Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 15

Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 15
INNLENT sótt vara fiskmarkaðina. En stór hluti stenst ekki gæðakröfur og þolir ekki aukna geymslu, og fer því til vinnslu í frost eða eitthvað annað. Þar með er sá fiskur að'renna stoðum undir samkeppnisaðila íslenskra frystihúsa og ann- arra fiskverkenda hér heima. Telur þú þá að markaðsstaða Islendinga sé svo sterk, að þeir geti stjórnað þessu og lagt undir sig alla fískvinnslu; eingöngu flutt út glænvjan lúxusfísk á háu verði en ekkert til vinnslu erlendis? — Já ég tel að við séum það sterkir að við getum þetta. En ef ég hef rangt fyrir mér, þ.e. að við myndum minnka hlutdeild okkar í ferskfiski, þá.er hugmyndin heldur ekki svo skaðleg, vegna þess að þá gætum við annað- hvort aukið vinnsluna hér innanlands eða dregið úr veiðunum þar til fiskvinnslan hefði undan. Ekki svo slæmt að mínu mati. — Við þurfum ekki að óttast að aðrir aðil- ar hasli sér völl á okkar mörkuðum. Þó það sé ntikil ofveiði allstaðar þá er fiskurinn okk- ar einfaldlega bestur. Sérðu þá fyrir þér sífellt stærri hlut ágóða þjóðarinnar af ferskfiski? — Já ég sé stórkostlega framtíð fyrir mér og aukna framlegð ferskfiskvinnslunnar til þjóðarbúsins í ferskfiskvinnslu. Við eigum gífurlega möguleika til sparnaðar í vinnslu með einföldun vinnslunnar. Markaðirnir fyrir gæðafisk eru nánast ótakmarkaðir. Með minna magni má ná fram meiri verð- mætum. Það verður gert með því að efla fiskmarkaðina eins og áður sagði og aðskilja betur veiðar og vinnslu. Við færum fisksöl- una hingað heim. — Ferskfiskútflutningur Islendinga á mikla framtíð fyrir sér. Það sem drepur hann niður nú er þessi skipulagslausi gámaútflutn- ingur og landanir íslenskra skipa erlendis. Það eru með öðrum orðum íslendingar sem skemma fyrir íslendingunt. — í Evrópubandalaginu er 18% tollur á fiskflökum frá okkur en óveruiegu gjöld á heilum fiski úr skipum og gámum. Þar með stjórna Evrópumenn því hvaða fiskur kemur til þeirra og þannig koma þeir í veg fyrir að við komumst á markaðina eins og annars væri kostur. Ef þeir hefðu hins vegar sömu möguleika og við til að kaupa fiskinn hér heima myndu þeir einfaldlega kalla til sín það magn sem þeir þyrftu og allir stæðu bet- ur eftir, ekki bara við heldur líka þeir. Menn mega ekki gleyma að í stórum borgum eins og Grimsby og Hull, Cuxhaven og Brem- enhaven sjáum við heillri atvinnugrein fyrir hráefni. Þeir eiga því ntikið undir okkur Logi Þormóðsson. Ég sé ekki hag- kvæmnina í því að gefa útlendingum fisk eins og gert hefur verið að undanförnu. Mynd Marisa Arason. komið og við höfum urn mikið að semja þegar þar að kemur. Það er t.d. hugsanlegt að semja við Evrópubandalagið um að við flyttum út ákveðið magn af óunnum fiski til vinnslu á slík svæði en fengjum í staðinn afnám 18% tollsins. — Ég hef ekki mótaða afstöðu til þess hvort við eigum að fara í Evrópubandalagið eða ekki. Það er ekki víst að við þurfum það. Við eigum að taka hagkvæmari kostinn þegar það kemur. Það eru hins vegar ekki neitt trúaratriði að vera ekki í Evrópubanda- laginu. — Við eigum eftir að læra mikið inn á ferskfiskmarkaðina og það kemur til með að taka okkur nokkur ár. Við kunnurn hins veg- ar vel á að búa fisk undir geymslu í frost, salt eða herslu. Stóru sölusamtökin hafa að mínu mati ekki tekið nægjanlegan þátt íþeirri þró- un sem þegar hefur gert vart við sig, t.d. í útflutningi á ferskfiski í flugi. Það er að mínu mati orðið tímabært að þau taki þátt í þessari þróun. Af hverju hafa þau ekki gert það? — Af því að það er andstætt þeirri grund- vallarvinnu sem þau byggja á. Einn fyrir alla og allir fyrir einn, eitt vörumerki á markaðn- um. í ferskfiskútflutningnum eru það hins vegar gæðin sem eru númer eitt tvö og þrjú. Þar er ekkert rúm fyrir mistök eða skussa. Logi Þormóðsson, fiskverkandi á Suðurnesjum, telur tíma til kominn að hœtta að nota fiskiskipin sem flutningaskip. Vill að allur fiskur veiddur við Islandsstrendur verði seldur á frjálsum fiskmörkuðum. Erlendir aðilar verði að kaupa fiskinn hér á landi. Annað hvort er framleiðslan hæf eða ekki og varan er merkt framleiðandanum. Fram- leiðandinn þarf að vera í mun nánara sam- bandi við markaðinn en stóru sölusamtökin leyfa sínum framleiðendum. Veikleiki stóru samtakana er að mínu mati sá að einstaka framleiðendur fé ekki að njóta sín í kerfinu, því vörumerki sölusamtakana eru látin skyggja á vörumerki einstaklinganna. Sam- tökin er góðra gjalda fyrir sitt starf, en þau hafa sínar takmarkanir. Einstaklingsfram- takið er drepið í dróma. Sölusamtökin eru orðnar fastheldnar og nokkuð lokaðar stofn- anir sem þyrftu á opnun að halda. Torvelda stóru sölusamtökin nýjungar í fiskvinnslunni, t.d. fersfískútflutning þinn til Bandaríkjanna? — Nei, en þeir hafa heldur ekkert verið til hjálpar í þeim efnum. Þeir eru í rauninni ekkert fyrir í þessum ferskfiskútflutningi lengur. Þeir ættu kannski að íhuga þessi mál betur, það þyrfti ákveðna hugarfarsbreyt- ingu. — Það skiptir miklu að eðlileg verkaskipt- ing takist hjá okkur í sjávarútveginum. Þeir sem eru í vinnslunni eiga að sinna því verk- efni, þeir sem kunna að gera út eiga að vera í 15

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.