Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 55
ERLENT Úr flóttamannabúðum í Trípolí 1983. gerðu sig strax heimakomna þegar þeir höfðu sest að. Þeir héldu sínum fyrri lífshátt- um og vildu sem minnst vita af þeim sem fyrir voru í landinu. Það var eins op zíonisminn ætti ekki bara að endurreisa Israel heldur líka að sýna heiminum að gyðingar gætu verið miðevrópskir millistéttarmenn, land- búnaðarsósíalistar í anda Tolstoi eða marx- istar í Asíu, í landi sem hafði verið „vanrækt" um aldir. En það var fólk fyrir í Palestínu. Fram til 1948 áttu gyðingar innan við 7% lands þar. Samt sem áður var Ísraelsríki látið ná yfir 77% af Palestínu, sjálfstætt ríki sem kallað var„ ríki gyðingaþjóðarinnar". Lagt var hald á 40% jarðnæðis strax með einu penna- striki. Síðan voru jarðir í eigu araba smátt og smátt seldar samkvæmt sérstökum laga- ákvæðum um eignir fólks sem var „fjarver- andi“, þ.e. þeirra 780 þúsunda sem flæmdar voru á brott til nágrannalandanna. 160 þús- und Palestínumenn bjuggu áfram í ísrael. Sama sagan endurtók sig svo á herteknu svæðunum, þar er nú búið að taka helming jarðnæðis eignarnámi. Erfitt er að fá bygg- ingarleyfi þar, þróun er bönnuð, ísraels- menn ráða yfir vatni og rafmagni. Afleiðing- in er sú að yfir 15 þúsund Palestínumenn neyðast til að flytja úr landi árlega. I staðinn er stöðugur straumur ófaglærðra Palestínu- manna inn í Israel úr nágrannalöndunum sem enn eykur á vanþróunina á herteknu svæðunum. Nú er talið að Palestínumenn séu um 4,5 milljónir. Þar af er 1,83 milljón (40,7%) ein- hvers staðar í hinni sögulegu Palestínu, 2,6 milljónir (59,3%) annars staðar, flestir í Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi. Meiri hluti þeirra er í Arabaheiminum. Þeir hafa getið sér gott orð í atvinnulífinu, að sögn Saids. Hann bendir á að Palestínumenn eigi flesta langskólagengna í Arabaheiminum miðað við höfðatölu. Þeir hafi víða þótt skara fram úr sem kennarar, læknar, verkfræðingar, verktakar og menntamenn. Said hrósar Yassir Arafat, leiðtoga PLO, fyrir að hafa látið umheiminn taka eftir Pal- estínumönnum þegar fjallað var Miðaustur- lönd almennt, og sérstaklega ísrael. Hann er að mati Saids snillingur í að miðla málum og tengja hina dreifðu hluta í lífi Palestínu- manna. Hann og PLO hafa vakið feikilega athygli, bæði neikvæða og jákvæða, og hlut- verk hans hefur verið að safna saman brot- unum af Palestínu og gera úr þeim eina sam- virka heild. Arafat sýndi fram á að hægt væri að túlka málstað Palestínumanna fyrir um- heiminum og hann hefur skapað tengsl milli ólíkra hópa þeirra á meðal. Auk þess hefur hann fært þeim hugsjón, um að Palestína yrði einn góðan veðurdag heimkynni bæði araba og gyðinga sem lifðu þar í sátt og sam- lyndi og þar sem enginn þjóðfélagshópur nyti sérstakra forréttinda. Lítið hefur þó þokast í átt að þessu markmiði á umliðnum árum. Ef eitthvað er hefur ástandið versnað. Nægir að minna á atburðina í Beirút 1982 sem leiddu til þess að PLO varð að færa bækistöðvar sínar úr borginni. Bók Saids lýkur á eftirmála um fall Beirút með von um að öll þau ósköp leiði mönnum fyrir sjónir að aukið umburðarlyndi og sam- starf komi öllum til góða í þessum heims- hluta, Palestínumönnum, aröbum og ísra- elsmönnum. Þær vonir hafa hins vegar ekki ræst, eins og síðustu atburðir á herteknu svæðunum eru til vitnis um. Árni Óskarsson 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.