Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 31

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 31
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Vísað aftur í dauðann af íslenskum stjórnvöldum Hún sagði mér, að ég væri fyrsti íslendinpurinn, sem hún hefði hitt í fímmtíu ár. Síðan í maí 1938. Þá sá hún Island síðast. Hún sagði mér einstæða sögu sína og dró hvergi undan. Smávaxin kona, fíngerð; andlit hennar markað reynslu og lífsþekkingu. Hún talaði hægt og yfirvegað og eiginlega kom það mér á óvart, að tilfinningar skyldu aldrei koma henni úr jafnvægi. Margt í frásögn hennar hlaut að valda henni þjáningu, sem víst er, að við hin getum ekki skynjað. Því hversu fjarlæg er okkur ekki sú tilhugsun, að vera útlæg ger úr eigin samfélagi, dæmd öðrum mönnum verri, dauðasek fyrir það eitt að teljast af einum kynþætti en ekki öðrum? Olga Rottberger er nú 79 ára aö aldri. Hún er gyðingur og af ungverskum og tékknesk- um ættum, en fædd í Þýskalandi. Árið 1935 varð hún að flýja heimaland sitt vegna of- sókna nasista. Hún leitaði hælis á íslandi ásamt fjölskyldu sinni og bjó þar fram í maí 1938. Þá var henni vísað úr landi og hún flutt nauðug í skip með lögregluvaldi, ásamt manni sínum, Hans Rottberger og börnum þeirra tveimur, eins og tveggja ára. Rottberger-hjónunum tókst að komast til Danmerkur, þar sem hún fékk hæli eftir að henni var vísað frá íslandi. Haustið 1942, þegar nasistar höfðu hafið skipulegar of- sóknir á hendur gyðingum í Danmörku, tókst þeim síðan naumlega að komast undan í fiskibáti til Svíþjóðar, en urðu að skilja börn sín, sem þá voru orðin fjögur, eftir. Hans og Olga Rottberger fluttust aftur til Þýskalands 1955 og settust að í borginni Konstanz við Bódenvatn, syðst í landinu. Hans Rottberger lést fyrir fimm árum, en Olga býr enn í Konstanz. Ég hitti Olgu Rottberger að máli á heimili dóttur hennar hér í Freiburg, þar sem hún dvaldist um stundarsakir í júnímánuði síð- astliðnum. Einstæð frásögn hennar fer hér á eftir: 31

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.