Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 61

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 61
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL „Eins og þú sjálfsagt hefur getið þér til um, lít ég á Hell’s Angels sem táknrænt fyrirbæri, eins og háifgerða röngu þjóðfélagsins. Danskt þjóðfélag er í upplausn hvað varðar samstöðu manna. Englarnir hafa tileinkað sér hugmyndina um einstaklinginn á móti kerfinu og kerfið tekur þeim fegins hendi sem ímynd óvinarins. Óvinar sem er auð- þekktur og auðgreinanlegur. Hins vegar kemur fólk ekki auga á hinn raunverulega óvin. Sem dæmi má nefna að ef Engill gerir sig sekan um manndráp er hann á forsíðum dagblaðanna í tvær vikur, en ef t.d. Reagan sendir sína menn til að varpa sprengjum á alsaklausar konur, karla og börn vill það gleymast á nokkrum dögum". Konurnar „uppfylling og aukaleikarar“ í kvikmynd Ib Makwarths er aðsetur Vít- isenglanna heimsótt, farið með í ferðalag að sumarlagi. horft upp á slagsmál og kirkju- brúðkaup og komið við í fangelsi. Par situr inni maður sem er í sjöunda himni yfir að fá að afplána 16 ára dóm í sama fangelsi og nokkrir Vítisenglar. Nú þykist hann hafa tækifæri til að sýna hvað í honum býr. „Eins og t.d. þegar kvikmyndatökuhópur- inn var hér á ferð þá sópaði ég klefana þeirra", segir hann. „Vaaá... að sópa gólfin í fangaklefum alvöru Vítisengla." Eitt einkennilegasta atriði myndarinnar er þegar kvenprestur blessar Vítisengil í fullum herklæðum. Þar var um að ræða þrefalt brúðkaup og lá brúðhjónunum við drukknun í blómum og hvítu tjulli. Að öðru leyti eru konur bara með sem uppfylling og aukaleik- arar. „Eingöngu Englar fá orðið í myndinni. En vertu viss um að þeir fara eins með konur sínar og aðrir. Það hefði verið vanmat að spyrja hvort Carlo lemdi konu sína og að sama skapi innantóm staðhæfing að sýna myndir af friðsælu fjölskyldulífi", segir Markwarth. Dóp eða ekki dóp Hell’s Angels hafa oft verið sakaðir um að sjá fyrir sér með eiturlyfjaverslun. Sérstak- lega amfetamíni, en annars konar duft hefur einnig verið nefnt, jafnvel heróín. Þessar ásakanir eða sögusagnir koma frá banda- rísku lögreglunni en danska lögreglan er svo sannfærð um sannleiksgildi þessara upplýs- inga að hún heldur úti sérstökum vinnuhópi sem hefur ekki önnur verkefni en að reyna að negla Englana. Það hefur ekki tekist hing- að til. Hvorki hefur tekist að ákæra né dæma einn einasta „bróður" fyrir eiturlyfjasölu, einungis fyrir að hafa haft eiturlyf undir höndum, en það þykir ekki stórglæpur í Danmörku. Carlo forseti Englanna heldur því fram í myndinni að félagarnir komi ekki nálægt svonefndum hörðum eiturlyfjum. „Það er brottrekstrarsök. Það er ekki hægt að treysta manni sem notar eða er háður heróíni eða öðrum lyfjum. Það er einfalt mál". Atburðirnir í desember gætu þó gert þessi rök Englanna að engu. Þó Englarnir fengjust að einhverju leyti við eiturlyfjasmygl og sölu myndu þeir auð- vitað ekki svara spurningum þar að lútandi játandi. Staðreyndin er einungis sú að eng- inn þeirra hefur hlotið dóm. Dönsku blöðin og á það við um þau öll, skrifa þó eins og það væri sannað mál að Hell’s Angels séu eitur- lyfjasalar. Skátafélag í anda John Wayne Umrædd kvikmynd fjallar um ýmsar hlið- ar í lífi Englanna. Þeir gera áberandi yfir- vegað grein fyrir heimssýn sinni og komast oft vel að orði. Þeir iðrast einskis. Eiginlega er tónninn frekar rómantískur jafnvel þegar talið berst að dauðanum, bæði þeirra eigin og annarra. í sjónvarpsviðtali var forsprakki þeirra spurður um álit þeirra á konum. Fyrst svaraði hann í gamni að þeir elskuðu konur en varð fljótt alvarlegur og sagði að þeir virtu konur sínar mikið. Þær þyrftu að sjá á bak mönnum sínum út í óvissuna og iðulega lægju þær undir sæng á næturna án þess að vita hvort búið væri að drepa hetjuna þeirra. Hamingjuna er að finna í órjúfanlegu bræðralagi og í vindinum sem blæs í gegnum hárið á fögrum sumardegi. Það má m.a.s. líta á þá sem skemmtilega stráka. Þeir eru að mörgu leyti eins og allir aðrir, á meðan þeim er ekki troðið um tær. Tær Englanna geta verið viðkvæmar og þeir ákveða sjálfir hvenær á þeim er troðið og hversu sárt það er. Ef að einum bræðranna er vegið varðar það þá alla. Þeir minnast á að þeir vilji fá að vera í friði á götunni, — hver skilur það svo sem ekki? Bræðralag þetta hefur svipuð einkenni og stríðsbandalag, traust skátafélag eða frímúrarareglan. Ef lit- ið er á þá í stærra samhengi eru Englarnir þó léttvægur hópur. Lögreglan hefur á þeim vakandi auga og þeir hafa hvorki völd né ítök sé miðað við frímúrarana. í klúbbhúsi Englanna ber fyrir augu rauðviðarklædda veggi, leðursófa og Hell’s Angels minjagripi af ýmsu tagi, hauskúpur af kúm, langhyrndum að sjálfsögðu, skartgripi sem minna á víkinga o.s.frv. Því er lýst sem mikilli breytingu í lífi einstaklings að ganga í bræðralag Vítisenglanna. Ib Makwarth segir frá því hvernig hann upplifði „prospect", sem var tekinn í félagið. „Fyrstu mánuðina var ekki talandi við hann. Síðan breyttist öll framkoma hans, hann fór að hafa meira taumhald á sér og haga sér á ákveðinn hátt. Ég er ekki að mæla aðferðum Englanna bót, en aðrir vélhjóla- töffarar eru rokkarar en Hell’s Angels eru Hell’s Angels". „Það er ólýsanlegt hvaða þýðingu það hef- ur að vera Vítisengill. Ég hafði ákveðnar væntingar, en raunveruleikinn er miklu merkilegri en mínar væntingar", segir ný- bakaður Engill.,, Nú á ég vini um allan heim, ég get farið hvert sem ég vil ef ég á fyrir farinu. Þegar ég er kominn á áfangastað sjá vinirnir fyrir mér". Menn drepa menn Að sjálfsögðu fjallar myndin að nokkru leyti um blóðugt stríð Englanna og Bullshit. Hvers vegna er nauðsynlegt að verja eitt- hvert ákveðið afmarkað svæði með ofbeldi og morðum? Enginn Englanna vill viður- kenna að hafa staðið að baki morðum að yfirlögðu ráði á forsprökkum Bullshit-hóps- ins. Engillinn Jönke er eftirlýstur vegna morðs á fyrrum forseta Bullshit, Herbert „Makrellen“ Knudsen. Jönke skrifaði bók sem heitir „Jönke — mit liv“ (Tiderne Skift- er, K.höfn 1986), en þar er m.a. smásaga sem lýsir einmitt þessu morði. Að sögn Englanna er sú saga einber skáldskapur. Þeir menn sem dæmdir voru fyrir drápin á „Söpromenaden” haustið 1983 standa þó við gerðir sínar: „Ef ég iðraðist, hlyti ég einnig að iðrast þess að hafa gerst Vítisengill", segir Blondie, en hann hlaut 16 ára fangelsisdóm. Hann skilur ekki harða afstöðu þjóðfélags- ins: „Því fyllist fólk skelfingu þegar það heyr- ir um aðferðir okkar? Fólk sem kýs yfir sig stríðsbrjálaða NATO-sinna. Þeir sem völdin hafa í heiminum drepa þúsundir manna, al- saklausar konur og börn, en fólk áfellist okk- ur. Svona hefur þetta alltaf verið, — menn drepa menn“, segir hann hissa. Englarnir nota alltaf dönsku á nafngiftinni Bullshit, vel vitandi hvað það hljómar kát- broslega: „Stríðið við Kúadellurnar á sér stað vegna þess að þeir hafa ekki þroska til að standa við það samkomulag sem þeir hafa gert. Þeir komu beinlínis til að angra fólk á okkar stöðum. Það er nóg pláss fyrir alla. Það verður hver að hafa sitt umráðasvæði. Þeim tekst ekki einu sinni að halda friðinn við nágranna sína“, segir Blondie og á þá við ástandið í Kristjaníu. Bullshit hafa lengi haft yfirráð yfir stærsta hluta hassmarkaðarins þar á bæ og verið með ýmsan yfirgang. Að lokum gekk framkoma þeirra fram af íbúum Kristjaníu sem héldu fund með rokkurun- um, skömmuðu þá og hótuðu að útiloka þá frá svæðinu ef þeir sæju ekki að sér. íbúarnir sýndu fram á hvernig það væri hægt ef viljinn væri fyrir hendi. Skemmst er að minnast þegar íbúar Kristj- aníu flæmdu neytendur og sölumenn svo- kallaðra harðra efna frá staðnum þrátt fyrir takmarkaðan áhuga lögreglunnar á sam- vinnu. Eiturlyfjasjúklingum var gefinn kost- ur á meðferð, ella skyldu þeir hverfa á brott. Síðan hafa þessi efni ekki fundist í Kristjan- 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.