Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 21

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 21
INNLENT bannað flutninga um hafið málum er að sameina alla þá málaflokka sem þeim tengjast undir eitt umhverfismálaráðu- neyti. Vonandi þokar þeim málum eitthvað áleiðis í ríkisstjórninni, og um það hefur verið rætt sérstaklega. — Innan ríkisstjórnarinnar hafa verið uppi hugmyndir sem miða reyndar að því að þetta verði ekki sjálfstætt ráðuneyti, heldur hluti af starfsemi annars, t.d. félagsmála- ráðuneytisins, en þó undir sjálfstæðu nafni. Það má ef til vill segja að þetta væri næst skásti leikurinn í stöðunni, þó ég voni nú að skrefið verði stigið til fulls. — Ég held að það sé nauðsynlegt að í fagráðuneytunum verði áfram fyrir hendi ákveðin fagþekking og ábyrgð í umhverfis- málum. Pað er engan veginn æskileg stefna að byggja upp gríðarstórt ráðuneyti sem tæki að sér allar hugsanlegar hliðar umhverfis- málanna, þar með talið allar framkvæmdir. Pað er mun æskilegra, og að mínu mati nauð- synlegt, að í fagráðuneytunum verði menn eftir sem áður gerðir ábyrgir fyrir athöfnum sínum og umgengni í náttúrunni. Frá mínum bæjardyrum séð þá fæ ég ekki séð að okkur sé neitt að vanbúnaði við að ráðast í það þjóðþrifaverk að koma á fót umhverfismála- ráðuneyti og það er í sjálfu sér til skammar hversu lítið vægi þessi mál hafa haft, t.d. hvað fjárveitingar snertir. Reglubundnar rannsóknir nauðsynlegar — Samkvæmt lögunum um varnir gegn mengun sjávar ber okkur að stunda regluleg- ar rannsóknir innan mengunarlögsögu ís- lands, en hún nær yfir allt landgrunnið. Þær takmörkuðu rannsóknir og mælingar sem fram til þessa hafa verið gerðar í þessum efnum standa ekki undir því nafni að vera reglulegar. Við höfum verið að skoða þessi mál sérstaklega síðastliðnar vikur, og ég hef m.a. fengið tillögur frá siglingamálastjóra um úrbætur. Ég ætla að ræða við sjávar- útvegsráðherra og fleiri aðila sem málinu tengjast. Það er mjög brýnt að reglulegum mælingum á mengun sjávar sé hrint í fram- kvæmd og vonandi kemst skriður á þau mál á næstu mánuðum. — Það er í sjálfu sér ekkert stórverkefni að ráðast í þetta. Okkur er ekkert ofvaxið að fylgjast með menguninni umhverfis landið, t.d. þann geislavirka úrgang sem hingað kann að berast. Að undanförnu hefur verið mikil umræða um hættuna sem gæti steðjað að okkur vegna kjarnorkuendurvinnslu og slíkra hluta á meginlandinu eða Bretlandi. Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- málaráðherra. Samkvæmt lögum um varnir gegn mengun sjávar er eftirlitið með mengun hafsins í höndum sam- göngumálaráðherra. Og óttinn við kjarnorkuóhöpp vegna um- ferðar kjarnorkuknúinna skipa eða kafbáta er alltaf fyrir hendi. — Það má segja sem svo að það ætti að geta verið okkur styrkur við sölu sjávara- furða okkar ef við gætum á grundvelli reglu- bundinna og viðurkenndra mælinga sýnt fram á að t.d. kvikasilfursmengun sé minni í hafinu hér við land en víðast hvar annars- staðar í heiminum. Við veiðum fisk úr ein- hverju ómengaðasta hafi heims og getum boðið upp á slíka vöru. Þannig gætu reglu- bundnar rannsóknir styrkt þjóðarbúið og verndað okkur gegn mengunaróhöppum. Getum bannað flutninga — Samkvæmt ákvæðum Alþjóða Haf- réttarsáttmálans ber okkur öllu öðru fremur sú skylda að vernda og varðveita auðlindir hafsins. Við höfum í raun og veru fullan og óskoraðan fullveldisrétt til að beita ströng- ustu ákvæðum varðandi takmarkanir á flutn- ingi hættulegra efna innan okkar lögsögu. Við höfum lagalegan rétt til að setja strangar reglur varðandi slíka flutninga og við getum jafnframt bannað þá, ef við teljum okkur stafa ógn af þeim. Og að sjálfsögðu gildir þetta einnig um umferð vítisvéla, sem af mörgum eru taldar heilagar. — Éghefnokkrumsinnumfluttá Alþingi sérstakt frumvarp um friðlýsingu íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum. í því voru m.a. ákvæði um takmarkanir á umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Ég tel að okk- ur sé ekkert að vanbúnaði að setja algjört bann á alla umferð slíkra aðila innan okkar 12 mílna lögsögu á þeirri forsendu að við skilgreinum það ekki lengur sem friðsamlega umferð, hvort heldur hún á sér stað í lofti eða á sjó. — Ég tel að við getum nú þegar sett þess- ar kröfur fram þó það væri náttúrulega betra ef þetta væri gert með sérstakri lagasetningu. Og auðvitað eigum við að gera það. Það er til háborinnar skammar að í orði kveðnu þykj- umst við styðja kjarnorkuvopnaleysi og að kjarnorku skuli í það heila tekið haldið frá ströndum íslands, en þegar á hólminn er komið þá virðast menn ekki tilbúnir til að standa við stóru orðin. Ætli skýringin sé ekki þessi venjulegi undirlægjuháttur við kanann og NATO-hyskið sem þar ræður ferðinni? Kjarnorkuvopnalaust ísland er stjórnarstefna — Ég er ekki mjög bjartsýnn á að ég fái að flytja þetta frumvarp mitt sem stjórnar- frumvarp, en ég hef nú þegar minnst á þetta innan ríkisstjórnarinnar. Alþingi hefur lýst því yfir að jafnt á friðartímum sem á stríð- stímum skuli kjarnorkuvopn ekki vera í ís- lenskri lögsögu. Og að sjálfsögðu gildir þetta einnig um þau farartæki sem kunna að koma inn í íslenska lögsögu. Þetta er ófrávíkjanleg stefna íslenskra stjórnvalda og í ljósi hennar tel ég að menn eigi að líta á það sem sjálfgef- ið að frá henni verður ekki hvikað. — Við þurfum að vera mjög vel á verði gagnvart þeim vítisvélum sem eru á sveimi yfir landið eða í kringum það, hvort heldur það eru flugvélar, gervihnettir, skip eða kaf- bátar, því í ýmsum alþjóðasamningum eru hernaðaryfirvöld undanskilin tilkynninga- skyldu varðandi hugsanleg óhöpp. Ég hef oft spurt mig þeirrar spurningar hvort það hljóti ekki að enda með ósköpum þegar verið er að raða þessu gervihnattadrasli upp í himininn fyrir ofan okkur með litlum kjarnorkuverum í. — Við verðum því að koma okkur í betri sambönd við aðila sem liggja á upplýsingum um þessi mál. Ég tel það sjálfsagt mál að við setjum okkur í sambönd við ýmis náttúru- verndarsamtök og aðra aðila erlendis til að geta fylgst betur með hugsanlegri mengunar- ógn. Og að vissu leyti verðum við að setja traust okkar á slík samtök. Þetta er harður heimur þar sem menn svífast einskis og því verðum við að fylgjast mjög náið með því sem er að gerast, sagði Steingrímur J. Sigfús- son ráðherra að lokum í samtali við Þjóðlíf. Kristján Ari. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.