Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 9
INNLENT brögðin stundum tóm endaleysa Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoð- andi. Vissulega er sóun til. allt sem við gerðum var í raun gert í nafni annars manns, það er að segja fjármálaráð- herra, og ekki vildum við koma ráðherra í vanda. Á ekki almenningur kröfu á að fá vitneskju um það hvort um er að ræða sóun og óhóflega eyðslu á almannafé í fyrirtækjum og stofnun- um ríkisins? — Við teljum okkur ekki heimilt að birta opinberlega þær athugasemdir sem við ger- um um dagleg störf. Það á að vera mat við- komandi ráðuneytis hvort athugasemdir okkar eru gerðar opinberar eða ekki. Hins vegar eru fjölmiðlar mun opnari og ákveðnari en áður og hafi þeir komist á snoð- ir um eitthvert mál tekst þeim vanalega að afla sér allra upplýsinga um það. Það er verst þegar þeir búa til fréttir, eins og til dæmis um fyrirspurn okkar til Atvinnutryggingasjóðs vegna lánveitingar til Granda. Við vorum bara að kanna hvaða viðmiðun sjóðurinn hefði við lánveitingar og hefðum því getað tekið hvaða fyrirtæki sem var enda beindist þetta á engan hátt gegn Granda. En skýrslan sem við gerðum með ríkisreikningi fyrir árið 1987 sem er sú fyrsta sem við gerum á þennan hátt er auðvitað opinbert plagg. Þegar við gerum athugasemdir við eitthvað hjá ríkis- fyrirtæki eða stofnun þá eru þær sendar til stofnunarinnar og afrit til þess ráðuneytis sem viðkomandi stofnun heyrir undir. — Það er oft sem við erum að finna að einu og öðru. Til dæmis er algengt að við finnum að hjá bæjarfógetum og sýslumönn- um hvað varðar gjaldtöku, það er að segja þegar ekki er rétt reiknað. Oft er um að ræða talsverðar fjárhæðir eins og er með erfða- fjárskatt. Við könnum hvort rétt hafi verið reiknað og ef svo er ekki þarf að innheimta í viðbót eða greiða til baka ef gjöld eru of- reiknuð. En hvað varðar sóun í ríkisrekstrin- um þá held ég að hún sé í mun minna mæli en almenningur heldur. Mjög margir fara vel með fé og eignir ríkisins. En vissulega er sóun til. Upplýsingar Ríkisendurskoðunar um að eytt hafi verið um 870 milljónum umfram heimildir í byggingu flugstöðvarinnar vakti mikla athygli og deilur. Áttir þú von á að reynt yrði að tortryggja niðurstöðu ykkar? — Þctta var fyrsta stóra verkefni Ríkis- endurskoðunar eftir að hún fór að starfa eftir nýju lögunum. Það er ekki nema mannlegt að snúast til varnar og koma á framfæri sín- um sjónarmiðum. Venjulega blöndum við okkur ekki í opinberar umræður um niður- stöður úr okkar athugunum, en í þetta skipti þurftum við þó að láta í okkur heyra þegar reynt var að draga í efa að skýrsla okkar sýndi rétta niðurstöðu. En það er h'tið við því að segja þótt stjórnmálamenn og aðrir teygi tölur og togi á alla kanta. Það er nánast tilviljun hvar við berum nið- ur hverju sinni, en hins vegar geta forsetar Alþingis látið okkur gera skýrslu um ákveðin mál. Þetta hefur þó aðeins gerst einu sinni eftir að nýju lögin tóku gildi. Það var síðast- liðið haust sem við gerðum skýrslu um stöðu ríkissjóðs. Matthías Á. Mathiesen alþingis- maður óskaði eftir þessu og forsetar urðu við þeirri beiðni. Nú hafið þið meðal annars gert athuga- semdir við óeðlilega mikla yfirvinnu sem dæmi eru um. Er ekki erfitt að fylgjast með því hvort ríkið stundar yfirborganir í formi óunninar yfirvinnu? — Það getur verið erfitt að eiga við ýmsar launagreiðslur. Það er orðið svo margt sem ekki flokkast undir bein laun bæði hjá einka- geiranum og hinu opinbera. Verkfræðingar og tæknifræðingar fá til dæmis greitt fyrir svonefnda „lestíma“ sem þeir eiga að nota til að fylgjast með nýjungum í sínu starfi. Ef allar svona greiðslur væru teknar inn í launin hjá opinberum starfsmönnum gætu beinar launahækkanir eflaust numið mörgum pró- sentustigum án þess þó að um nokkra út- gjaldaaukningu yrði að ræða. En þá er hætt við að uppi yrði fótur og fit hjá öðrum laun- þegum. Svo virðist sem kjarasamningar séu síellt að verða flóknari og taxtakaup segir ekki alla söguna. Getur Ríkisendurskoðun fylgt sínum at- hugasemdum eftir á einhvern hátt? — Við höfum enga tryggingu fyrir því að þær beri árangur. Við höfum ekki vald til að framfylgja þeim og ef viðkomandi ráðuneyti hefur aðra skoðun þá stöðvast málið þar. En yfirleitt eru ráðuneytin fegin öllum ábend- ingum frá okkur og þeir stjórnmálamenn sem ég hef talað við eru ánægðir með okkar störf. Áfengiskaup fyrrverandi forseta Hæsta- réttar vöktu mikla athygli er upp komust. Þær raddir heyrðust að ekki ætti að afgreiða svona mál opinberlega heldur hefði átt að gefa manninum kost á að skila víninu bak við tjöldin. Hvert er álit þitt á þessu? — Við könnuðum þetta tiltekna mál, en vorum hins vegar ekki búnir að gera skrif- lega athugasemd um það, heldur var það komið á umræðustig við aðra handhafa for- setavalds og þaðan fór það inn í ríkisstjórn- ina og til dómsmálaráðherra og síðan þróuð- ust málin á þann veg sem öllum er kunnugt. En auðvitað hefði þetta orðið tilefni til skrif- legrar athugasemdar því okkur þótti þetta fullmikið af því góða. Hins vegar eru svona mál aldrei afgreidd milli Ríkisendurskoðun- ar og einstaklinga heldur er það viðkomandi ráðuneyti sem sér um þá hlið. Þetta varð til þess að það kom upp einhver panik varðandi vínveitingar á vegum hins opinbera. En staðreyndin er sú að það er mun ódýrara fyrir ríkið að veita vín í opin- berum veislum og samkvæmum en kökur og kaffi. Og það að afnema áratuga hefð um að starfsfólk stjórnarráðsins fái að kaupa tvær flöskur á kostnaðarverði skiptir í raun engu um afkomu ríkissjóðs ef menn halda það. En það er lenska að reyna að gera ferðalög og risnu ríkisins tortryggilega. Jú, við fáum stundum ábendingar um að kanna þetta eða hitt. Sumar eru ágætar en aðrar eru lítils virði. Ríkisendurskoðun hefur gott sanistarf við fjárveitinganefnd Alþingis? — Já, við veitum fjáreitinganefnd ýmis ráð og upplýsingar sem hún þarf á að halda. Nú þurfti að semja nýtt fjárlagafrumvarp með mjög skömmum fyrirvara og það hefði varla tekist nema með okkar aðstoð. Síðan gefum við út þrjár skýrslur á ári um framkvæmd fjárlaga. Þetta er gert svo þing- menn og aðrir geti séð hverju er búið að eyða á hverjum tíma og hvernig staðan er, og um leið eru þetta opinber plögg, sagði Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi að lok- um. SG. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.