Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 64

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 64
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Fyrsta lögreglumanninum sem kom á vett- vang og spurði hvað væri hér á seyði, var eins og vegfarendum rétt flugblað þeirra til lestr- ar, sem hann sökkti sér niður í! Sama gerði vaktmaður bankans, sem fékk flugblaðið í gegnum gatið á rúðunni. Hvorki valdsmennirrnir né bankamenn- irnir vissu hvernig þeir áttu að taka þessu; þetta kom ekki heim og saman — en mörg- um vegfarendum var skemmt. Ein gömul kona sem gekk hjá sagði: „Gott hjá þeim!“ Um síðir voru þeir þó færðir á brott í lög- reglubíl, brosandi. Sama kvöld var þeim sleppt, þrátt fyrir yfirlýsingu þeirra að þeir hygðust halda áfram sams konar aðgerðum allt til jóla. Þeir létu fjölmiðla vita að næsta takmark þeirra væri banki í miðborg Uppsala. Frá Dómkirkjunni í Uppsölum héldu þeir að SE-bankanum þar skammt frá. Peim til mikillar furðu var engin lögregla nærri. Peir ávörpuðu fólk fyrir utan bankann og réttu því flugblöð sín, bentu á að innan fárra mín- útna myndu þeir brjóta rúðu í þessum banka. Aftur þurftu þeir að bíða eftir lögreglunni og það sama gerðist á ný; að lokinni skýrslutöku var þeim sleppt. Að brjóta rúðu (var þeim sagt) væri í sjálfu sér ekki refsivert með varð- haldi eða fangelsi — aðeins skaðabótakrafa kæmi til greina. Prátt fyrir „vonbrigði" þeirra var ekki annað að gera en að standa við fyrri yfir- lýsingar; halda áfram, allt til jóla og brjóta bankarúður svo lengi sem þeir gengu frjálsir um í þjóðfélaginu. Þeir fóru aftur til Stokk- hólms, að sama banka og á föstudeginum. í þetta sinn brutu þeir ekki eina rúðu heldur allar þrjár stóru rúðurnar sem eftir voru á framhlið bankans. Nú voru þeir ekki aðeins Fyrirframan SE-bankann. handteknir heldur settir í einangrun og sagt að réttarhalda væri að vænta. Strax þann 7. desember var réttað yfir þeim. Voru þeir dæmdir til tveggja mánaða fangelsisvistar. Anders og Boudewijn hafa áfrýjað dómn- um. Ástæðan er sú að dómurinn byggist á þeirri túlkun á verknaðinum að hann sé „gróft skemmdarverk" (á ensku kallast það „malicious damage"). Slík eyðilegging er skilgreind sem verknaður framinn af „illsku" og öðrum neikvæðum hvötum. En „Friends" standa fastir á því að verknaðurinn sé fram- inn af kærleika; sem hluti af óloknum verk- efnum Jesú. Okkar kynni af vinunum Fyrstu kynni okkar af „Friends" áttu sér stað fyrir rúmu ári. Kvöld nokkurt seint í nóvem- ber heyrðist smellur í bréfalúgunni. Þá þegar — eftir nokkurra mánaða búsetu í Svíþjóð — var endalaus útburður auglýsingabæklinga orðinn leiðigjarn en í þetta sinn voru þar engin gylliboð og kjarakaup í boði. Heldur fjórblöðungur frá einhverjum sem kölluðu sig „Friends" og boðuðu aðgerðir gegn stór- bönkunum. Á forsíðunni gat að líta brjóst- mynd af Jesú, við vanga hans kross á hvolfi með merki anarkista í miðju krossins. — Kristnir anarkistar! Gaman vœri ad athuga slíktfólk nánar. í þessu fyrsta dreifiriti „Friends" var vakin athygli á fyrirhugaðri aðgerð: 1. desember 1986 var ætlunin að bera kross, „skulda- krossinn", frá Stórkirkjunni í Stokkhólmi að Ríkisbankanum. Pví var jafnframt lýst yfir að þetta væri aðeins upphaf aðgerða sem miðuðu að því að frelsa heiminn undan oki skuldabyrðarinnar. í þessu dreifiriti er að finna óvenjulegan samruna af pólitík og trú; gagnrýni á bankana og peningavitfirringuna, og kærleiksboðskap í anda Jesú Krists. Gagnrýnin er studd ítarlegum upplýsing- um um ástand peningamála í Svíþjóð og heiminum almennt. Þessar tölur styðja þá fullyrðingu að peningakerfið — bankarnir — beri höfuðábyrgðina á þeim hörmungum sem heimsbyggðin líður. Á hverri mínútu: * þarf að afla tveggja milljóna dollara til að standa straum af 5% vöxtum af allri heimsskuldinni * er einni og hálfri milljón dollara eytt í víg- búnað * renna 60 nýir bflar af færiböndum bíla- verksmiðjanna * deyja 30 börn af völdum hungurs og nær- ingarsjúkdóma * er 30 hekturum af skógi eytt í algeru tillits- leysi „Á hverri mínútu verður stöðugt minna rými fyrir þá sem vilja gefa frjálst, deila með sér og vinna eingöngu fyrir kærleikann. Því æ fleiri (þvingaðir af peningaviðskiptum ann- arra) draga þá ályktun að einnig þeir verði að 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.