnar Baldursson (Tokyo). Innlendir fréttaritarar: Jóhannes Sigurjónsson (Húsavík). Páll Ásgeirsson (ísafjöröur), Smári Geirsson (Neskaupstaöur), Sveinn Helgason (Selfoss). Auglysingar: Steinunn Ásmundsdóttir. Hrannar B. Arnarsson. Setning, umbrot, filmuvinna, prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Ilreif- ing: Ævar Guömundsson, sími 38838 og bílasími 985-23334. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.