Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 38

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 38
MENNING Herbert og Eliette von Karajan en hún er þriðja eiginkona gamla mannsins. Eliette skreytir diska Herberts. Karajan var hins vegar tekinn fram yfir Celibidarche, öllum á óvart, og skömmu síð- ar var hann skipaður aðalstjórnandi til lífs- tíðar. Einstæður frægðarferill Ferill Herberts von Karajans sem aðalstjórn- anda Fílharmóníusveitar Berlínar hefur verið mikill frægðarferill. Auk stöðugs tón- leikahalds í Þýskalandi hefur Karajan farið með hljómsveit sína víða um lönd, t.d. til Japans. Japanir eru miklir Karajan-unnendur og drjúgir kaupendur platna hans. Petta er Karajan vel ljóst og því er Japan fastur við- komustaður á ferðalögum hans. Hins vegar hefur hann aldrei farið með hljómsveit sína til ýmissa annarra landa, (þar sem plötusala er ólíkleg) þrátt fyrir heimboð þangað, eins og til dæmis Sovétríkjanna eða landa Suður- Ameríku. Hljómplötur Karajans eru teknar að nálg- ast 700. Enginn annar stjórnandi hefur gert jafnmargar upptökur af sömu verkunum og hann; og engar plötur seljast heldur eins vel og hans. Talið er að þriðjungur allra þeirra hljómplatna, hljómdiska og snælda, sem út- gáfufyrirtækið Deutsche Grammophon sel- ur, sé undir stjórn hans. Lélegar upptökur — yfirburðasala Pað virðist vera sama hvað Karajan gerir; hann er slík goðsögn, að plötur hans seljast alltaf. Það er eins og sumir plötukaupendur trúi því, að enginn annar maður en Herbert von Karajan geti stjórnað tónflutningi svo vel sé. Nýjustu upptökur hans standast þó engan veginn samanburð við það sem best er gert í heiminum um þessar mundir. Nægir þar að nefna síðustu heildarupptöku Kara- jans af sinfónfum Beethovens. Pessi útgáfa var gerð í andstöðu við hljóm- sveitina sjálfa, Fílharmóníusveit Berlínar, enda voru aðeins fimm ár liðin frá síðustu Beethoven-upptökum Karajans. Karajan krafðist þess hins vegar að ný upptaka yrði gerð af öllum sinfóníunum með stafrænni tölvutækni og þaraðauki voru herlegheitin numin á myndband af myndbandafyrirtæki Karajans sjálfs, Telemondial. Skemmst er frá því að segja, að margir fagmenn fullyrða að sjaldan hafi lélegri upp- tökur verið gerðar af sinfóníum Beethovens. GRAWIOPHONE lílnsra NEWS fi APBll. IM'iR £j2. JUUag REVIEWS KARAJAN AT 80 RICHAKI) OSBORNE TALKS TO HERHERT VON KARAJAN INTERVIEWS WITH SIR CHARLES MACKERRAS Forsíða breska tónlistartímaritsins Gramophone. Tugir síðna helgaðir af- mælisbarninu. „Það virðist vera sama hvað Karajan gerir; hann er slík goð- sögn, að plötur hans seljast alltaf.“ Túlkun Karjans hafi gjörsamlega glatað öll- um ferskleika, sé líflaus og leiðinleg, fjötruð stirðnuðum vana. Sömuleiðis spilli sú sér- viska hans að vilja ávallt gera hljóðritanir sínar í Fílharmóníunni sjálfri í Berlín, sem sé þurr og ómlaus upptökusalur. Einn gagnrýnandi lýsti bragðdaufri og lit- lausri túlkun Karajans á Pastoral-sinfóníu Beethovens svo, að hún minnti á sýn manns sem þeysist í sportjeppa um fagrar sveitir og heyrir ekki nið lækja og söng fugla né skynjar aðrar af þeim unaðssemdum náttúrunnar, sem birtast mönnum svo ríkulega í tónmáli Beethovens. Eiginkonan skreytir diskana Mikið hefur verið um dýrðir í Þýskalandi vegna afmælis Herberts von Karajans. Deut- sche Grammophon fagnar afmælinu með því að gefa út svonefnda Karajan-útgáfu: 25 hljómdiska með 100 tónverkum, sem að dómi Karajans sjálfs eru bestu tónverk, sem samin hafa verið fyrr og síðar. Þessir nýju diskar eru skreyttir myndverkum þriðju og núverandi eiginkonu Karajans, frú Eliette von Karajan, fyrrum Ijósmyndafyrirsætu í París. Sjónvarpsstöðvar landsins láta heldur ekki sitt eftir liggja og senda allar út þætti helgaða afmælisbarninu. Siðferðilegar spurningar En afmælið hefur einnig magnað á ný upp þær siðferðilegu spurningar, sem staða Her- berts von Karajans sem aðalstjórnanda fremstu hljómsveitar landsins vekur. Málið snýst um hvort réttlætanlegt sé, að slíkur stafnbúi í tónlistarlífi landsins eigi frama sinn að miklu leyti að þakka þeirri reynslu, sem hann hlaut kornungur við stjórnpúlt hjá fremstu hljómsveitum landsins, vegna þess að hann hafði heppilegar skoðanir í Þýska- landi nasismans, á sama tíma og aðrir efni- legir menn voru myrtir, fangelsaðir eða hraktir úr landi vegna skoðana sinna, trúar eða kynþáttar. Sömuleiðis, segja gagnrýnendur gamla mannsins.vakna æ fleiri spurningar um það hvort hæfni Karajans sem stjórnanda sé enn nægileg. Hann hefur nú í nokkurn tíma átt við heilsuleysi að stríða, verður stöðugt oftar að fella niður tónleika; og líkt og áður sagði eru fæstar af nýjustu upptökum hans taldar jafnast á við það besta sem aðrir gera um þessar mundir, né heldur það sem Karajan hefur sjálfur best gert. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.