Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 12

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 12
INNLENT í förmeðGrænfriðu WHAIES Grænfriðungarnir voru margir hverjir reyndir fjallgöngumenn og mátti sjá það af tilþrifum þeirra í vaðinu og á bómunum. Það var hringt í mig síðla dags 9. júní og ég beðinn að koma til Glocester-borgar í Mas- sachusettsfylki í norðausturhorni Bandaríkj- anna. Það var einn af forystumönnum Grænfriðunga í Bandaríkjunum sem hringdi, og sagði hann að merkilegra tíðinda væri að vænta í Glocester. Ég dreif mig af stað og var kominn til hafnarborgarinnar eftir tæpra þriggja stunda akstur. Á hóteli í bænum hitti ég Grænfrið- ungana, sem voru á þriðja tug talsins. Þetta var ungt fólk á aldrinum 20 til 35 ára, sum þeirra greinilega í mjög góðri líkamsþjálfun, önnur feit og pattaraleg. Þetta voru hvorki úfnir hippar né sléttgreiddir bísnissmenn. Fremur var þarna samankominn hópur dæmigerðra Bandaríkjamanna, frjálslega og snyrtilega klæddir og vingjarnlegir í viðmóti. Ég ræddi við nokkur þeirra þarna um kvöldið, og var mér sagt að í morgunsárið væri von á Jökulfellinu til Glocester, það flytti frystan fisk frá Sambandinu og stæði til að hindra löndun svo lengi sem unnt væri. Fólkið talaði saman í hálfum hljóðum og gekk hljóðlega um, þau vildu ekki vekja at- hygli á sér — hún yrði næg þegar mótmæla- aðgerðirnar hæfust. Elizabeth Stevens sem er 31 árs gömul sagðist hafa stundað fjallgöngur undanfarin 8 ár, og nú hyggðist hún nýta sér þá reynslu um borð í Jökulfellinu. Elizabeth sagðist hafa yfirstjórn á mót- mælaaðgerðum Grænfriðunga í norðaustur- hluta Bandaríkjanna. Ég spurði hana grannt um afstöðuna til hvalveiða. Hún sagði að hvalastofnarnir væru í útrýmingarhættu, það yrði að stöðva hvalveiðar algjörlega og hún vonaðist til að hvalveiðibannið yrði fram- lengt eftir 1990. Hún sagðist telja að íslend- ingar ættu engan rétt á að veiða hvali. Erik Johnson kvaðst mundu klífa um borð í Jökulfellið um morguninn og tók undir orð Elizabeth. Hann sagðist vera nýfluttur til Boston, þar sem hann sæi um að skipuleggja aðgerðir Grænfriðunga gegn þeirri iðnaðar- mengun sem ylli súru regni. Tom Ricard sagðist hafa stundað fjallgöngur hátt á annan áratug. Um morguninn ætluðu átta manns að fara um borð í Jökulfellið, allt þrautþjálf- aðir klifrarar. Þau voru spennt fyrir því að reyna sig um borð í fraktskipi, hlakkaði til en gerðu sér jafnframt grein fyrir hættunum, til dæmis þegar reynt yrði að ná þeim niður úr vígjunum í skipinu. Það kom í ljós að allt fólkið á hótelinu 12

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.