Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 30
PIZZA BIGGA BAR Líttu inn — eða hringdu og pantaðu. Við höfum yfir 100 tegundir af pizzum og getum gert fleiri ef þú vilt. Veldu þína eigin pizzu — þú átt það skilið. BIGGA BAR Tryggvagötu 18 (viö Akraborgarplaniö). Sími 28060. 30 „Lesið Kaldaljós. Það verður enginn svikinn af því.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur 453 bls. Verð kr. 2.290,- „Þessi fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar njóta sín hér mjög vel. Kaldaljós er saga sem er skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík. sterk og snertir mann." Margrét Eggertsdóttir, Þjóðviljinn. „Frásagnarandinn í bókinni er einstakur. Mér fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og einhver hvíslaði að mér. Hún talar við les- andann, þessi bók, því hún á við okkur erindi. Bókin byggir á sannsögulegum atburðum en þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins örlög fólksins skipta máli, og manni er ekki sama um Grím Hermundsson en verður samt að játa fyrir sér í lokin að öðruvísi gat ekki farið." Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðiö. „Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ástar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt. Um sumar bækur á ekki að nota of mörg orð. Því að eins og Vigdís Grímsdóttir skilur manna bezt; orð geta verið hættuleg. Og stöku höf- undum tekst svo að það er sálarbætandi að lesa orðin og allt sem að baki þirra felst. Þannig er Kaldaljós fyrir mér. Listaverk eftir Grím sem ég vildi hafa upp á vegg." Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðið. Svart á fxvítu Guðrún Auður Svava Nína Konurnar yfirtaka bókmenntirnar — en karlarnir launasjóðinn! Það var haft á orði á síðustu jólabókavertíð að konur væru að yfirtaka bókmenntirnar, og haft til marks að allar best seldu skáldsög- urnar voru eftir konur. Metsöluhöfundur á þeim markaði var raunar aðeins einn, Guð- rún Helgadóttir, en bækur Vigdísar Grímsdóttur, Svövu Jakobsdóttur og Nínu Bjarkarseldust einnig mætavel. Fjöldi seldra eintaka segir ekki alla söguna, en á hinn bóginn talar bókmenntafólk af mikilli ánægju um skáldsögur íslenskra kvenna á síðasta ári: Og má bæta við Álfrúnu Gunn- laugsdóttur og Auði Haralds sem að margra mati sendu frá sér bestu verk sín. En þó konur kunni að vera að yfirtaka bókmenntirnar geta karlmenn þakkað fyrir að halda Launasjóði íslenskra rithöfunda svo að segja óskertum fyrir sig. Fyrir nokkru var úthlutað úr honum til 70 rithöfunda — 52 karla og 18 kvenna. Konur voru sem sagt um það bil fjórðungur hinna lukkulegu, sem raunar segir ekki alla söguna. Því af þeim 18 rithöfundum sem hlutu sex mánaða laun voru einungis fjórar konur: Fríða Á. Sigurð- ardóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir og Vigdís Grímsdóttir. Ekki er betri sögu að segja af þeim 15 sem fengu laun til fjögurra mánaða: 13 karlar svo Nína Björk og Þórunn Valdimarsdóttir. Kynjahlutfallið skánar svo talsvert þegar litið er til þeirra sem fengu þriggja mánaða laun, 15 karlar og 9 konur — eða helmingur allra þeirra kvenna sem á annað borð fengu úthlutun. Þrettán rithöfundar fengu svo tveggja mánaða laun: 10 karla og þrjár kon- | ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.