Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 26
MENNING þakklætis í hvert sinn sem hann fær nýja bók hins mikla íslendings Gunnars Gunnarsson- ar í hendur. Jafnvel þótt ætla mætti, að rétt- arfarsdeilur í miðaldasamfélagi íslendinga ættu lítið erindi til erlendra lesenda, þá leiðir þessi nýja bók Gunnarssonar okkur í allan sannleik um að sérhver mannleg athöfn og ákvörðun tekur mið af almennu lögmáli, sem krefst þess, að því verði fullnægt... Bæk- ur skáldsins Gunnarssonar eru sannkölluð meistaraverk, sem bera sérlega fágaðri og fullkominni list vitni. Um leið og þær hrífa lesandann vegna þeirra sjálfum sér sam- kvæmu lífsviðhorfa, sem í þeim gætir, veita þær okkur nútímamönnum innsýn í líf horf- inna kynslóða, með þeim hætti að þær færast okkur sjálfum nær í tíma. Við heillumst af og teljum okkur auðugri eftir lesturinn. Okkur er ljóst, að hér er á ferðinni skáld sem hefur fágætt og stórfenglegt lag á að lýsa lífi og sérkennum Germana. íslenskar skáldsögur þess eru bornar uppi af þeirri kröfu, að skáldskapur verði að vera nálægur lífinu sjálfu og ósvikinn, jafnvel þótt hann sæki efni til löngu liðinna tíma. Við tökum sérhverri náðargjöf skáldsins fegins hendi og leggjum bókina frá okkur að lestrinum loknum, al- sælir og ríkari eftir að hafa kynnst viðhorfum þess til lífsins og veraldarinnar. Skáldið lætur sér ekki nægja að virða heiminn fyrir sér, heldur eru bækur þess einnig fullar af lífi og athöfn." (Der Norden, 1937, bls. 542). Við byggjum „hreiður“ fyrir skáldið Pað var ekki að undra þótt sú hrifning á verkum Gunnars, sem lýsir sér í slíkum skrif- um, tæki á sig ýmsar aðrar myndir. I tilefni fimmtugsafmælis skáldsins, þann 18. maí 1939, var því haldið veglegt teiti í ráðhúsinu í Liibeck. Þar voru saman komnir allir helstu oddamenn Norræna félagsins, þeirra á með- al forseti þess og héraðsstjóri (Gauleiter) nasista, Henrich Lohse. Þetta var reyndar ekki einungis afmælisveisla, heldur jafn- framt kveðjuhóf fyrir skáldið, sem þá var að ljúka langri Þýskalandsdvöl og flytjast bú- ferlum frá meginlandi Evrópu til íslands. Áðurnefndur forseti Norræna félagsins, Hinrich Lohse (sem síðar var gerður að landsstjóra Hitlers yfir þeim svæðum sem Þjóðverjar hertóku við Eystrasalt) flutti ræðu til heiðurs Gunnari, þar sem hann þakkaði skáldinu óbrigðula vináttu þess í garð þýsku þjóðarinnar og ötulan stuðning þess við Norræna félagið. í frásögn af svarræðu Gunnars, sem finna má í „Norðrinu" segir að hann hafi lýst við- horfi sínu til Norðurlanda og undirstrikað að honum hafi frá upphafi verið ljóst að nauð- synlegt væri að treysta vináttubönd Þjóð- verja og Norðurlandabúa. Þvínæst er haft eftir Gunnari að hann hafi orðið vitni að mestu niðurlægingu Þýskalands og ekki vilj- að trúa því, að þar væri um varanlegt ástand að ræða heldur verið sannfærður um að Þýskaland ætti eftir að rétta úr kútnum og skipa sér aftur í hóp öflugra stórþjóða. Sjálf- ur hafi hann orðið vitni að þessari þróun. Jafnvel þótt hann hverfi nú til átthaganna og setjist að svo órafjarri Þýskalandi, muni hann halda áfram að leggja þessari þróun lið með því að rækta tengslin milli þjóðanna. (Der Norden, 1939, bls. 199). I sama árgangi tímaritsins er einnig að finna grein eftir þýska húsameistarann Fritz Höger, sem ber þá sérstæðu yfirskrift: „Við byggjum hreiður handa Gunnari Gunnars- syni á heimaeyju hans“ (Wir bauen Gunnar Gunnarsson auf seiner Heimatinsel einen Horst, Der Norden, 1939, bls. 156). í þeirri grein kemur fram, að húsameistarinn Höger hefur í hyggju að annast smíði á vistarverum skáldsins á Skriðuklaustri. Höger, sem kveð- ur sig finna til djúps skyldleika við Gunnar, ekki síst vegna þess að báðir séu þeir bænda- synir, telur það mikla upphefð að hann skuli til þess kallaður að byggja yfir hið mikla skáld á eyjunni í norðri. Enda þótt það verði að teljast óvenjulegt að kenna hús skáldsins við hreiður, er ekki ljóst hvort hér var um að ræða beina skírskotun til „arnarhreiðurs" Foringjans í Berechtsgaden. Skáld á fund Foringjans Eftir að Gunnar flutti til íslands heimsótti hann Þýskaland aftur í ársbyrjun 1940 og ferðaðist þá í nokkrar vikur landshornanna á milli til að lesa úr verkum sínum. í „Norðr- inu“ er þess getið, að skáldinu hafi hvarvetna verið tekið með kostum og kynjum, auk þess sem því hafi verið hampað í útvarpi og blöð- um. Að sögn tímaritsins endaði þessi yfirreið með aukalestri í Lúbeck. Að honum loknum er Gunnar sagður hafa látið ágóðann af miðasölu og þóknun fyrir lesturinn renna til Vetrarhjálpar Þriðja ríkisins. Áður en Gunnar yfirgaf Þýskaland, eftir þessa sigurför gekk hann á fund Foringjans sjálfs. í fréttatilkynningu, sem prentuð var með feitu letri í aprílhefti „Norðursins" 1940 segir að Foringinn hafi tekið á móti hinu fræga íslenska skáldi þann 20. mars. í fylgd með skáldinu hafi verið héraðsstjórinn Hin- rich Lohse, forseti Norræna félagsins og Dr. Dreschler, (yfir)borgarstjóri í Lúbeck. (Der Norden, 1940, bls. 122). Það voru reyndar ýmsir fleiri íslenskir andans menn en skáldið Gunnar, sem lásu yfir Þjóðverjum á þessum árum. í janúar 1939 gerði Dr. Alexander Jóhannesson, pró- fessor við Háskóla íslands víðreist um Þriðja ríkið og flutti erindi, sem hann nefndi „söguleg og menningarleg tengsl Islands og Þýskalands“ (Der Norden, 1939, bls. 65). Kamban tekið af fögnuði Rúmu ári fyrr, eða í október 1937, var skáldið Guðmundur Kamban á ferð í Þýska- landi í boði Norræna félagsins og flutti erindi í 16 borgum. í þeim lestrum fjallaði Kamban um fund Ameríku og ferðir íslendinga í vest- urveg á árunurn 986-1013 (Der Norden, 1937, bls. 539). í upphafi þeirrar reisu efndi Nor- ræna félagið til blaðamannafundar með Kamban í Berlín, þarsem fyrsti lesturinn var haldinn. Berlínarblöðin gerðu reisu hins ís- lenska skálds þó lítil skil. Það var að líkind- um ekki vegna áhugaleysis, heldur virðist hún hafa fallið í skuggann af heimsókn Þýskalandsvinarins Mússólínís, en hann heiðraði Þjóðverja með nærveru sinni á sama tíma. í janúar 1938 var Kamban aftur boðið til Þýskalands, en þá var skáldið viðstatt frum- sýningu á skopleik sínum „Zeitlose Gewand- er“ (Tímalaus klæði), sem sett var á svið í borginni Cera. í tímariti Norræna félagsins er þess getið, að hér hafi verið um frumupp- færslu verksins að ræða og þí verið tekið með miklum fögnuði (DerNorden, 1938, bls. 64). Ðjartur og Laxness ekki í húsum hæfir Nokkrar skáldsögur Kambans voru þýddar á þýsku á dögum Þriðja ríkisins. Hins vegar verður ekki séð að skáldsögur Halldórs Laxness hafi notið vinsælda meðal þýskra áhugamanna um norræn efni á þess- um árum. Þegar „Sjálfstætt fólk" kom út á þýsku í Vínarborg árið 1936 skrifaði fyrr- nefndur Jessen klausu um söguna af Bjarti sem birtist í tímariti Norræna félagsins. Þar kveður við annan tón en í skrifum höfundar um skáldskap Gunnars Gunnarssonar. Jes- sen segir í umsögn sinni að skáldsaga Lax- ness sé bæði „drungaleg" og ,.hörð“. Það er athyglisvert, að hann finnursögunni af Bjarti það til foráttu að í henni sé ekkert að finna „sem við getum nýtt í okkar eigin lífi" (Der Norden, 1936, bls. 491). Af þeim orðum má ráða, að menningarvit- um Norræna félagsins hafi verið í mun að rithöfundar settu saman „uppbyggilegar" bækur. Það var í anda þeirrar dýrkunar á norrænu kyni^sem fyrr var nefnd, að halda að þýskum lesendum þeim bókum einum sem fjölluðu á „jákvæðan" hátt um lífið í norðri. Sú viðleitni var í fyllsta samræmi við þá meinlegu firru, að ljóshæðir og bláeygir Germanir væru gerðir af göfugra efni en Gyðingar og annað „undirmálsfólk". Kot- bóndinn Bjartur í Sumarhúsum gekk aftur á móti þvert á hina germönsku hetjuímynd og var því ekki húsum hæfur í menningarsölum nasista. Arthúr Björgvin Bollason/Múnchen (Þessi grein er byggð á kafla úr bók sem höfundur vinnur að um hlut norrænnar menningar í hugmyndafræði nasismans) 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.