Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 33

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 33
MENNING Montagu lávarður er fráleitt á flæðarskeri staddur: Hér er hann í bílasafninu sínu sem telur nokkur hundruð bifreiðar síðan í árdaga og til þessa dags. hornum og af gestabókinni mátti ráða ein- róma hrifningu: öllum tiltækum lýsingaorð- um var hampað á ýmsum tungumálum. Bandaríkjamennirnir voru sýnu hrifnastir og sjálfsagt til í að kaupa pleisið. Borðsalurinn var færður í 16. aldar horf og snarkaði glað- lega í arninum. Það var búið að leggja á langborðið og á hverri stundu mátti búast við riddurum, pilsaþyt og skarkala. Eldhúsinu var á hinn bóginn breytt í sjoppu og þar mátti fá ýmislegt til marks um hugvit lávarðarins af Montagu: Vín, súkku- laði og sulta merkt honum persónulega og fyrir bragðið afskaplega merkilegt. Upp undir eldhúsloftinu voru líka býsnin öll af bjöllum, forverum innanhússímans: bjöllur úr flestum vistarverum svo þjónustufólkið gæti þeyst á vettvang t.d. þegar litli lávarð- urinn vildi fá flóuðu mjólkina sína: bjöllurn- ar voru samtals 35. Það ber að undirstrika að einungis fáein herbergi óðalsins voru til sýnis fyrir túrista, Montagu-fjölskyldan situr að afgangi hall- arinnar. Og hefur þar með sloppið betur en flestar aðalsfjölskyldur síðústu áratugina. Á 600 km hraða gegnum söguna Montagu lávarður hefur ýmislegt að sýsla. A landareign hans er eitt stærsta safn bfla í veröldinni; þar eru bflar frá því í árdaga og til þessa dags. I öðrum litprentuðum bæklingi skýrir lávarðurinn frá tilurð safnsins. Það opnaði árið 1952. Þá átti safnið fimm bfla. Nú skipta þeir hundruðum og áhugamenn um bfla munu ekki finna margar gloppur í sögulegri yfirreið. Undirritaður ferðalangur hefur aldrei komið því í verk að taka bflpróf, þrátt fyrir misgæfulegar akstursæfíngar í skjóli myrkurs fyrr á árum. Bflar hafa í mín- um augum ekki verið annað en tæki til að ferðast í frá einum stað til annars. Þrátt fyrir þetta búralega viðhorf til bflsins komst ég ekki hjá því að hrífast, jafnvel svo mjög að ég þurfti að heyja sálarstríð um það hvort ekki væri rétt að hoppa upp í t.d. Bentley árgerð 1930 og brenna í burtu. í bflasafni lávarðarins getur að líta ýmsa kynlega kvisti: bfla sem líta út eins og appels- ínur eða atómsprengjur, bfla sem einhvern tíma settu hraðamet. Til dæmis sex hundruð km á klukkustund. Það met er nú a.m.k. tuttugu ára gamalt og löngu úrelt. Stund í bflasafni Montagu lávarðar, sem heitir raunar formlega The National Motor Museum, dugði til að breyta viðhorfi undir- ritaðs til bifreiðarinnar. Jafnvel svo mjög að kannski tek ég bflpróf einhvern daginn. Fyrir raunverulegar bflabullur er safnið því eins og paradís á jörðu. Heimsókn til Adams-fjölskyldunnar Ekki hægt að segja skilið við Montagu lávarð án þess að segja frá Bucklers Hard, dálitlu þorpi sem fært hefur verið í 18. aldar horf. I Bucklers Hard var skipasmíðastöð, býsna umsvifamikil í gegnum söguna. Einn af forfeðrum núverandi lávarðar hófst handa við að reisa þorp utan um skipasmíðar, og fyrsta skipinu var hleypt af stokkunum árið 1745. Skipið hét Surprise en James nokkur Wyatt stjórnaði smíðinni. Ekki leið á löngu áður en Adamsarnir tóku við og smíðuðu skip mann fram af manni: ýmist fallbyssu- fóður handa Frökkum og öðru illþýði, eða farskip í fjarlægar deildir jarðar. Nú eru þeir löngu hættir að smíða skip í Bucklers Hard, en á hinn bóginn er þar Iítið og snoturt sjóminjasafn með líkönum, teikn- ingum og myndum af skipum; mönnum úr vaxi að ríða net eða spá í útreikninga, þreytt- um konum — sem vaxið drýpur af — að sjóða í ógnarstórum pottum, tukta börnin og hlúa að skepnunum, eiginmönnum þeirra. Þannig öðlast gestur í Bucklers Hard inn- sýn í 200 ára gamalt líf: leik og starf, sorg og gleði. Hlutskipti vaxfólksins í þessu örlitla þorpi er slíkt að undirritaður ferðalangur prísaði sig sælan að geta gengið út í 20. öld- ina. Fótbolti og fátækt Það er margtíundað hversu lávarðar eiga erfitt, en almennt er nokkuð dægileg hag- sæld í Suður-Englandi. Atvinnuleysi er þar miklu minna en annarsstaðar í landinu og lífskjör betri. Það er enda leitun að þing- mönnum annarra en íhaldsflokksins á þessu svæði. Eftir því sem norðar dregur í Eng- landi er Verkamannaflokkurinn öflugri — sterkastur er hann í Skotlandi, þar sem íhaldsmenn eru jafn sjaldséðir fuglar og þeir eru fjölmennir í suðrinu. Af sjálfu sér leiðir að laun eru hærri í sunn- anverðu Englandi en í norðrinu, hús kosta meira fyrirsunnan, maturinn erdýrari. Þetta hefur haft þær afleiðingar að ungt fólk kem- ur gjarnan í víking suðreftir, álíka og ungir, hraustir íslendingar flykktust á sfldarplanið á árum áður. Og með því að fasteignir eru ódýrar í Norður-Englandi er talsvert um að sunnanmenn kaupi þar hús og setji sig niður. Ein staðreynd um Suður-Englendinga er einkar athyglisverð og sýnist mér svo sem henni hafi ekki verið gefinn nægilegur gaum- ur: Fótboltaliðin eru léleg þar um slóðir. Öll bestu lið Englands eru í mið og norðanverðu landinu, hið fræga Liverpool er þar glöggt dæmi um, sömuleiðis, Manchester og Nott- ingham. Stórar borgir í suðrinu eins og til að mynda Bournemouth, Portsmouth og South- ampton eiga ýmist léleg eða miðlungslið. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.