Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 17

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 17
INNLENT Kerfiðverndar hinn seka Frásögn konu sem varð fyrir stöðugu ónœði af nafnlausum hringingum í desember á síðasta ári byrjuðu þessar hringingar. Það heyrðist aldrei neitt, hvorki orð né andardráttur. Aðeins þögn. Þetta olli mér óþægindum en ég reyndi að láta það ekki á mig fá. Eg held að konur sem eru einar, eða einstæðir foreldrar, sem verða fyrir barðinu á svona hringingum verði mun hvekktari. Sjálf er ég ekki einstætt foreldri. Ég leitaði mér upplýsinga hjá Pósti og síma hvað væri hægt að gera. Þar var mér sagt að það þyrfti að tengja sérstakt tæki við númer- ið mitt á símstöðinni svo hægt væri að rekja símtalið. Það var gert. Þegar næsta svona símtal kom svaraði son- ur minn í símann. Símtalið var rakið og síðan hef ég ekki orðið fyrir ónæði. Þetta stóð yfir í urn það bil mánuð og hringt var nokkur skipti í viku að jafnaði, yfirleitt um eittleytið á nóttinni. Mér var sagt hjá starfsmönnum Pósts og síma að það kostaði á fjórða þúsund króna að láta rekja símtal ef það væri gert utan hefðbundins vinnutíma.(Nú er gjaldið kom- ið upp í 4.813 krónur — innskot blm.) Lang flest eða öll svona símtöl eru vitaskuld á kvöldin eða nóttinni. Sá sem verður fyrir þessu getur beðið til morguns með að biðja um að símtalið sé rakið, með því að leggja tólið ekki á, og er á þann hátt þvingaður til að nota ekki sinn eigin síma. Það er alveg fáránlegt að sá sem verður fyrir svona hringingum skuli þurfa að greiða úr vasa fyrir að láta rekja símtalið. Ég spurð- ist fyrir um það hjá starfsmönnum Pósts og síma af hverju þeir sem fyrir þessum hring- ingum stæðu væru ekki látnir borga, en fékk þau svör að „þetta fólk væri nú yfirleitt ekki borgunarmenn fyrir kostnaðinum1'. Eins eru það undarlegar reglur sem fylgt er hjá Pósti og síma þegar þeir neita að gefa upp úr hvaða númeri var hringt. Ég sé ekkert sem réttlætir þá málsmeðferð og yfirleitt kemur þetta út eins og Póstur og sími verndi þá sem stunda þetta athæfi. Það, að þurfa að kæra, til að fá vitneskju um hver olli manni ónæðinu er út f hött: Ég vil ekki kæra út í bláinn. Ég vil vita hver á hlut að málinu. Kannski er það einhver sem ég þekki, einhver úr fjölskyldu minni, þótt ég geti ekki ímyndað mér hver það ætti að vera. Þeir sem stunda svona þurfa greinilega ein- hverja aðstoð, annaðhvort frá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Ég hafði samband við rannsóknarlögregl- una til að kanna hver réttur minn væri. Þar var viðmótið allt annað og lögreglumaðurinn sem ég talaði við sýndi máli mínu mikinn skilning. Hann sagði mér að ég gæti hæglega kært þegar símtal hefði verið rakið aftur. Ég ákvað hinsvegar að gera það ekki, enda féllu símhringarnar nú niður. Ástæðan fyrirþví að ég tala nú um þetta er sú að ég held að fólk viti ekki hvernig það á að snúa sér í þessu. Sérstaklega ekki konur sem verða fyrir barð- inu á svona ofsóknum. Það er erfitt að verða fyrir þessu og fá svo á tilfinninguna að kerfið verndi sökudólginn. Og þær reglur sem Póst- ur og sími hefur eru fáránlegar og mér finnst að það sé athugandi hvort þær standast. Fyrst og fremst er ég ákaflega fegin að vera laus við þessar hringingar — og vona svo sannarlega að þær endurtaki sig ekki. HJ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.