Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 12
INNLENT Ríkisendur- skoðun sætir endurskoðun í 5. grein laga um Ríkisendurskoðun segir að reikningar ríkisendurskoðunar skuli endurskoðaðir af óháðum löggiltum end- urskoðanda sem tilefndur er af forsetum Alþingis. Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings sagði í samtali við Pjóðlíf þegar þessi grein var í smíðum, að forsetar þingsins væru nýbúnir að tilnefna mann til að annast þetta verkefni. Guðrún sagði ekki nokkurn vafa á því að þetta nýja fyrirkomulag væri til stórbóta, enda hefði Ríkisendurskoðun verið meira og minna múlbundin áður og ýmislegt í rekstri Alþingis ekki verið til fyrirmyndar. SG. Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs þings telur hið nýja fyrirkomulag til stórbóta. Lögin um Ríkisendurskoðun Núverandi lög um Ríkisendurskoðun voru samþykkt á Alþingi 16. apríl 1986 og öðluðust gildi 1. janúar 1987. I 1. grein laganna segir að Ríkisendurskoðun starfí á vegum Alþingis og annist endurskoðun hjá ríkisstofnunum og þeim aðilum öðrum sem hafa með hönd- um rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkisins. Ennfremur hafi hún eftirlit með framkvæmd fjárlaga og skuli vera þingnefndum og yfír- skoðunarmönnum ríkisreiknings til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Ríkisendurskoðun er óháð ráðuneytum og öðrum handhöfum framkvæmdavaldsins. I lögunum ségir að forstöðumaður stofn- unarinnar sé ráðinn til sex ára í senn af for- setum Alþingis. Hann sé starfsmaður Al- þingis og beri ábyrgð gagnvart því. Ríkisendurskoðandi nýtur sjálfstæðis í starfi og er ekki bundinn af fyrirmælum um einstaka þætti þess. Forsetar Alþingis geta þó, að eigin frumkvæði eða samkvæmt ósk- um þingmanna, krafið hann skýrslna um ein- stök mál. Ríkisendurskoðun getur krafist reikningsskila af stofnunum, sjóðum og öðr- um aðilum sem hafa með höndum fé eða ábyrgðir frá ríkinu. Jafnframt er ríkisendur- skoðun heimilt að kalla eftir greinargerðum um ráðstöfun styrkja og annarra framlaga af ríkisfé og hún getur rannsakað reikningsskil þeirra stofnana og félaga sem ríkissjóður á hlut f. Þá getur ríkisendurskoðun fram- kvæmt stjórnsýsluendurskoðun hjá ríkisfyr- irtækjum en í slíkri endurskoðun felst að könnuð er meðferð og nýting á ríkisfé. Skal stofnunin vekja athygli hlutaðeigandi stjórn- valda á því sem úrskeiðis fer í rekstri og gera tillögur um úrbætur. Þegar þessum ákvæð- um er beitt skal ríkisendurskoðandi gera fjárveitinganefnd grein fyrir ákvörðunum sínum, en nefndin getur einnig haft frum- kvæði að athugunum. Tildrög þessarar lagasetningar voru þau, að Steingrímur Herniannsson forsætisráð- herra skipaði sumarið 1983 nefnd, til að semja tillögur um hvernig gera mætti stjórn- kerfið virkara og bæta stjórnarhætti. Var það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar og samkomulag stjórnarflokkanna. Sagði meðal annars í skipunarbréfi nefndar- innar að markmið slíkra fyrirhugaðra stjórn- kerfisbreytinga sé að efla eftirlit löggjafar- valds með framkvæmdavaldinu. I nefndina voru skipuð þau Eiríkur Tómasson, Asgeir Pétursson, Bjarni Einar- sson, Helga Jónsdóttir og Jón Steinar Gunn- laugsson. Starfsmaður nefndarinnar var Þórður Ingvi Guðmundsson. Nefndin samdi frumvarp til laga um ríkisendurskoðun sem var lagt fyrir þingið 1983/84, en það hlaut ekki afgreiðslu og var síðan lagt fram á ný 1985/86 með ýmsum breytingum sem gerðar voru í meðförum Alþingis. SG. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.