Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 42

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 42
MENNING Súld leikur fyrir 15 þús. áheyrendur á alþjóðlega djassfestivalinu í Montreal sumarið 1987. Súld var stofnuð sem tríó haustið 1986 af þeim Steingrími, Szymon og Stefáni Ingólfs- syni bassaleikara. Tryggvi Hubner gítarleik- ari starfaði með sveitinni í rúmt ár en nú hefur Lárus H. Grímsson hljómborðsleikari leyst hann af hólmi. Bíða aðdáendur Súldar spenntir að heyra hvaða áhrif Lárus hefur haft á tónlist hljómsveitarinnar en hann hef- ur verið mörg undan farin ár við nám í elek- trónískri nútímatónlist í Hollandi. Þá segja þeir að hugsanlega verði gítarleikara bætt í hópinn. „ Það er óvenjulegt við tónlist plötunnar að þar er blandað saman elektrónískri tónlist hljómborðsins við hreinan (accoustic) tón fiðlunnar. Rafbassa á móti náttúrulegum ásláttarhljóðfærum Stcingríms", segir Szym- on. „Eg forðast að nota nokkra auka hljóð- effekta í fiðluspilinu, leik eingöngu á óraf- magnaða gamla fiðlu“ —. Þið komið úr ólíkum áttum, Szymon með sinn klassíska bakgrunn úr sinfóníuhljóm- sveit, Lárus úr elektrónískri músík, Stein- grímur m.a. indverskum músíkþreifingum o.s.frv. Hvað sameinar ykkur í Súld? „Sennilega er það bæði ánægjan sem við höfum af því að sameina ólíka reynslu í tón- listinni og svo er það mjög krefjandi fyrir okkur sem tónlistarmenn", svara þeir. „Fyrir mig fullnægir Súld ákveðinni tjáning- arþörf, því í sígildri tónlist nýt ég ekki sama frelsis og þegar ég leik djass“, segir Szymon. Steingrímur segist hafa skynjað það þegar í upphafi að í Súld gæfist möguleiki á að skapa eitthvað ákveðið og brjótast jafnframt út úr hefðbundnum djassleik. „Við viljum vinna á agaðan hátt að því að þróa okkar tónlist", segir hann. Ekki er gerlegt fyrir meðlimi Súldar að ætla sér að lifa á því hér á landi að leika eingöngu þessa músík og því hafa þeir í ýmis önnur horn að líta en segjast þó koma oft saman og æfa mjög stíft. „Hljómsveitin ætti að geta dafnað og þroskast ef við fáum tæki- færi til að leika á nokkrum tónleikum hér Lárus Halldór Grímsson hljómborðsleikari Lárus, sem er fæddur árið 1954, vakti fyrst athygli sem hljómborðsleikari í rokksveitinni Eik á áttunda áratugnum. Hann nam viðTónlistarskóla Reykjavíkur í mörg ár en hélt árið 1979 til Hollands þar sem hann hefur verið við nám og störf í elektrónískri nútímatónlist og hljóðkönn- un í Utrecht. Lárus leikur bæði á flautu og hljómborð og hefur þegar skapað sér nafn fyrir tónsmíðar og samið tónlist fyrir kvikmyndir, ballett og leikhús. innanlands á hverju ári og farið utan í tón- leikaferðir einu sinni eða tvisvar á ári“, segir Steingrímur. „Súld er komin til að vera og við höfum mikla trú á því sem við erum að gera. Við ættum þá að geta þróað ennfrekar okkar eigin stfl ef okkur tekst að halda vel saman“. Szymon er varakonsertmeistari Sinfón- íuhljómsveitar íslands og inni ég hann eftir því hvort fólki finnist skrítið að viðurkennd- ur fiðlumeistari í sígildri tónlist sé líka að spila nútíma djasstónlist. „Fólk hefur tekið þessu vel, held ég,“ svarar hann. „Bæði ung- ir sem þeir eldri hafa lýst yfir ánægju sinni með það sem við erum að gera í Súld. Svo eru Islendingar svo vanir því að fást við marga hluti í einu að þetta þykir ekkert til- tökumál en vissulega er tónlist Súldar gjör- ólík hinni svokölluðu klassísku tónlist". „I Súld erum við að fást við margt fleira en heyra má á nýju plötunni", segir Steingrím- ur. „Síðasta sumar fluttum við t.d. verk eftir Szymon hjá Musica Nova sem er nokkurs konar tilraunamúsík byggð á óvæntum upp- ákomum og hyggjumst við gera meira af slíku. E.t.v. eigum við eftir að gera plötu með þess konar tónlist“. „Það óvænta og óundirbúna í tónlist hefur alltaf verið ríkur þáttur í djassi“, segir Szym- on. „Þetta kemur best fram þegar tónlistar- menn hittast og djamma saman. í Súld höf- um við þó alltaf ætlað okkur fyrst og fremst að skapa hljómsveitinni sinn eiginn stfl. Við viljum ekki vera að endurtaka það sem aðrir hafa gert“. „Hljómsveitin hefur fengið tækifæri til að leika nokkrum sinnum í sjónvarpi en hún er enn svo ný af nálinni að margir vita lítið sem ekkert af því sem við erum að gera“, segir Steingrímur.,, Þegar við lékum á tónleikum til styrktar byggingu tónlistarhúss um dag- inn, komu margir til okkar á eftir og lýstu yfir hrifningu sinni en spurðu jafnframt af hverju ekkert hefði heyrst til okkar fyrr...“ „Já, menn vcftu undrandi á að hljómsveit af þessu tagi væri til á íslandi“, segir Szymon. „Senni- lega hefur svona hljómsveit aldrei starfað fyrr á íslandi“. Fyrirhugað er að haldinn verði útgáfu- konsert þegar Bukoliki kemur út á næstu dögum. En hvað merkir Bukoliki? „Það er dregið af heiti verks eftir mig“, segir Szymon. „Nafnið sjálft hefur enga sér- staka merkingu á pólsku en vísar til pólskra þjóðsagna og er ætlað að minna á pólsk áhrif í verkinu". „Eg vil bæta því við“, segir hann, „að við unnum að upptökum í hljóðverinu við ein- staklega góðar aðstæður. Platan var unnin á 100 tímum en við fengum allan þann tíma sem við þurftum og vorum lausir við þetta stressaða andrúmsloft sem oft vill fylgja stú- díóvinnu. Því gátum við einbeitt okkur að því að skapa þá tónlist sem við viljum að komi út úr samstarfi okkar, af bestu gæðum án nokkurrar utanað komandi truflunar. Slík vinnubrögð eru mikilvæg fyrir tónlist okkar í Súld“. Ómar Friðriksson. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.