Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 13
INNLENT ngum ✓ Jón Asgeir Sigurðsson fylgdist innanbúðar með aðgerðum bandarískra Grœnfriðunga þegar þeir hertóku Jökufellið: þarna í Glocester var í fullu starfi hjá sam- tökum Grænfriðunga, annaðhvort á prós- entum við það að safna peningum, rann- sóknarstörf eða að skipuleggja mótmælaað- gerðir. Flest voru búsett á austurströnd Bandaríkjanna, þar á meðal í höfuðborginni Washington. Nokkrir voru með háskólapróf í líffræði eða félagsvísindum. Ýmsir sögðu sögur af svaðilförum við klifur upp skýja- kljúfa til að koma fyrir mótmælaskiltum eða hlekkja sig fasta, eða við önnur mótmæli gegn mengun. Einhver minnti á að Græn- friðungar væru „neptúnsk'* samtök, þau hefðu alla tíð lagt megináherslu á það að vernda lífríki sjávar. Um miðnættið gengu menn til náða, lágu á gólfum og í rúmum á nokkrum samliggjandi herbergjum. Campbell Plowden, sem ásamt Randy Jones stjórnaði aðgerðunum, ræsti mig tveimur tímum áður en von var á Jökul- fellinu. Þá voru Grænfriðungar komir á stjá og voru að gera klárt í bátana. Þeir höfðu flutt fimm gúmbáta í stórum flutningabfl til Glocester og voru að ræsa utanborðsmótor- ana. Síðan var siglt niður eftir ánni sem hót- elið stendur við og haldið út á höfnina í Glocester. Grænfriðungar höfðu fylgst með ferðum Jökulfellsins og vissu að ekki væri ætíð staðið við tímasetningar. Þeir vildu ekki missa af skipinu, svo að það var beðið rúmlega klukkustund í höfninni. Á meðan fylgdist njósnahópur með ferðum skipsins á ytri höfninni og var í talstöðvasambandi við gúmbátamenn. Skipuleggjendur höfðu fylgst með skip- inu, þegar það hafði áður komið til Glocest- er og séð hvernig áhöfnin reisti bómurnar á Meðferðis voru stórir mótmælaborðar gegn innflutningi á íslenskum fiski meðan á hvalveiðum stæði. skipskrönunum tveimur áður en lagst var að bryggju. Ætlunin var að taka kranana tvo traustataki, læsa uppgönguleiðum, festa fjallgönguvaði á milli bómanna og hanga þannig yfir lestum Jökulfellsins. Með því móti yrði ógerlegt að skipa upp úr lestum skipsins. Um morguninn höfðu nokkrir liðsmenn bæst við, þar á meðal gamalreyndur Græn- friðungur, Flip að nafni. Hann hafði stjórnað fjölmörgum aðgerðum á austurströndinni, þar sem aðallega var ráðist á gúmbátum gegn mengun frá iðnverum. Læðast Grænfriðung- ar í skjóli nætur og troða töppum upp í túlann á ræsum til þess að hindra að mengandi frá- rennsli komist í vötn og hafið. Flip minnti helst á herforingja þegar hann spurði grimmt um stöðu undirbúnings skipstökunnar og gerði ýmsar athugasemdir, sem voru þegar í stað teknar til greina. Mér varð smám saman ljóst að þarna voru að verki einarðir, harðskeyttir atvinnumenn sem undirbjuggu aðgerðirnar af kostgæfni. Campbell lagði reyndar áherslu á það, að þau mundu forðast að meiða menn eða valda skemmdum á eignum. Átta manns færu um 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.