Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 17

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 17
INNLENT „Þrátt fyrir viðleitni okkar á alþjóðavett- vangi og heima fyrir til að draga úr meng- un sjávar þá steðjar margs konar meng- unarhætta að okkur. Þessi hætta getur reynst okkur afdrifarík og ber okkur því að vera mjög á varðbergi" segir Gunnar H. Ágústsson í viðtalinu. höfum rætt um það, til dæmis á vettvangi Norðurlandanna, að á friðartímum ættu öll herskip og allur herbúnaður að uppfylla ákvæði mengunarvarnasamninganna. Ann- að er í raun og veru ástæðulaust. Aukin samvinna við Norðurlönd Taka íslendingar nægilegan þátt í meng- unarvörnum á alþjóðlegum vettvangi? — Ég tel að svo sé. Þegar árið 1954 áttum við þátt í alþjóðasamþykkt um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu og allar göt- ur síðan höfum við verið virkir þátttakendur í alþjóðlegri viðleitni til að draga úr þeirri geigvænlegu mengun sem á margvíslegann hátt berst í sjóinn. Og ef eitthvað er þá höf- um við oft verið leiðandi afl á þessu sviði. — Þó svo að Islendingar séu aðilar að helstu alþjóðlegu mengunarvarnasamning- um þá er engan veginn þar með sagt að við getum lagt árar í bát og talið okkur í öruggri höfn. Það er margt sem þarf að gera til við- bótar, ekki síst að efla baráttuna á öllum sviðum mengunarmála. Hvernig er samstarfinu háttað við hinar Norðurlandaþjóðirnar á sviði mengunar- varna? — Á þeim vettvangi er ýmislegt í bígerð þessa dagana. Við erum til dæmis að kanna og undirbúa aðild að svokölluðu Kaup- mannahafnarsamkomulagi sem er sam- vinnusamningur milli allra Norðurlandanna nema íslands. Hann felst aðallega í samstarfi vegna hugsanlegrar olíu- eða efnamengunar í sjónum. Það er verið að endurskoða þetta samkomulag núna og ég tel að það sé mjög þýðingarmikið fyrir okkur vegna þess örygg- is sem slíkt samstarf býður uppá. Við mynd- um að auki læra mjög mikið af þessu sam- starfi og spara okkur mikla fjármuni við kaup á hreinsibúnaði. — Það er ýmislegt fleira í deiglunni um þessar mundir og til dæmis taka íslendingar nú þátt í norrænum samstarfshópi sem vinn- ur að mengunravörnum sjávar. Hópurinn kemur saman nokkrum sinnum á ári til að bera saman bækur sínar. Með þessu starfi er m.a. verið að reyna að samræma sjónarmið Norðurlandanna þannig að þau geti komið fram meira sem ein heild á alþjóðavettvangi. Fyrir tveimur árum var þessum sama hópi falið að semja norræna mengunarvarnar- áætlun sjávar og var hún lögð fram á auka- þingi Norðurlandaráðs í Helsingör síðastlið- inn nóvember. — Það risu upp þó nokkrar deilur varð- andi þessa áætlun enda bar hún þess glöggt vitni að vera niðurstaða mikilla málamiðl- ana. Engu að síður var hún samþykkt, með ákveðnum breytingum þó. f tengslum við þessa mengunaráætlun hefur í fyrsta sinn komið fram hvað telst til norrænna hafs- svæða. í þessari áætlun er raunverulega stað- fest að Grænland er eitt af Norðurlöndun- um. Þörf á betra skipulagi Telurðu skipulag mengunarvarnastarfs á íslandi vera ábótavant að einhverju leyti? — Hvað varðar mengunarvarnastarfið á íslandi sérstaklega þá tel ég ástandið nokkuð gott. En ýmislegt mætti þó betur fara. Ég tel það t.d. mjög mikilvægt að samstarfið milli þeirra aðila sem hafa með mengunarmál að gera verði gert skipulagðara og formlegra en nú er. Reyndar ríkir mjög góð samvinna milli Hafrannsóknastofnunar, Geislavarna Ríkis- ins, Hollustuverndar Ríkisins, Almanna- varna og okkar, en ég hygg að það gæti orðið enn nánara. Eins og málum er háttað í dag byggist þetta samstarf fyrst og fremst á pers- ónulegum kynnum og áhugasamtölum manna, og það er að sjálfsögðu góðra gjalda vert. Að mínu mati er mjög þarft að komið verði á fót föstu en sveigjanlegu samstarfi milli þessara stofnana. Kristján Ari. BILAGEYMSLAN Ný þ/ónusta vlð bifreiða- eigendur Bílageymsla aö Bakkastíg 16, Njarðvík. • Bíll sóttur að flugstöð og skilað stuttu óður en þú kemur attur. • Þú getur tengið: þvott, bónun, djúphreinsun ó teppum og sœtum, tjöruþvott. • Upplýsingar ó söluskrifstofum Arnarflugs og Flugleiða og ferðaskrifstofum. • Dróttarbíll allan sólarhringinn. 985-24418 og 92-11659 BILAGEYMSLAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.