Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 46
VIÐSKiPTI OG FJÁRMÁL segja að eftir áralanga reynslu þá séu Grænfriðungar orðnir miklir kunnáttumenn á sviði áróðursherferða. Þegar þessar að- gerðir eru skoðaðar þá kemur vel í ljós að boðskapurinn til almennings er skýr og ein- faldur. Sömu skiiaboðin eru sífellt endurtek- in og í aðgerðunum er ákveðin stígandi. I fyrstu var reynt að vekja athygli á að herferð- in væri farin í gang en síðan var boðskapnum beint að verslunum og einstaka viðskiptavin- um þeirra. Tesco-verslanirnar voru ekki valdar vegna þess að þær skiptu meira með íslenskan fisk en aðrar verslunarkeðjur, — þær urðu fyrir valinu vegna þess að Tesco- verslunarkeðjan er stærst og því fá árásir á hana mesta umfjöllun fjölmiðla hér í Bret- landi. Einnig virðast þau verslunarútibú sem Grænfriðungar boða til aðgerða við vera í þeim borgarhverfum eða bæjarhlutum þar sem líklegast er að fólk vilhallt Grænfriðung- um finnist. Þeir virðast því ætla að reyna að valda tilteknum verslunarútibúum sem mestum óþægindum í þeirri von að það hafi sem mest áhrif. Annað sem ástæða er til að nefna í þessu samhengi er að með því að benda fólki á að sniðganga eitt tiltekið fisk- framleiðslufyrirtæki og eina tiltekna verslun- arkeðju sneiða Grænfriðungar framhjá þeim vanda sem því hefði fylgt að láta viðskipta- vininn sjálfan forðast íslenskan fisk þegar inn í verslanir er komið. Það hefði að líkindum ekki gengið upp því varla er hægt að greina íslenskan fisk frá öðrum á neytendamarkaði í Bretlandi. Her- ferð þessi er því sniðin með því móti að auð- velt sé fyrir neytandann að taka þátt í henni og markmið hennar er í raun að fá verslanir og fyrirtæki til þess að hætta að skipta við íslendinga. í góðu sambandi við fjölmiðla Grænfriðungar í Bretlandi eru öflug náttúru- verndarsamtök. Þau eru með stóra skrifstofu á tveimur hæðum við útjaðar miðborgar Lundúna og þar vinna yfir tuttugu manns. Þau eru vel skipulögð og hafa góð samskipti við breska fjölmiðla. Uppistaðan í samtök- unum eru þó hverfahóparnir út um allt land, sem sinna fjáröflun og taka þátt í aðgerðum eins og þeim sem nú er beitt gegn íslend- ingum. Það hefur komið skýrt í ljós í þeim viðtöl- um sem tíðindamaður Þjóðlífs hefur átt við talsmenn samtakanna að samtökin hafa þegar varið miklum peningum í aðgerðirnar gegn hvalveiðum íslendinga og lagt í þær mikinn metnað. Því er ljóst að þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að aðgerðirnar hafi áhrif og ef marka má orð Grænfriðunga þá reikna þeir með að þessi herferð standi yfir í a.m.k. eitt til tvö ár. Miklir hagsmunir íhúfi Bretlandsmarkaður er mjög mikilvægur fyrir íslenska fiskvinnslu og eru því umtalsverðir hagsmunir í húfi, hafi aðgerðir Grænfrið- unga einhver áhrif. Sala á ferskfiski af ís- landsmiðum hefur verið jöfn og mikil síðustu árin og eru nú fjögur fisksölufyrirtæki í Grimsby og Hull sem hafa milligöngu um þau viðskipti. Sala á freðfiski til Bretlands hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum, bæði vegna tilkomu fiskvinnslustöðvar í eigu Islendinga í Grimsby og umbóta í sölumál- um. A síðasta ári minnkaði reyndar fiskneysla Breta vegna þess að fiskverð var of hátt og bitnaði sá samdráttur á íslenskum aðilum eins og öðrum. Þau sérstöku vandræði sem Grænfriðungar geta sett íslensku aðilana í auðvelda þeim því ekki róðurinn. Það er ekki um það að ræða að ef aðgerðir Græn- friðunga beri tilætlaðan árangur þá leggist niður eða lamist fiskútflutningur til Bret- lands, heldur hitt að staða íslensku fyrirtækj- anna versnar í samanburði við samkeppnis- aðilana. Slíkt gæti haft áhrif löngu eftir að Grænfriðungar hætta sinni herferð því erfitt gæti reynst að ná fyrri stöðu í sífellt harðn- andi samkeppni. Islenskur fiskur, jafnt freðinn sem ferskur, er orðinn breskum fiskiðnaði mjög mikil- vægur. Aukinn útflutninguríslendingahefur gert það að verkum að framboð af hráefni hefur verið stöðugra en ella og að sjálfsögðu er það vinnslunni þóknanlegt. Sumir breskir viðmælendur tíðindamanns Þjóðlífs í Grims- by og Hull sögðu að breskur fiskiðnaður væri algjörlega orðinn háður fiski af íslandsmið- um. Það er því ljóst að ef herferð Grænfrið- unga nær tilætluðum árangri mun það einnig hafa áhrif á alla fiskvinnslu í Bretlandi. Aust- in Michael, þingmaður Verkamannaflokks- ins fyrir Stór-Grimsby svæðið, benti sérstak- lega á þetta atriði í viðtali við tíðindamann Þjóðlífs. Hann hefur þess vegna sett sig í samband við Grænfriðunga og greint þeim frá áhyggjum sínum. Beri herferð Grænfriðunga einhvern ár- angur má alveg eins búast við því að breskir aðilar reyni að hafa áhrif á íslensk stjórnvöld eins og breska Grænfriðunga. Það fer því ekkert á milli mála að miklir hagsmunir, bæði breskir og íslenskir, eru í hættu ef Grænfriðungum tekst að fá nægjan- lega marga til þess að sniðganga Tesco-versl- anir og Bird’s Eye vörumerkið og þar með setja nægjanlegan þrýsting á viðkomandi fyrirtæki um að hætta viðskiptum við íslend- inga. Samúð með Grænfriðungum Breskur almenningur hefur almennt samúð með málstað Grænfriðunga. Þeir Bretar sem tíðindamaður Þjóðlífs ræddi við voru and- snúnir hvalveiðum og þeim þóttu rök íslend- inga í málinu vera smásmuguleg og kreddu- full. Sumir töldu að með veiðunum væru Islendingar að skemma það orðspor sem þeir hefðu sem náttúruverndarsinnar. Almenn- ingur í Bretlandi er hins vegar oftast annað hvort lítið hrifinn af þeim aðferðum sem Grænfriðungar beita eða hann tekur ein- staka málefni ekki það alvarlega að hann sjái ástæðu til að bregðast við með eins róttækum hætti og yfirleitt er háttur Grænfriðunga. Má búast við að þannig sé þessum málum varið í sambandi við yfirstandandi aðgerðir þeirra gegn hvalveiðum íslendinga. Svarið við þeirri spurningu hvort ástæða sé til þess að óttast aðgerðir Grænfriðunga í Bretlandi ræðst því fyrst og fremst af því hvort þeim tekst að tengja halveiðar íslend- inga við hið hvunndagslega athæfi Breta að fara út í búð og kaupa í matinn. Ásgeir Friðgeirsson/Lundúnum 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.