Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 56
ERLENT O Símaþjónusta Gulu bókarinnar 62 42 42 Sí Minningin um Chiang Kai-shek er í hávegum höfð. Frá skrúðgöngu á þjóðhátíðardegi Taiwan. Taiwan Öldungarnir falla Lee Teng-Hui varð forseti Taiwan í janúar eftir lát Chiang Ching- kuo, fyrrverandi forseta og sonar ChiangKai-sheks, foringja Þjóðern- issinna. Hinn nýi forseti er fyrsti innfæddi Taiwanbúinn sem kemst til æðstu metorða innan stjórnar Kuomindangsflokksins og stendur frammi fyrir örlagaríkum breytingum í Taiwan. Lee Teng-Hui hagnýtti sér stuðning hinna öldruðu meðlima sem sitja í innsta valda- kjarna Kuomindang sem hefur tögl og hagld- ir í stjórnkerfi Taiwan. Peir kusu hann til forystu í flokknum en í staðinn mæta þeir áformum forsetans ,sem vill losna við þá úr áhrifastöðum. í febrúar samþykkti mið- nefnd flokksins áskorun til öldunganna, sem hörfuðu með stjórn Chiang Kai-shek til eyj- unnar eftir byltinguna í Kína 1949, að segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hver er ástæðan fyrir þessu? Jú, sam- kvæmt yfirlýsingu Wu Pohsiung, innanríkis- ráðherra og fylgismanns hins nýja forseta, er ætlunin að skapa nýja tíma í stjórnmálum Taiwan og koma á stjórnarskrárbundnu lýð- ræði. Stjórnmálaskýrendur eru efins um alvör- una hér að baki en mikilvægar breytingar hafa alltént átt sér stað í alþjóðamálum sem gera tilkall Kuomindangs til þess að vera hin eina lögmæta ríkisstjórn Kína, hálf ankanna- lega. í dag er svo komið að aðeins 22 ríki í heiminum styðja enn kröfu Kuomindan- gsstjórnarinnar til Kína. Lang flest ríki við- urkenna Kínverska alþýðulýðveldið. Enn er þetta þó viðkvæmt mál á Taiwan. Önnur staðreynd blasir líka við. Nú eru aðeins 15- 20% af hinum 19.6 miljónum Taiwanbúa úr hópi þeirra sem flýðu til Taiw- an eftir ósigurinn 1949 eða beinir afkomend- ur þeirra. Hin nýja kynslóð Taiwanbúa lítur söguna öðrum augum og vill byggja sjálfstætt ríki með lýðræðisfyrirkomulagi á eyjunni. Kínverjar vara þó við öllum sjálfstæðisþreif- ingum Taiwanbúa og hóta hernaðarafskipt- um því samkvæmt hugmyndum kommúnist- anna í Peking er Taiwan enn hluti af Kína. Það gæti orðið þrautin þyngri fyrir hina nýju ráðamenn forsetans að ætla að breiða í einu vetfangi yfir völd gömlu þjóðernissinna Chiang Kai-sheks. Á 300 sæta löggjafarþingi Kuomindangs eru aðeins 73 meðlimir sem hafa verið kjörnir til starfa á Taiwan. 227 þingmenn eru öldungar sem fengu sín þing- sæti til lífstíðar á meðan Kuomindangstjórn- in háði enn baráttu sína á meginlandinu á fimmta áratugnum. Á Þjóðarsamkundunni er kýs forseta og varaforseta, eru aðeins 106 fulltrúar af alls 920 meðlimum sem hafa fengið þar inni eftir að Kuomindangstjórnin hörfaði frá Kína fyrir nær 40 árum. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.