Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 68

Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 68
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL Kveldúlfstogarar sjö talsins í höfn. Kveldúlfur átti auk þess síldarbáta og flutninga- skip, síldarverksmiöjur og fleiri eignir víða um land. Talið var að Kveldúlfur væri stærsta fiskverslunarfyrirtæki í heimi. Skúturnar stóðust ekki samkeppni við togarana. Ohugnanlegir mannskaðar á skút- unum drógu ekki úr áformum manna að fá öruggari fiskiskip til landsins. Þannig fórust t.d. 70 sjómenn með skútum 1906, þar á meðal fórust skip sem Godthaabsverslun átti hluti í. Nokkrir skipstjórar af skúturn ásamt Thor Jensen tóku sig saman um að láta smíða fyrir sig togara — fyrsta íslenska togarann, Jón forseta. Þetta félag fékk nafnið Alliance — bandalag sjómanna og þeirra sem þekk- ingu höfðu á útgerðinni. Togarinn Jón forseti kom til landsins í jan- úar 1907 og þá skulduðu eigendurnir 140 þús- und í skipinu, sjöfalda upphæð hlutafjárins. I árslok var ágóðinn af útgerðinni orðinn svo mikill, að hún átti togarann skuldlausan. Thor Jensen seldi þá sinn hlut í Alliance en þá var hann orðinn hluthafi og framkvæmda- stjóri í Mill,jónafélaginu. Milljónafélag á hausinn Thor Jensen var ekkert áfjáður í að ganga til liðs við Milljónafélagið, heldur taldi hann sig ekki eiga annan kost. Það var Pétur Thor- steinson á Bíldudal sem hafði aðal forgöngu um það félag og félagið hét í raun eftir hon- um P.J. Thorsteinson & Co. Eignir þcirra Péturs á Bíldudal, Patreksfirði og Hafnar- firði ogThors í Reykjavík, Gerðurn og Norð- urfirði voru lagðar inn í þetta nýja félag. Þetta voru gífurlegar eignir, verslanir, þil- skip, íshús og margt fleira. Á hinn bóginn átti Thor utan þessa eignarhlut sinn í Allian- ce, síldveiðifélaginu Draupni og í langlínuút- gerðinni Nökkva auk fleira. Meðeigendur Péturs voru þeir Ólafur Jóhannesson á Pat- reksfirði, Hannes B. Stephensen á Bíldudal og Sigfús Bergmann í Hafnarfirði og lögðust eigur þeirra einnig í Milljónafélagið. Með- eigendurnir voru stórkaupmenn í Dan- mörku og Englandi og áttu þeir Pétur og Thor í nær látlausum átökum við þá frá upp- hafi til loka Milljónafélagsins. Hlutafé félagsins átti að nema 1 milljón króna en ekki varð greitt nema 600 þúsund af því. Framlag þeira Péturs og Thors var metið á 205 þúsund frá hvorum. Félagið hafði leigt sér lóð í Viðey þar sem átti að gera stóra hafskipsbryggju og mikla útgerðarstöð og var byrjað á framkvæmdunum í apríl 1907. Skip voru fjölmörg í eigu félagsins og til við- bótar keyptir tveir togarar. Félagið hélt áfram að þenjast út á fyrstu starfsárum sín- um; keypti t.d. alla Viðey og verslunarstöðv- ar víða um land. Hins vegar stóðu tekjurnar ekki undir fjárfestingum og vaxtagreiðslum. Skipulagið var í ólestri, t.d. voru 5 fram- kvæmdastjórar í þremur löndum yfir fyrir- tækinu. Thor ætlaði löngurn að ganga út úr félaginu en þær eignir sem hann lagði til þess héldu honum inni. Það var loks 1913 að hann hætti hjá Milljónafélaginu en hafði tekist áður að selja nokkurn hlut af sinni hlutafjár- eign. Milljónafélaginu var hins vegar slitið gjaldþrota árið eftir 1914. Kveldúlfur—stærstur í heimi Uppdráttarsýkin sem hrjáði Milljónafé- lagið dró ekki úr mætti Thors Jensens í at- hafnalífinu. í ársbyrjun 1912 festu Thor og synir hans kaup í togaranum Skallagrínii og stofnuðu hlutafélagið Kveldúlf í mars sama ár. Kveldúlfur varð eitt mesta stórveldi í ís- lenskri atvinnusögu fyrr og síðar. Með Thor voru elstu synir hans stjórnendur fyrirtækis- ins þeir Richard, Kjartan, Ólafur og Haukur Thors. Vöxtur Kveldúlfs var með ólíkind- um; félagið keypti Hjalteyri 1913 og hóf þar rekstur mikillar síldarstöðvar, sama ár var hafin uppbygging Kveldúlfshöfða þar sem nú liggur Skúlagata með skrifstofubygging- um, þurrkhúsum, fiskgeymslum m.m.. Árið 1914 keypti Kveldúlfur Melshús á Seltjarnar- nesi og þar voru reist fiskverkunarstöð „lýs- isbræðsluhús, bryggjur, varnargarður og fiskreitir. 1915 bættust tveir togarar við flota Kveldúlfs Snorri Sturluson og Snorri goði, en Thor hafði átt helminginn í goðanum áður. Þessi ár var rífandi góðæri í sjávar- útvegnum og hátt verð fékkst fyrir sfld og þorsk á mörkuðum. Kveldúlfur sendi afur- ðirnar oftast milliliðalaust á erlenda markaði og kom til viðbótar upp síldarsöltunar— og fiskverkunarstöð á Siglufirði. Kveldúlfur keypti togarann Egil Skalla- grímsson 1915 en þegar smíði hans var lokið tóku ensk stjórnvöld hann í sína vörslu og gerðu úr honum eftirlitsskip fram að lokum heimstyrjaldarinnar en þá var honum skilað í hendur Kveldúlfs. Og enn átti togurum eftir að fjölga í eigu Kveldúlfs. Þá voru keypt flutningaskip og síldveiðibátar og áfram utan endis á næstu árum. Það þótti einnig til marks um hvernig gull spratt undan nöglunum á Thor Jensen að hann vann 50 þúsund franka í happdrætti í Danmörku 1914 og keypti þá hús fyrir systur sínar aldraðar ytra. Og hann vildi í mörgu láta aðra njóta velgengni sinnar eins og t.d. 1915 þegar hann lét flytja matvöru og aðrar nauðsynjar til fátækra heimila í Reykjavík og afhenti verkamannafélaginu Dagsbrún 15 þúsund kónur til úthlutunar fyrir fátækt fólk. Og í spænsku veikinni 1918 kom hann upp matargjafareldhúsi þar sem þeir sem vildu gátu fengið fæði. Þessi höfðingsskapur var ntjög unrdeildur þá og síðar eins og reyndar svo margt sem hann tók sér fyrir hendur. Thor Jensen var meðal helstu hvatamanna að stofnun Eimskipafélagsins og stærsti hlut- hafinn, en hlaut ekki kosningu í fyrstu stjórn félagsins. Það urðu honum vonbrigði, enda hafði gengið á með áróðri um að það væri miður viðfelldið að danskur maður yrði í stjórn félagsins, en hann leit þá á sig sem rótgróinn Islending. Meðal þess sem Eim- skip sótti til Thors var einkennismerkið, Þórshamarinn, sem lagður var með flísum á gólf í anddyri einnar byggingarinnar á 68

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.