Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 16
INNLENT Símaofsóknir algengar Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri: Yfir- leitt reynum viö að halda öllu sem við getum leyndu. Bogi Nilsson, rannsókn- arlögreglustjóri ríkisins: Lögreglan segir þoland- anum hvern hann er að kæra. Hallvarður Einvarðsson, ríkissaksóknari: Þess eru dæmi að svona mál fari fyrir dómstóla. Á annað hundrað beiðnir á ári um að símtöl séu rakin. 30 kærur til lögreglunnar á síðasta ári. Þolandi fær ekki uppgefið hjá Pósti og síma hvert símtalið er rakið. Að auki þarf viðkomandi að greiða tæplega 5000 krónur ef símtalið er rakið utan hefðbundins vinnutíma. A hverju ári berast Póst- og símamála- stofnun á annað hundrað beiðnir frá ein- staklingum um að rekja nafnlaus símtöl sem hafa valdið þeim óþægindum og ónæði. Fyrirspurnir og kvartanir vegna slíkra sím- tala eru langtum fleiri. Starfsmenn Pósts og síma neita undantekningalaust að gefa upp- lýsingar urn liver það er sem hefur valdið ónæðinu, og bera fyrir sig gamlar innanhúss- reglur stofnunarinnar. „Það er ekki okkar hlutverk að upplýsa hverjir nota símann", sagði Agúst Geirsson, símstjóri í Reykjavík, í samtali við Þjóðlíf. Að sögn Ágústs er það mismunandi eftir símstöðvum hvort hægt er að rekja símtöl. í sumum tilvikum þarf að tengja línu þess sem kvartar sérstaklega á viðkomandi símstöð svo unnt sé að sjá úr hvaða númerum er hringt og á hvaða tímum. Þar sem aftur á móti er eldri gerð símstöðva er hægt að rekja símtal ef sá sem fyrir ónæðinu varð/eggur tólið ekki á. Ef starfsmönnum Pósts og síma berst beiðni um að símtal sé rakið utan skrifstofu- tíma virka daga vikunnar kostar það við- komandi 4.813 krónur. Ólafur Tómasson, Póst og símamálastjóri, kvað starfsmenn stofnunarinnar jafnan reyna að leysa þessi mál með friðsamlegum hætti. Oft hefðu þeir t.d. sjálfir samband við þann sem símtal hefði verið rakið til og færu þess á leit að hann léti af iðju sinni. Ólafur taldi alls ekki að breyta bæri reglum stofnun- arinnar um nafnleynd þeirra sem valda fólki ónæði símleiðis: „Yfirleitt viljum við halda öllu sem við getum leyndu‘% sagði Ólafur. Þeir sem ekki una innanhússreglum Póst- og símamálastofnunar geta kært til rann- sóknarlögreglu ríkisins. Þangað voru 30 mál kærð á síðasta ári. Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, sagði að venjulega væri leitað eftir dómsúrskurði um að PóstL.r og sími afhenti gögn sem upplýstu hvert símtöl hefðu verið rakin. Hann sagði að lögreglan veitti þeirn sem kærði hlutdeild í þeint upplýsingum. Það er sem sagt ekki fyrr en kært er til lög- reglunnar að þolandi fær upplýsingar um hver olli ónæðinu. Að sögn Boga kemur það oft á daginn að sá sem ónæðinu veldur er kunnugur þeirn sem það bitnar á. Fyrrver- andi hjón halda þannig einatt áfram skærurn á h'num símans og nágrannaerjur eru stund- um háðar með því móti líka. Þá er og nokkuð um að börn og unglingar hafi gengið helsti langt í símaati, a.m.k. hafa borist kærur vegna slíks. Þá er ótalið það sem ógeðfelldast er í þess- um málum, en það er þegar maður ofsækir sömu persónuna. langoftast konu. og hringir hvað eftir annað ýmist með klúryrðum, and- ardrætti eða algerri þögn. Dæmi eru um að konur hafi langtímum saman sætt slíkum of- sóknum, enda erfitt fyrir þær að sækja rétt sinn eins og kerfið er nú. Það er einnig mjög líklegt að hið þunglamalega kerfi, auk kostn- aðarins sem fylgt getur, valdi því að margar konur heykist á því að láta rekja símtöl og kæra svo. Bogi Nilsson kvað 17 af þeim 30 símamál- um sem kærð voru til þeirra á síðasta ári vera upplýst og send ríkissaksóknara. Hallvarður Einvarðsson, ríkissaksóknari, hafði ekki tölur handbærar um þessi mál, en sagði að yfirleitt lyki þeim með áminningu og sektum. Þess væru hins vegar nokkur dæmi að mál af þessu tæi færu fyrir dómstóla. Hrafn Jökulsson Hringingarnar byrjaðar aftur Um það leyti sem Þjóðlíf var að fara í prentun varð konan sem hér segir frá aft- ur fyrir því að hringt var í hana að nóttu til án þess að nokkuð væri sagt í símann. (Sjá viðtal á síðunni hér til hliðar.) Þá voru liðnir þrír mánuðir síðan hringing- arnar hættu eftir að hún lét rekja símtal- ið. Nú var hringt aðfararnótt sunnudags. Hún lagði tólið ekki á og ákvað að láta rekja símtalið. Það þurfti hins vegar að bíða þangað til á mánudagsmorgun, enda hefði hún að öðrum kosti þurft að greiða tæpar 5000 krónur. í rúman sólarhring gat hún því ekki notað símtæki sitt. Starfsmenn Pósts og síma gáfu þær upplýsingar einar að símtalið hefði verið rakið í annað númer en síðast. Þeir neit- uðu að gefa frekari upplýsingar, t.d. um hvort sami aðili er skráður fyrir báðum númerunum. í samtali við Þjóðlíf kvaðst konan sem fyrir þessu varð hafa talað við rannsókn- arlögreglumann um grundvöll ákæru: „Hann sagði að það væri erfitt um vik, þar sem hringt hefði verið úr tveimur númerum cn ekki aðeins einu. Hann var ákaflega liðlegur en ráðlagði mér að bíða þangað til símtal yrði rakið einu sinni enn í annað hvort númeranna. Ég er mjög í vafa um hvort rétt er að kæra, því eins er víst að sá sem stendur á bak við þetta þurfi fyrst og fremst félags- lega eða sálfræðilega aðstoð. Það er þess vegna óþægilegt að fá engar upplýsingar — kerfið er svo lokað. Það hef ég fundið í þessu máli svo um munar“. HJ 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.