Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 41

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 41
MENNING Þóra elti þjóð- skáldið / Astarraunir Þóru Torfadóttur sem vildi fá Jónas Hallgrímsson til fylgilags við sig. Áður óbirt skjöl komin í leitirnar. Atti Jónas afkomendur í Reykjavík? Jónas Hallgrímsson stóð í ströngu. Teikning: Hallgrímur Helgason. Ástarævintýri Jónasar Hallgrímssonar hafa löngum verið síðbornum mönnum íslenskum umhugsunarefni eins og reyndar samtímamönn- um hans. Flestir þekkja ævintýrið um Þóru Gunnarsdóttur, sem sagt var að hann orti um Ástarstjörnu yfir Hraundranga eða Ferðalok eins og kvæðið heitir. Enn fremur hefur verið fjallað um ævintýr hans með Kristjönu Knudsen í Landakoti. En færri vita um konuna sem elti hann á röndum í Reykjavík á árunum í kringum 1840, Þóru Torfadóttur og kæru Jónasar og áminningu sem hún fékk. Sú var sögn á hinni öldinni í Reykjavík að Torfi prentari sonur Þóru væri sonur Jónasar. Hann á marga núlifandi afkomendur. Segir gerr af þeim: Margir hafa staldrað við neðanmálsgrein í Dægradvöl Benedikts Gröndals Sveinbjarn- arsonar þar sem segir frá því að íslendingar í Kaupmannahöfn hafi strítt Jónasi Hall- grímssyni á meintu kvennafari hans í Reykjavík. En gefum Gröndal orðið: Það mun hafa verið um þetta leyti, sem ís- lendingar í Höfn (eða Konráð) ortu þetta um Jónas: „Keitu freyddi froðan rík fuglamanns úr höfði, situr hann greiddur seims hjá brík sorgum sneyddur í Reykjavík.“ 39

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.