Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 18

Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 18
INNLENT Synjað um aðgang að opinberum skjölum Hrafn og Illugi Jökulssynir, höfundar bókar um íslenska nasista fá ekki aðgang að skjölum utanríkisráðuneytis um íslenska strfðs- glcepamenn. — Hafa fengið hótun um lögbann! Hrafn og Illugi Jökullssynir eru um þessar mundir að leggja síðustu hönd á bók, sem koma á út nú í haust. Þar er sagt frá íslensk- um nasistum, hérlendis og erlendis, bæði ís- iensku þjóðernishreyfingunni á fjórða ára- tugnum, og hins vegar nokkrum Islending- um, sem voru í þjónustu nasista á styrjaldarárunum, einkum í Noregi og Dan- mörku. Þegar hefur höfundum bókarinnar verið hótað lögbanni vegna útkomu hennar og að auki hefur þeim verið synjað um að- gang að opinberum skjölum, varðandi ís- iendinga, sem dæmdir voru vegna stríðs- glæpa og samvinnu við nasista. „Við fórum fram á að fá aðgang að skjöl- um í vörslu Utanríkisráðuneytisins vegna nokkurra íslendinga, sem voru í þjónustu Þjóðverja á þessum árum. Full þörf er á því að draga þessi skjöl fram í dagsljósið svo unnt sé að segja söguna til hlítar. Við vitum ekki nákvæmlega hvað stendur í skjölunum, en höfum þó vissu fyrir því, að þetta eru bréfa- og skeytasendingar milli ríkisstjórnar- innar, utanríkisráðuneytisins og sendiráða Islands erlendis. Eitthvað er einnig um bréf til manna hér heima. Þegar við snerum okkur til utanríkisráðu- neytisins og töluðum við þá Helga Ágústsson skrifstofustjóra og Hannes Hafstein ráðu- neytisstjóra, þá fengum við þau svör að skjöl, sem „vörðuðu pesónulega ógæfu ein- staklinga yrðu ekki látin út úr ráðuneytinu um alla eilífð“, eins og Hannes sagði orðrétt. Nú er það hins vegar svo, að þessi skjöl varða ekki bara persónulega ógæfu einstak- linga. Þau varða verk vissra manna í útlönd- um, sem voru svo víðtæk, að ekki er hægt að tala um persónulega ógæfu. Þessi röksemd er helber fyrirsláttur. Svo nánar sé greint frá þessum skjölum, þá voru í stríðslok, nokkrir íslendingar settir í varðhald í Danmörku og Noregi. íslensk stjórnvöld beittu sér af miklum þunga í því að fá þessa menn lausa. Gilti þar einu hvar mennirnir voru sakaðir um. Raunar fékk einn mannanna dóm í Noregi. Tuttugu ára þrælkunarvist. Stjórnvöld virðast hafa lagt mikla áherslu á að fá hann lausan, því nokkr- um mánuðum eftir að dómurinn var kveðinn upp kom hann til íslands. Við vitum ekki nákvæmlega hvaða stjórn- málamenn þessa tíma tengdust málinu. Hins vegar er ljóst að málið kom inn á borð ríkis- stjórnarinnar, og fóru í gegnum utanríkis- ráðuneytið. Þau snerta topppólítíkusa þessa tíma. Og það er líklega fyrst og fremst sú staðreynd, sem starfsmenn utanríkisráðu- neytisins eru núna að horfa í. Yfir hverjum, sem þeir eru að halda hlífiskildi vitum hins vegar við ekki. Þess má geta, að árið 1949 höfðaði þessi tiltekni einstaklingur mál á hendur þáver- andi ritstjóra Þjóðviljans vegna ummæla um PIPULAGNIR GERUM TILBOÐ I NÝLAGNIR EFNI OG VINNU STÆRRI SEM SMÆRRI VERK HEILDSALA - SMASALA JÁRNRÖR OG FITTINGS KOPARARÖR OG FITTINGS PLASTRÖR OG FITTINGS POTTRÖR OG FITTINGS - SUÐUFITTINGS SPRINKLER (ELDVARNARKERFI) OG FLEST ANNAÐ TIL PÍPULAGNA TOMAS ENOK THOMSEN PÍPULAGNINGAMEISTARI VATNSTÆKI Hl BYGGINGAVÖRUR Hyrjarhöfða 4-112 Reykjavík Sími673067

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.