Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 43
MENNING Galdur Af písl og pínu Þegar þetta er skrifað er fyrsta atkvæða- greiðslan um bjórinn nýafstaðin, það er verið að berja saman kjarasamninga og okk- ar ágætu haukar í atvinnulífinu hafa offjár- fest fyrir góðan part af þjóðartekjunum. Það er því Ijómandi tækifæri til að rifja upp sögu manns sem 250 árum fyrir Krists burð lenti í vondum málum rétt eins og íslenska lýðveld- ið fyrr og síðar. Hann hét Heilagur Antoníus og freistingar þær er hann lenti í og hetjuleg barátta hans gegn þeim hafa skipað honum á spjöld sögunnar. „Freistingar Heilags An- toníusar" eftir hollenska málarann Hieronymous Bosch. Hans heilagleiki Antoníus var óvenju trúaður sem barn og var aldrei sendur í skóla. Eftir að foreldrar hans dóu, er hann var á tvítugsaldri bjó hann einn og sinnti engu nema strangri sjálfsafneitun og meinlætum. Hann lifði á brauði, salti og vatni þegar hann var ekki að fasta sem var aldrei skemur en 3 til 4 dagar í senn án svefns. Nú er það svo að þeir sem hafa góða og þóknanlega stefnu hljóta sjaldan umbun erf- iðis síns. Hvers vegna er á huldu. í öllu falli illskiljanlegt þeim sem verða fyrir því. Ein- mitt þannig var farið heilögum Antoníusi. Gegn djöflaher Satan veittist að Antoníusi á lúalegan hátt, rétt eins og veist er að heilsu íslensku þjóðar- innar með bjórfrumvarpi. Þar sem hann var búinn að taka sér ból- festu í grafhýsi stutt frá heimaborg sinni í Egyptalandi var hann plagaður af skelfileg- um árum og andskotum. Annar heilagur maður Ananíus að nafni skrifaði æfisögu Antoníusar og í henni er þetta um sýnirnar: „Það er auðvelt fyrir Óvininn að skapa ofskynjanir sem eru svo raunverulegar að þær eru dæmdar sem raunverulegir hlutir, og vofur af þessari gerð sköpuðu jarðskjálfta sem reif í sundur öll fjögur horn hússins og streymdu inn í það úr öllum áttum. Ein var í ljónslíki, önnur í úlfsham og önnur sýndist vera froðufellandi hlébarði. Allar hinar voru hin viðurstyggilegustu skriðdýr, sporðdrek- ar og eðlur.“ Allur þessi óvinafagnaður æddi að heilög- um Antoníusi með orgum og skelfilegum óhljóðum öðrum í þeim tilgangi að svelgja hann í sig. En heilagur Antoníus stóðst þær hjarðir allar saman því að Satan hefur í raun og veru ekki mátt til að eyðileggja neinn þann mann sem lifir „Himnaríkis lífi á jörðu niðri.“ Far vel líf Þrjátíu og eins árs að aldri dró söguhetja okkar sig að öllu út úr mannlegu samfélagi. Hann lokaði sig af í gömlu virki og fæðu var hent til hans yfir virkisvegginn. Þannig lifði hann í tuttugu ár og eins og heilagur Ananíus segir „kom aldrei vatn á líkama hans og aldrei dýfði hann fæti í þann vökva nema Djöflar í ýmsu líki, jafn- vel kvenna, freistuöu hins heilaga manns, frá réttlætinu. (Sami málari — smáatriði úr mál- verki). ítrasta neyð ræki hann til þess.“ Svo fagur var vitnisburðurinn um viljafestu hans. Heilagur Antoníus eyddi síðustu árum ævi sinnar í að kenna og skipuleggja hóp manna sem hafði safnast saman í kringum virkið og þrábeðið hann um andlega leiðsögn og þann- ig er hann talinn faðir munklífis í kristni. Nútíma efasemdarmenn hafa fundið þá skýringu á ofsjónum Antoníusar að þær hafi stafað, annaðhvort eða bæði, af hungri, van- næringu og svefnleysi eða vegna þess að brauðið sem hann át hafi verið mengað svepp sem inniheldur LSD og ætti þá mörg- um gömlum hippanum að fara að renna blóðið til skyldunnar. En þessa sögu sel ég ekki dýrar en ég keypti. Haraldur Ingi Haraldssun 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.