Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 6
BRÉFFRÁLESENDUM Makalausar skáktölvur! Þið voruð sniðug að verða fyrst til að halda skáktölvumót hér á landi, og grein- in um það í síðasta blaði var mjög skemmtileg, þótt kannski hefði mátt fjalla meira um tæknihlið tölvanna. Sjálf- ur á ég eina gamla tölvu sem hefur oft gert mér lífið leitt, en ég sé að hún er orðin alveg úrelt núna, greyið. Eg hlakka til að fylgjast með framhaldinu og vil koma með þá hugmynd að þið fáið einhvern skákmeistara til að tefla við Þjóðlífs- meistarann. Það væri forvitnilegt að sjá hvað þessi tæki er raunveruleg — því þegar öllu er á botninn hvolft segir það ekki mikið þótt ég og mínir líkar eigum erfitt uppdráttar gegn þeim! Reynir, Akureyri Hvað er eiginlega að gerast? Frásögn Þjóðlífs í tveimur síðustu tölu- blöðurn um persónunjósnir lögreglunnar er með ólíkindum. Nú hefur Böðvar Bragason játað að það hafi verið fylgst með íslenskum borgara — eingöngu vegna skoðana hans! Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélagi okkar, er þetta það sem koma skal? Eg votta þeim þing- mönnum sem fóru fram á rannsókn á málinu virðingu mína og mun fylgjast vel með áframhaldinu. Þóra, Reykjavík Fróðleg úttekt Sem skattborgari og kjósandi í Kópavogi vil ég þakka einkar fróðlega úttekt á má- lefnum félagsheimilis bæjarins í síðasta tölublaði Þjóðlífs. Kostnaðurinn — meira en hundrað milljónir króna — er yfirgengilegur og sömuleiðis hlálegt að lesa um fundagleði félagsheimilisnefnd- arinnar. Þeir þurftu að skjóta á sérstök- um fundum til að ákveða hvernig diska ætti að kaupa og annað var eftir því. Mér virðist sem ekkert aðhald hafi verið veitt, því kostnaðurinn hefði áreiðanlega getað verið miklu minni. Það er full þörf á því að fara rækilega ofan í saumana á þessu máli — en sjálfsagt auðveldar það ekki hlutina að allir flokkarnir hafa tekið þátt í sukkinu. Sveinn, Kópavogi Meiri menningu Ég hef keypt Þjóðlíf að staðaldri upp á síðkastið og er að mörgu leyti ánægður með blaðið. En mér finnst að þið mættuð sinna ýmsum menningarmálum betur (koppagreinin í síðasta blaði var að vísu til fyrirmyndar) og fjalla um bækur, tón- list og leiklist í ríkari mæli. Ég þykist vita að þið hafið ekkert alltof mikið pláss, en á hinn bóginn yrði það tímaritinu áreiðan- lega lyftistöng að fá hæfa menn til að fjalla um ýmis menningarmál. Glans- pressan svokallaða sinnir þessum málum lítið sem ekkert (sem betur fer!), en tíma- rit eins og Þjóðlíf á að leggja metnað sinn í að fylgjast með því sem er að gerast í heimi menningarinnar — ekkert síður en því sem kaupahéðnar, njósnarar og aðrir bandíttar hafa fyrir stafni. Magnús, Reykjavík Frá útgáfunni: Ritstjórnarfulltrúi vor frá síðustu misser- um, Ómar Friðrikson, hefur nú söðlað um og er kominn til starfa á Alþýðublaðið í hvunndagsslaginn. Honum eru þökkuð góð störf fyrir Þjóðlíf og samstarfsfólkið sendir honum bestu kveðjur. í stól ritstjórnarfull- trúa sest Hrafn Jökulsson blaðamaður, sem þegar hefur ritað fréttir og greinar í Þjóðlíf og lesendur eru farnir að þekkja. Hrafn er boðinn velkominn í stöðuna. Forsíður Þjóðlífs Forsíður Þjóðlífs hafa vakið mikla athygli. Þær eru unnar undir umsjón Erlings Páls Ingvarssonar myndlistarmanns og hefur Guðniundur Ingólfsson ljósmyndari einnig lagt sína listamannshönd og auga á verkið. í samvinnu við ritstjórn eru hugmyndir þróað- ar þar til þeir Erlingur og Guðmundur leggja lokahönd á andlit blaðsins. Til áskrifenda Þjóðlíf leggur áherslu á að blaðið berist sem allra fyrst til áskrifenda. Um leið og tímaritið kemur úr prentun og bókbandi er því pakkað inn til áskrifenda og sent með pósti. Útsending þriðja tölublaða árs tafðist lítillega vegna bilunar og eru þeir áskrifend- ur sem fengu blaðið síðar vegna þessa beðnir velvirðingar. Áskrifendur njóta eftir sern áður forgangs í dreifingu. Eina mánaðartímaritið Sérstaða Þjóðlífs á fjölmiðlamarkaði hefur verið undirstrikuð síðustu mánuði og lesend- ur hafa tekið breytingunum vel. Fréttatím- aritið Þjóðlíf kemur út mánaðarlega og mun vera eina tímaritið á Islandi með mánaðar- legri útgáfu. MDVARORDID TRTGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.