Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 36
MENNiNG Tónstjóri Hitlers varð frægasti hljómsveitarstjóri heims Þriðjudaginn 5. apríl síðastliðinn hélt austum'ski hljómsveitarstjórinn Herbert von Kara- jan upp ó áttræðisafmæli sitt. Eflaust hefur enginn hljómsveitarstjóri í heimi öðlast jafnmikinn frama eða getað fagnað jafnmikilli hylli tónleikagesta og kaupenda hljómplatna og þessi víðfrægi aðalstjórnandi Fflharmóníusveitar Berlínar. Var því að vonum mikið um dýrðir í Þýskalandi og Austurríki vegna afmælisins og sjónvarpsstöðvar og aðrir fjölmiðlar uppfullir af þáttum helguðum afmælisbarninu. En þetta áttræðisafmæli hefur einnig magnað á ný upp ýmsar siðferðilegar spurn- ingar í sambandi við feril Herberts von Kara- jans. Þykir ýmsum sem frami hans hafi orðið fullmikill í tónlistarlífi landsins miðað við hveija fortíð hann hafi að baki í ríki Hitlers, þar sem hann var einn þeirra manna, sem gagnrýndur hefur verið fyrir að selja sig nas- isma í þágu eigin metorða. Sömuleiðis hafa fjármál hins forríka hljómsveitarstjóra verið dregin fram í dagsljósið og er það samdóma álit manna, að hann geti varla talist síðrí fjáraflamaður en tónlistarmaður. Að síðustu hafa á ný magnast upp spurningar um hæfni Karajans sem hljómsveitarstjóra. en hún hefur ávallt verið umdeild og aldrei fremur en nú. Heribert von Karajan, en svo hét hann upp- haflega, fæddist árið 1908 í Salzburg í Aust- urríki, og var kominn af saxneskum smáaðli, riddurum og kúrfurstum. Faðir hans, Ernst von Karajan var vel metinn skurðlæknir í Salzburg, en lék í frístundum á aðra klarín- ettu í hinni kunnu Mozarteum-hljómsveit borgarinnar. Hinn ungi Heribert innritaðist níu ára gamall á tónlistarakademíuna í Salzburg og þótti bráðger. Aðalgrein hans þar var píanó- leikur, og var það löngum óskadraumur Heriberts að verða frægur píanóleikari. Fróðir menn ráðlögðu honum hins vegar, að leggja fremur stund á hljómsveitarstjóm. Gegnum sambönd og áhrif, var honum veitt tækifæri, einungis tvítugum að aldri og reynslulausum með öllu, til að stjóma há- skólahljómsveit Salzburgar. Það var 22. jan- úar árið 1928. Hinn ungi Heribert notfærði sér tækifærið út í ystu æsar. Tónleikamir vöktu athygli og umtal og orðspor Heriberts varð þegar nokkurt. Hann ákvað nú að breyta nafni sínu og kalla sig Herbert í stað Heriberts. Sömu- leiðis tók hann að kalla sig á ný von Karajan en ekki aðeins Karajan, en í Austurríki vom það lög síðan 1917, að nöfn manna skvldu opinberlega ekki bera vitni um aðalstign, og forskeytið „von“ þess vegna aflagt. Næstu árin gekk á ýmsu í ferli Herberts von Karajans. Hann fékk stöðu við ópemna í Ulm í Suður-Þýskalandi, og stjómaði nokkr- um sýningum þar. Samt sem áður tókst hon- um ekki að festa sig þar í sessi, enda þótti Hljómsveitarstjórinn, auðkýfingurinn og fyrrum nasistinn Herbert von Karajan áttrœður 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.