Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 22
INNLENT Samfylkingar ryðjast fram völlinn.. Opnir fundir með Jóni Baldvin um allt land °S Ólafi Ragnari fösludaginn 13. janúar i Alþýðuhusinu Kl. 20.30 fimmtudagir 19. janúar á Skansinum Kl. 20.30 sunnudaginn 22. janúar i Alþýöuhúsinu kl. 14.00 laugardaginn 14. janúar á Hótel Akranesi kl. 14.00 fóstudaginn 20. janúar I Sindrabæ kl. 20.30 sunnudaginn 22. janúará Hótel Höln kl. 20.30 sunnudaginn 15. janúar á Hólel Sellossi kl. 20 30 laugardaginn 21. janúar i Egiisbúð kl. 14.00 'augardaginn 28. janúar I akureyri NESKAUPSTAÐ Hugmyndir um samfyikingar hafa sett mark sitt á stjórnmáiaþróun síðustu vikna á fslandi. Ákvörðun formanna Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags um fundaferð hlcypti þessari um- ræðu af stað. En umræðan um vinstri samfylk- ingu og borgaralcga samfyikingu er náttúrlega einnig birtingarform á pólitískum vilja sem lengi hefur verið við lýði. Sú skoðun hefur lengi verið uppi að flokka- kerfið á Islandi sé úrelt; það endurspegli illa þau pólitísku viðhorf sem uppi eru hverju sinni. Síðustu áratugi hafa hvað eftir annað verið gerðar til- raunir til að brjóta þetta flokkakerfi upp með sameiningu flokka og stofnun nýrra. Uppbrot flokka- kerfisins gamla hefur komið fram með ýmsum hætti; Samtök frjáls- lyndra, Kvennalistinn, Borgara- flokkurinn og Bandalag Jafnaðar- manna bera því vitni. Þannig hafa vinstri menn í marga áratugi haft sameiningu að keppikefli; stundum hefur áhug- inn dvínað en blossað upp í annan tíma. Þess er að minnast úr sög- unni að áhugi hefur oft verið uppi um sameiningu Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, myndun stórs jafnðarmannaflokks. Feður nú- verandi formanna flokkanna, þeir Hannibal Valdimarsson og Hermann Jónasson áttu t.d. við- ræður um það árin 1947 og 1948. Og í kosningunum 1956 höfðu þessir flokkar með sér kosn- ingabandalag. Sagan um sam- einingu Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags (og forvera þess) nær enn lengra aftur. Samtök frjálslyndra og vinstri manna höfðu t.d. það að stefnumiði að sameina vinstri flokkana. Þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson voru báðir í þeim samtökum og í fram- boði fyrir þau árið 1974. Fréttaskýring um stjórnmálaþróun síðustu vikna En þetta er forsagan. Þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin eru báðir áhugamenn um stærri flokka og aðstæður þeirra í flokkunum um ýmislegt svipaðar. Báðir eru þeir „utanað- komandi" í flokkum sínum, og hvorugur þeirra býr við hinn algera flokksfrið. Stjóm- málaflokkar lúta sínum eigin innri lögmálum burtséð frá því hvað er að gerast utan veggja þeirra. Tregðulögmálið gagnvart breytingum er sterkt. Og þegar þeir ákváðu fyrir áramótin að heilsa upp á landsmenn og heyra í þeim _________ hljóðið, bmgðust margir ókvæða við í flokkunum. Þeir fengu báðir að kenna á áhugaleysi innan flokkanna á samvinnu eða sam- einingu A—flokk- anna. Opinberlega hafði Eiður Guðna- son orð fyrir óánægju- röddum innan Al- þýðuflokksins, en Sig- urjón Pétursson innan Alþýðubandalagsins. Sá vilji sem fram kom um að takmarka funda- og ferðafrelsi formannanna hefti ekki för þeirra. Fljótlega kom í ljós að mikil spenna og eftirvænting ríkti meðal fólks utan hins þrönga kjarna flokkanna og fundirnir fóru af stað með (húrra) hrópum og söng. Fund- irnir eru hins vegar ekki haldnir á vegum flokk- anna, heldur þeirra sem einstaklinga. Velgengnin á fundun- um leiddi til ákveðinnar viðhorfsbreytingar a.m.k. í bili og margir þeirra sem vantrúaðir voru á gjörning þennan urðu sáttir við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.