Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 38

Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 38
VIÐSKIPTI Ódýrari olía Verðstríð hjá samtökum olíuframleiðslu- ríkja, Opec, síðustu vikur hefur leitt til mik- illar lækkunar á olíu og sjá menn vart fyrir endann á verðlækkunum. Eins og kunnugt er geta ýmsar fréttir orðið til þess að hækka eða lækka heimsmarkaðs- verð á olíu á sama degi; slys á oh'uborpalli, hvirfilbylur á olíuvinnslusvæði geta orðið til að hækka verðið, — nýjar olíulindir og ágrciningur meðal Opec ríkja geta leitt til lækkunar. Og hvað eftir annað hefur einmitt ágreiningur innan Opec leitt til verðlækkun- ar nú síðustu vikur. Verðið hefur hríðfallið og að mati Surbroto aðalritara Opec gæti tunnan farið niður í 5 dollara með sama áframhaldi. 7. október var verðið á Brent olíu úr Norðursjónum komið niður í 11 doll- ara og 50, en það þykir sérstök gæðaolía í háum verðflokki, en tunnan úr olíuvinnslu á Persaflóasvæðinu var þá komin niður fyrir 10 dollara. Að þessu sinni átti Saudi Arabía opinber- lega þátt í verðfallinu með svohljóðandi yfir- lýsingu: „ Konungsríkið mun ekki þola það lengur að einstaka Opec-ríki auki olíuhlut sinn á kostnað konungsríkisins Saudi-Ara- bíu og það mun ekki hefta framleiðslu sína meðan önnur ríki auka hana“. Þar með var ljóst að mikið offramboð yrði á olíu á næst- unni. í kjölfarið var gert kunnugt að Exxon olíuhringurinn bandaríski hefði keypt gífur- legt rnagn, langt umfram þá kvóta sem verið hafa við lýði meðal Opec-ríkjanna. Næsta dag hótaði Arne Öin orkumálaráðherra Nor- egs aukinni framleiðslu á olíu ef Opec-ríkin drægju ekki framleiðslu sína saman til fyrra horfs. Noregur er að vísu ekki meðal Opec ríkja en hafði samið við þau um samrátt á olíuframleiðslu, sem nemur um 7.5% af framleiðslugetu. En þessi þróun varð ekki stöðvuð og á næstu dögum hrundi olíuverð- ið. Fyrir tveimur áruin varð svipuð þróun og cftir dramatísk átök fór olíutunnan niður í 8 dollara. 1985 seldu Opec ríkin olíu fyrir 135 milljarða dollara, en á árinu 1986 fyrir ein- ungis 75 milljarða dollara. Þá var gengið til víðtækra samninga og uppstokkunar með kvóturn á hin ýmsu olíuframleiðsluríki. Tunnan fór upp í 18 dollara og haldið var að lærdómurinn frá 1986 entist lengi enn. Eftir tiltölulega rólegt ár, 1987, fór allt úr böndun- um á þessu ári. Hvað eftir annað hefur kom- ið í ljós hversu brotagjörn samstaða olíuríkj- anna er. írak, sem hafði ekki vegna stríðsins við íran verið' í böndum Opecs, jók stöðugt framleiðslu sína og seldi grimmt olíu á Verfallið á olíu Verð á olíu 1988 í dollurum á tunnu. Dæmi Bent-olía verð í miðjum mánuði Jan. Feb. Marz Apr. Mai Juni Juli Aug. Sept. 7.0kt. Olíuvinnsla í Saudi-Arabíu. heimsmarkaði. Furstadæmið Abu Dhabi lýsti því yfir í sumar að það krefðist stærri kvóta og setti á markað það magn olíu sem því sjálfu þóknaðist. Kuwait og fleiri stærri Opec-ríki fylgdu í kjölfarið þó þau gerðu það ekki með jafn opinskáum hætti og þau sem fyrr eru nefnd. Samstaðan var sem sagt kom- in úr öllu lagi, og um síðir var Saudi-Arabía eitt Opec-ríka um að halda sig við kvótann. Og þá kom að áðurnefndri yfirlýsingu. Kvóti Saudi-Araba var 4.3 milljónir tunna á dag en um þessar mundir eru þeir að dæla um 6 milljónum tunna á dag upp úr eyðimörkinni. íslendingar hagnast að sjálfsögðu á því verðfalli sem orðið hefur á olíu á heimsmark- aði, en deildar meiningar eru um það hvort lækkunin skili sér að fullu hérlendis. Spiegel/-óg 38

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.