Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 60

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 60
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Þeir líta á sig sem riddara hraðbrautarinnar — eða japanska samuraia. Áður en nýr meðlimur er vígður í hópinn þarf hann að ganga í gegnum langan undirbúningstíma. Þannig er tryggt að Englar um allan heim eru steyptir í sama mótið. að Vítisenglarnir verðu frístundum sínum til að hjálpa gömlum konum yfir götu. Bræðralag úr stríðinu Vítisenglarnir eiga rætur sínar að rekja til ársins 1948, en þá var bræðralagið Hell’s Angels stofnað af fyrrverandi hermönnum sem verið höfðu í sprengjudeild með sama nafni. Þegar stríðinu lauk fannst þeim borgaralegir lifnaðarhættir frekar leiðigjarn- ir og þcir söknuðu bræðralags sem þeir höfðu upplifað í stríðinu. Þeir óku í hópum um hraðbrautir Kaliforníu á stórum Harley Davidson vélhjólum, en það var það næsta sem komst minningunni um sprengjuflugvél- ar. Sameiginleg var þeim hugmyndin um frjálst og áhættusamt líf en öryggi þjóðfélags- ins var þeim eitur í beinum. Til að tryggja að allir Englar yrðu ávallt Englar sem treyst- andi væri á undir öllum hugsanlegum kring- umstæðum kröfðust þeir langs reynslutíma- bils áður en aðild fékkst að félagsskapnum. Bræðralagið breiddist út um allan Vestur- heim, frá Alaska til Argentínu og frá Banda- ríkjunum til Ástralíu. Goðsögnin um Vítis- englana óx jafnharðan og gátu þeir að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Goðsögnin fól m.a. í sér hóp eiturlyfjasala á vélhjólum, skítuga og hálfbilaða ofbeldisseggi sem ekk- ert þekktu til ástarinnar nema í formi nauðg- unar. Riddarar hraðbrautarinnar Menn verða ekki Vítisenglar á einni nóttu. Eins og áður var getið er fyrst langur aðlög- unartími í útjaðri bræðralagsins. Menn gegna frekar lítilvægu hlutverki og eru kall- aðir „hangarounds". Þá eru þeir hæfustu valdir úr og kallaðir „prospects". Þeim leyf- ist að bera einkennisklæði Hell’s Angels, en þó án annars bakmerkis en „MC South DK“, þó með sama letri og bakmerki alvöru bræðra. Þeir sem eru í biðstöðu stofna oft eigin klúbba. Nafngiftir þeirra gefa hug- mynd um hugarfarið sem að baki liggur: „Morticians" (Útfararstjórarnir), „Biack Sheep" (Svörtu sauðirnir) eða jafnvel „Filt- hy Few" (Sóðarnir fáu). Nafngiftir og slag- orð þeirra eru yfirleitt á ensku. Þegar allir gömlu félagarnir hafa veitt samþykki sitt er„ prospect" tekinn inn í klúbbinn. Þannig er tryggt að Englar um allan heim séu steyptir í sama mótið. að þeim sé hægt að treysta fullkomlega og að þeir verði félagar um aldur og ævi. Fyrir utan- aðkomandi er erfitt að geta sér til um hvað aðild felur í sér. Þó virðist vera að Englarnir upplifi sjálfa sig sem eins konar riddara hrað- brautarinnar eða eins og japanska samuraia. Deildir Hell’s Angels hafa ýmsum skyld- um að gegna hver í sínu landi. Fyrst og fremst eiga þær að bera höfuð og herðar yfir önnur félög af svipuðu tagi. Yfir þeim á að vera ákveðinn stíll. Þeir mega ekki haga sér eins og óagaðir rónar með ofbeldishneigðir, heldur eins og hópur ærukærra karlmanna — eins og riddarar. „Árið 1977 mynduðu fjórir vélhjólaklúbb- ar bandalag. Þrátt fyrir ólíkan uppruna áttu þeir eina brennandi ósk. Að gerast aðili í hinu alþjóðlega bræðralagi „Hell's Angels MC“. Ferðin var löng og mannfallið mikið. en þeir öðluðust að lokum réttinn til að bera hið eftirsótta merki á bakinu með stolti". Þannig segir Carlo frá, en hann er forseti Hell’s Angels í Danmörku. Danirnir fengu aðild á nýársnótt 1980 í Sviss. í Danmörku eru til fleiri vélhjólahópar en Hell’s Angels. Einn þeirra hefur verið að sperra sig gagnvart Englunum. Heitir hann Bullshit. Englarnir og Bullshit geta báðir státað af sakavottorðum sem hljóða upp á þjófnað. hilmingu, innbrot, að hafa eiturlyf undir höndum, ofbeldi, manndráp. morðtil- raunir svo notuð séu nokkur þeirra nafna sem dómskerfið notar um misþyrmingar og limlestingar á náunganum. Þó er sá munur á að enn sem komið er hefur enginn Engill verið dæmdur fyrir eiturlyfjasölu né ofbeldi á saklausum eftir að hann gerðist Engill. Nú er svo komið að einn Engill hefur verið ákærð- ur fyrir sölu á 4 kg af amfetamíni. Við hús- rannsókn í desember 1987 fann lögreglan 400 g af amfetamíni og hervélbyssur í húsi nokkru þar sem 16 manns voru viðstaddir, þar af 3 englar. Tveimur þeirra var sleppt lausum en sá þriðji bíður nú dóms. Bullshit eru aftur á móti þekktir fyrir hass- verslun og tilviljanakennd ofbeldisverk. Þótt aðrir vélhjólatöffarar séu kallaðir rokkarar borgar sig ekki að ávarpa Englana á þann hátt. Stríð Haustið 1983 féllu fyrstu fórnarlömb stríðsins milli Vítisenglanna og Bullshit. í fullum skrúða óðu fjórir Bullshitfélagar uppi á krám sem Englarnir vöndu komur sínar á. Þetta var brot á samkomulagi sem þeir höfðu gert sín á milli. Englarnir gerðu fjóra menn út af örkinni til að sporna við þessum átroðn- ingi. Þetta endaði í slagsmálum á veitinga- staðnum „Söpromenaden". Tveir menn Bullshit létu lífið og einn stórslasaðist. Þrír Englar voru handteknir og var einn þeirra dæmdur til 16 ára fangelsisvistar. Bræður hvaðanæva að vöktu yfir réttarhöldunum og settu svip á borgina á meðan á þeim stóð. Eftir þetta hafa nokkrir ungir menn úr stuðn- ingshópum Englanna mátt kveðja þennan heim. Tveir forsetar Bullshit og þrír óbreytt- ir félagar ásamt saklausum vegfarenda, sem átti leið framhjá af tilviljun hafa verið skotnir til bana, þar af tveir með vélbyssum. Kvikmynd ekki dagblað Ib Makwarth er danskur kvikmyndagerð- armaður sem þekktur er fyrir heimilda- myndir sem fela í sér þjóðfélagsgagnrýni. Hann hefur m.a. tekið að sér verkefni fyrir verkalýðsfélög. Fer orð af honum sem óháð- um sósíalista. Mynd hans „Hell’s Angels — gægst inn í heim Englanna" (Telefilm, K.höfn 1986) talar sínu máli. „Orðið er einungis gefið félögunum sjálf- unr auk eins sem óskar eftir því að gerast félagi. Hvers vegna er þetta form notað í myndinni?“ „Allir furða sig á þessu. En ég geri kvik- myndir ekki blöð. Þó að myndir mínar séu alltaf pólitískar er kvikmyndagerð ekki sama og blaðamennska. Ég vildi beina hljóðnem- anum að Englunum til að gefa þeim orðið á sama hátt og valdhöfum er gefið það. Meiri hluti fréttamanna beinir hljóðnemanum að valdhöfum", segir Makwarth. „Ég vildi létta af þeim goðsögninni og sýna þá eins og þeir vilja sjálfir vera, eða halda að þeir séu. Samt er eins og fólk einblíni á viðfangsefnið og missi sjónar á innihaldinu". 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.