Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 13
INNLENT Hús Hæstaréttar er ekki fyrirferðarmikið, og rétturinn starfar í virðing og þögn. Er kominn tími til að breyta lögunum? (Mynd Björn Haraldsson). sem strangar kröfur eru gerðar um óhlut- drægni. Mikilvægi þessa hlutleysis æðstu dómara er m.a. undirstrikað til að ekki komi til þess í framtíðinni að þeir þurfi að víkja sæti vegna tengsla við aðila sem dómsmál varða. Á þetta við um dómarastöður al- mennt en sérstaklega þó hæstaréttardómara. Á bak við þetta liggur líka sú hugsun að því fylgi kostnaður ef dómari þarf sífellt að vera að víkja sæti vegna vanhæfis og setudómari er kallaður inn í hans stað. Flestir lögfræðingar sem talað var við tóku þó skýrt fram, að það væri hvergi bannað að hæstaréttardómari ætti í atvinnurekstri í þjóðfélaginu og sæti þar jafnvel í stjórnum. „Engu að síður væri það óheppilegt" eins og þeir oröuðu það. Virtur lögfræðingur sagði: Hvar ætti að draga mörkin ef banna ætti dómurum að eiga hlutabréf? Hvað með þann sem t.d. hefur erft 50 króna hlutabréf eftir afa sinn í Eim- skipafélaginu. Það væri varla nokkurt vit í því að hann viki einu sinni sæti í máli sem hann ætti að dæma ef Eimskipafélagið á þar hlut að máli“. Margir benda á að laun hæstaréttadóm- ara, 184.076 krónur á mánuði auk einhverra fríðinda(amk sími), séu há beinlínis í þeim tilgangi að dómararnir þurfi aldrei að afla sér tekna með öðrum hætti en þeim starfa sín- um. Þess vegna væri ekki siðferðislega verj- andi að þeir væru í fyrirtækjastússi eða öðru, sem gæfi minnstu ástæðu til hagsmuna- árekstra, meðfram dómstörfum. Löglegt en íslenskt Dómarar við Hæstarétt mega eiga hlut í fyrirtækjum eins og aðrir borgarar þessa þjóðfélags. Ekkert bannar manni samkvæmt bókstaf laganna að eiga meirihluta í stærstu atvinnufyrirtækjum þjóðarinnar ef svo ber undir. Hann má jafnframt sitja í stjórnum fyrirtækja þó að í praksis muni dómari segja sig úr stjórnum eftir að hann hlýtur dómara- stöðu. Ekkert í lögunum segir honum þó að gera það. Hins vegar víkur dómari sæti ef mál varðar hann mjög verulega fjárhagslega. Ekkert segir þó að hann víkji sjálfkrafa sæti ef fyrirtæki sem hann á hlut í kemur fyrir dóm. Hæstaréttarlögin segja aðeins þetta: „Hcestaréttardómari víkur úr dómarasœti ef: 1. Hann er aðili máls eða mál varðar hann að mun fjárhagslega eða siðferðis- lega. 2. Hann er fyrirsvarsmaður aðila, hefurflutt málið eða leiðbeint í því. 7. Mál varðar venslamenn ..að mun siðferð- Æviráðnir í dag eru dómarar Hæstaréttar 8 að tölu, eftirtaldir: Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar, Guðmundur Jónsson vara- forseti. Benedikt Blöndal, Guðmundur Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason, Þór Vilhjálmsson, Bjarni K. Bjarnason (Bjarni er frá störfum vegna veikinda og er Hjörtur Torfason settur Hæstaréttardómari í hans stað til 1. júlí). Hæstaréttardómarar njóta sérstaklega ríkrar réttarverndar og er fyrst og fremst átt við þá þar sem vikið er að umboðs- starfalausum dómurum í 61. gr. stjórnar- skrárinnar. Þeim verður ekki vikið úr em- bætti nema með dómi og ekki heldur fluttir í annað embætti gegn vilja þeirra. Þeim má veita lausn úr starfi 65 ára en halda óskertum launum. Hæstaréttardómarar mega ekki bjóða sig fram til alþingis eða sveitarstjórna. Stjórnarskráin og ísl. lög miða fyrst og fremst að því að tryggja sjálfstæði dómara og sérstaklega Hæstaréttar gagnvart öðr- um handhöfum ríkisvaldsins, þingi, ríkis- stjórn og embættiskerfi. Fáar sem engar reglur kveða á um sjálfstæði þeirra gagn- vart hagsmunaöflum í þjóðfélaginu. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.