Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 19
INNLENT Úrslitaskákin: hjálparkokkar rafeindaskáksnillinganna færa mennina samkvæmt fyrirmælum þeirra. Ef grannt er skoðað og myndin prentast vel, sést að svartur, Novag Forte B, hótar máti. Exceltölvan þráskákaði þess vegna og tryggði sér jafntefli — og meistaratitilinn þar með. (Myndir Björn Haraldsson) vikið talsverðan tíma til góða þegar út í al- vöru lífsins og miðtaflið kom. Excel-tölvan tefldi listavel og klykkti út með mannsfórn í 19. leik. Tölvur eru fyrst og fremst ákaflega hagsýnar, ævintýramennska er ekki að þeirra skapi og því fórna þær sjaldan liði nema ávinningurinn liggi í augum uppi. Næstu leikir voru í anda kaffihúsatafl- mennskunnar en þegar upp var staðið var Excel tölvan með unnið tafl. 2. einvígisskák Hvítt: Excel 68000 Svart: Novag Forte B í þessari skák höfðu tölvurnar 15 sekúnd- ur að meðaltali á hvern leik. 1. d4 - Rf62. c4 - g63. Rc3 - d54. Rf3 - Bg7 5. e3 —o —o 6. Db3 — c6 7. Bd2 - e6 8. Bd3 - Rbd7 9. o - o -Db6 10. Re2 - Dxb3 11. axb3 - c5 12. Rf4 - b6 13. dxc5 - Rxc5 14. Bc2 - Ba615. Bb4 - Bb7 16. Bxc5 - bxc5 17. Hfdl- a5 18. Rg5 — h6 (Skákin hefur verið tíðindalítil til þessa þrátt fyrir væringar á vinstri kantinum. En gerast nú mikil tíðindi: Hvítur fórnar!) 19. Rgxeó!! (Þessi leikur fær upphrópunarmerkin tvö ekki fyrst og fremst vegna gæðanna, heldur það að tölvan skuli á annað borð fórna. Novag hlýtur að hafa brugðið!) — fxe6 20. Rxe6 - dxc4 21. bxc4 - Rg4 22. Rxf8 -Hxf8 23. Hfl - Ha8 24. Bxg6 - Re5 25. Bf5 - Kf7 26. Hfdl — Bh8? (Svartur á ekki sjö dagana sæla en nú byrjar kæfingin fyrir alvöru) 27. Hacl - Hg8 28. e4 - Rf3+ 29. Khl— Rd4 30. f3 - Kf6 31. Bh3 - Rb3 32. Hc3 - a4 33. He3 - Kg5 34. e5 - Bc6 35. Hfl - Hd8 36. f4+ - Kg6 37. f5+ — Kf7 38. f6 - Kf8 39. Be6 - Rd4 40. Bg4 - Rc2 41. He2 -Rd4 42. e6! (Excel tölvan teflir virkilega skemmtilega og þetta er lokahnykkurinn) — Rxe6 43. Bxe6 - Hd6 44. h3 - Bb7 45. Kh2 - Hb6 46. g4 - Ba6 47. Hff2 - Hd6 48. He5 - Bb7 49. h4 - Bc6 50. g5 - hxg5 51. hxg5 - Be8 52. Bd5 - Bg6 53. He7 - Hd8 54. Hc7 - Hb8 55. Hxc5 - Be8 56. Hc7 - Bg6 57. Bc6 - a3 58. bxa3 - Hd8 59. c5 — Kg8 60. a4...og skákinni lauk með máti nokkru síðar. Staða svarts er ömurleg, enda væru flestir mennskir skákmenn löngu búnir að gefast upp. En það var líka titill og heiður í húfi... 3. einvígisskák Hvítt: Novag Forte B Svart: Excel 68000 í þessari skák fengu tölvurnar að meðal- tali hálfa mínútu á hvern leik. Novag tölv- an varð að sigra til þess að eiga möguleika á að verja titil sinn. 1. d4 - d5 2. c4 - e63. Rc3 - Rf64. Bg5 - Be75. e3 - o - o 6. Rf3 - Rbd7 7. Hcl - c6 8. Bd3 - dxc4 9. Bxc4 - Rd5 10. Bxe7 — Dxe7 11. o — o — Rxc3 12. bxc3 - b5 13. Bd3 - Bb7 14. Dc2 - g6 15. a4 - a6 16. axb5 — cxb5 17. De2 — Da3?? (Upphafið að endalokunum! Svartir létt- ir mjög undir með hvítum með þessum sjálfsmorðsleik) 18. e4 — Hab8 19. c4 — b4?? (Nú er svarta drottningin auðveld bráð) 20. Hal - Dc3 21. Hfcl - Db3 22. Hc2 — e5 23. Rd2 — Dxc2 24. Bxc2 og án drottningarinnar voru Excel allar bjargir bannaðar. Hún barðist í um það bil þrjá- tíu leiki vonlausri baráttu. Novagtölvan gerði engin mistök og sýndi loks sitt rétta andlit! Þar með var einvígið hálfnað og staðan 2 — 0 fyrir áskorandann, sem virtist ætla að kjöldraga Þjóðlífsmeistarann rækilega. Novag Forte B varð að vinna báðar seinni skákirnir í einvíginu til að tryggja sér auka- skák. Að því leytinu til stóð hún í sömu sporum og Korchnoi gegn Jóhanni í Kanada. Þjóðlífsmeistarinn hafði hvítt í þriðju skákinni og umhugsunartími var orðin hálf mínúta á leik. Novag Forte B náði dálitlu frumkvæði í byrjun en virtist annars ekki í vígahug. Hún byggði upp stöðu sína í róleg- heitum og sjálfsagt hefði skákin þróast út í þunga stöðubaráttu ef áskorandinn hefði ekki hlaupið undir bagga. Stórundarlegt drottningarflan í 17. leik leiddi skömmu síðar til andláts hennar og Excel tapaði skákinni. Þjóðlífsmeistarinn komst á blað og eygði von um að halda titli sínum. Fjórða skákin var sannarlega magnþrung- in, enda höfðu tölvurnar heila mínútu til að gaumgæfa hvern leik. Engu var líkara en rafeindaskáksnillingarnir væru dálítið tauga- spenntir enda var skákin afar æsileg. Excel náði rýmri stöðu út úr byrjuninni og þjarm- aði hægt og rólega að Forte B. Eftir umdeil- anlegan leik meistarans náði áskorandinn sannkölluðu kyrkingartaki. Svörtu mönnun- um var pakkað saman í vörn og máttu sig hvergi hræra. Excel náði að vekja upp drottningu og murkaði lífið úr svörtu mönn- unum. En Forte B gafst vitaskuld ekki upp, notaði öll gagnfæri til sóknar og tókst að tjasla saman stöðunni upp á nýtt. Hún náði tveimur mönnum fyrir slikk af Excel og reið mátnet af miklum hagleik, svo jaðraði við snilld. Að lokum fór svo að tölvurnar þrá- léku og sömdu þar af leiðandi um jafntefli. Þar með lauk þessu stutta en spennandi einvígi og nýr Þjóðlífsmeistari var krýndur: Fidelity Excel 68000. Hún er vel að titlinum komin enda afar öflug og skemmtileg skák- tölva sem ekki verður auðunnin. Nýi Þjóð- lífsmeistarinn kostar í kringum 28.000 krón- ur og er þar með aðeins dýrari en Novag Forte B, sem kostar um 26.000. Þjóðlíf mun áfram fylgjast með tíðindum af skáktölvum — og segja frá því hvernig meistaranum nýja gengur að verja titil sinn. Hrafn Jökulsson | 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.