Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 65

Þjóðlíf - 01.04.1988, Blaðsíða 65
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL vinna eingöngu peninganna vegna — og að þessi hórdómur sjálfsins sé raunverulegur til- gangur lífsins. Pannig að með hverri mínút- unni vex hið ómannlega. En með hverri mín- útunni eykst einnig þráin, að minnsta kosti hjá einhverjum hluta mannkyns, að segja af- gerandi: „NEI" við peningavitfirringunni." Stemmningin í þessu flugriti var dálítið sérstök og við skrifuðum þeim til að fá að vita meira. Fljótlega eftir áramótin bárust okkur ný skilaboð frá „Friends". í þetta sinn létu þeir vita af aðgerð sem Anders og Boudewijn framkvæmdu í Lundi skömmu fyrir jólin: Síðdegis föstudaginn 19. desember (1986) brutu þeir rúðu (í fyrsta sinn) í PK-bankan- um, algerlega fyrir „opnum tjöldum". Inn- andyra fagnaði bankinn tíu ára afmæli sínu; bauð viðskiptavinum sínum upp á glögg, pip- arkökur og allt að 45 þúsund (sænskra) króna skyndilán — afgreitt samdægurs og án ábyrgðarmanna! En fyrir utan munduðu þeir sleggjuna og létu höggið ríða af í viðurvist nokkurra blaðamanna. Þeir voru handjárn- aðir fyrir aftan bak, teknir „upp á stöð“, en sleppt síðar um daginn. Þá létu þeir þau boð út ganga að þeir ætluðu sér að halda sams konar aðgerðum áfram allt til jóla; „Við vilj- um frekar halda jólin í fangelsi en að ganga um, frjálsir ferða okkar, í þjóðfélagi sem lætur sig í engu varða peningavitfirringuna og þá þjáningu sem henni fylgir; andlega þjáningu hinna ríku og líkamlega þjáningu þeirra fátæku". Þeim varð að ósk sinni þegar þeir ætluðu að endurtaka aðgerðina þrem dögum síðar. Við SE-bankann í Lundi voru þeir hand- teknir. Þeir héldu jólin í fangelsi; voru þar samtals átta daga. Það rignir glerbrotunum. Endalok vestrænnar siðmenningar — Jesús — Anarkí — Um hádegisbilið 3. febrúar var svo bankað upp á hjá okkur. Fyrir utan stóð fullorðinn maður, örugglega um fimmtugt, lágvaxinn, þybbinn, með grátt mikið skegg og hvítt sítt hár í kringum skallann — föðurlegur! Hann kynnti sig: „Boudewijn Wegerif frá Friends". — Úff, er þetta einn af þessum? Sem sest upp á mann ef maður sýnir honum áhuga; einn af þessum gestum sem aldrei fara? Áður en við vissum af var hann sestur til borðs með okkur og samræðurnar snerust strax að peningum; skuldum, bönkum, arð- ráni og mannlegri þjáningu. Þegar við létum í ljós undrun okkar á vitneskju hans og kunn- áttu á tölum og efnahagsskýrslum sagði hann okkur frá fyrri störfum sínum í Suður-Afr- íku. Þar var hann deildarstjóri hjá stórum blaðahring og ritstjóri efnahagsárbókar iðn- aðarins í nokkur ár, allt fram til þess tíma er honum var vísað úr landi árið 1971 vegna pólitískrar afstöðu sinnar og viðhorfa til stefnu stjórnvalda í kynþáttamálum. — Maðurinn er forvitnilegur — Boudewijn sagði að heildarskuldir heims- ins séu nú sem samsvarar 200 þúsund íslensk- um krónum á hvern jarðarbúa og það er auðvelt að gera sér í hugarlund hversu mikla vinnu (verðmætaframleiðslu) hver og einn þarf að sinna, til að standa skil á þessari skuld og þóknast lánadrottnunum. Þessar skuldir hafa forgang í efnahagsmálum heimsins; allt snýst nú um þessar skuldir og að fullnægja kröfum þeirra sem „eiga“ þær. Því er hvergi hægt að vinna á heilbrigðan hátt að skógarhöggi, landbúnaði, fiskveiðum, námugreftri eða annarri verðmætasköpun. Og meðan svo er, verður ógerningur að end- urskipuleggja þjóðfélagið og efnahagskerf- ið; draga úr framleiðslu og notkun á olíu, bílum, vopnum og kemískum efnum. En ein- mitt niðurskurður á þessum sviðum er bráð- nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hrun á vistkerfinu og afgerandi breytingu á veður- fari — og þar með endalok siðmenningarinn- ar. — Úff, úff, úff; svart, svart, svart! Við sem vorum svo „high“ yfir nýja litla barninu okkar, að fá svona dembu yfir okk- ur. En maðurinn var engu að síður skemmti- legur (og húfan hans frábœr) svo að við vor- um löngu hœtt við að henda honum út. — Boudewijn hellti ekki aðeins yfir okkur tölum og skelfingu. Hann talaði einnig um Jesúm; um þann veg sem hann vísaði. Sá vegur þýddi ekki að maður þyrfti að játast einhverri kirkjudeild eða söfnuði. Raun- verulega kristinn maður er sá sem er reiðu- búinn að fórna sjálfum sér fyrir aðra, þráir paradís, tekur Jesúm af fullkominni alvöru; er fátækur, sorgbitinn, hógvær, hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, er miskunnsamur og sætir jafnvel sakir þessa, ofsóknum. Það sem Jesús fjallar um er kærleikur, fórn og trú. Kærleikur hans var til guðs og réttlæti guðs, 65 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.