Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 38

Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 38
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Stéttaskipting er orsök kynþáttafordóma Kynþáttafordómar er nokkuð sem Islendingar sjá gjarnan í fari annarra þjóða og telja ekki til staðar hér á landi. Það er auðvelt að halda slíku fram og erfitt að hrekja það enda má segja að hér sé aðeins einn kynþáttur og því reynir ekki svo mjög á umburðarlyndið. í Bretlandi reynir aftur á móti á umburðarlyndið og það oft á dag. Þar sýður líka uppúr og frægar eru óeirðirnar í Brixton-hverfinu í Lond- on 1981. Rætt við ritstjóra Race Today Brixton-hverfið var á þeim tíma fátækra- hverfi hvar litir íbúar voru í miklum meiri- hluta. Yfirvöld hafa haldið því fram að það hafi og verið kynþáttaátök sem hafi verið kveikja að uppþotunum, en staðreyndin er sú að það var fólk af öllum kynþáttum sem stóð í framlínu baráttunnar gegn lögregl- unni, enda var fólk að mótmæla atvinnu- leysi, fátækt og vonleysi, ekki síður en kyn- þáttakúgun lögreglu og annarra yfirvalda. I dag er Brixton-hverfið breytt, enda hafa stjórnvöld veitt miklu fé í að „hreinsa" hverf- ið, rífa gömul hús og reisa ný, til þess að sýna fram á árangur í baráttunni gegn fátæktinni og atvinnuleysinu. Þú getur gengið eftir Ra- ilton Road, sem liggur í gegn um Brixton, og ímyndað þér að þú sért staddur í þrifalegu miðstéttar íbúðahverfi. Þegar gengið er eftir hliðargötunum kemur þó í ljós að það hefur í raun ekkert breyst. Andlitslyftingin hefur aðeins orðið til þess að vandamálið hefur fært sig um set, það er engu minna en áður. í Brixton eru skrifstofur blaðsins Race Today, sem er eitt merkasta málgagn litra íbúa Bretlands. Leila Hassan er ritstjóri blaðsins og blaðamaður átti tal við hana fyrir nokkru. Race Today er samvinnufélag lits fólks af ýmsum kynstofnum, sem á það sameiginlegt að vera ættað úr einhverri fyrrum nýlendu Breta; Afríku, Asíu eða Karabíahafi. Starfið snýst aðallega um það að gefa út blaðið Race Today, sem byggir á sósíalískum grunni, og ritlinga sem segja frá hlutskipti litra í Bret- landi og víðar. Einnig starfar innan sam- vinnufélagsins hópur sem sér um listsýningar og ljóðalestur á almannafæri og aðrar upp- ákomur sem tengjast því að gera fólki ljós uppruni sinn og sá menningararfur sem ligg- ur að baki hinum ýmsu kynþáttum. Allt starf samvinnufélagsins markast af pólitískri af- stöðu þess, sem er eindregin og ákveðin. Race Today var stofnað 1975 og hefur mjak- ast á þeim tíma úr einu herbergi í þriggja hæða fimm herbergja hús í Brixton. Blaðamaður kemur á skrifstofu Race Today á versta tíma, enda er verið að leggja síðustu hönd á næsta blað. Leila býður þó blaðamanni til sætis og honum er borið te. Þó allt sé í hers höndum og blaðið á síðasta snúning, gefur Leila sér tíma til að spjalla við blaðamann og hún lætur reyndar sem hún hafi nógan tíma til alls. Race Today hefur varið síðustu þrettán árum til að berjast gegn kynþáttafordómum í Bretlandi. Hvernig hefur sú barátta gengið og hverju hefur hún skilað? — Barátta okkar felst ekki beint í því að dreifa upplýsingum gegn kynþáttafordóm- um, eða að halda fjöldafundi beint í því markmiði. Það er frekar að við séum að vekja athygli á því að litir íbúar Bretlands hafa skoðanir og að þeir eru ekki sammála þeim hömlum sem þjóðfélag hvítra setur þeim. Race Today er því málgagn þeirra sem vilja breyta þjóðfélaginu um leið og við vekj- um máls á því að innflytjendurnir eiga sér sinn menningararf. — Sem stendur er sá menningararfur að taka miklum stakkaskiptum og hann er einn- ig að taka við miklum áhrifum frá hvítri menningu. Það er þriðja kynslóð innflytj- enda sem er að skapa eitthvað nýtt úr því sem til staðar er. — Gott dæmi um það er tónlist fólks af asískum uppruna, en í þeirri tónlist sem verður til hjá þeim í dag eru mikil áhrif frá rokktónlist, auk þess sem tæknin sem þeir hafa aðgang að gefur þeim ýmsa möguleika. í myndlist er sama upp á bátnum, því það lita myndlistarfólk sem mest kveður að í dag hefur flest lært í breskum myndlistarskólum og þau áhrif sem það verður fyrir þar bland- ast áhrifum frá Afríku, Asíu eða Karíbahafi. Mörgum hvítum finnst það sem þetta fólk er að gera mun áhugaverðara en það sem hvítir 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.