Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 28
ERLENT TABAC ORIGINAL Sígildur ilmur fyrir alla herra alstaðar... mjög snemma að hart yrði að mæta hörðu í baráttunni við írska hryðjuverkamenn. Ekki dró úr staðfestu hennar eftir að IRA-menn reyndu að granda henni sjálfri á flokksþingi íhaldsflokksins árið 1984 í Brighton. Á síð- ustu árum hefur borið meira á því, að breski herinn og þá sérstaklega hin sérþjálfaða vík- ingasveit hans svífist einskis í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og brjóti hiklaust á mannréttindum þeirra sé það talið nauð- synlegt. Erfiðlega hefur gengið að vinna bug á írsk- um hryðjuverkamönnum. Aðalástæðan er sú hve samtök þeirra eru rótgróin. Kaþólska menn á Norður-írlandi dreymir um samein- að Irland. Þessir voðalegu hryðjuverkamenn eru oft í augum þeirra bara synir hennar Maríu og dætur hans Terence sem eru að berjast fyrir föðurlandið. Breska hernum og lögreglunni á Norður-írlandi hefur þó tals- vert orðið ágengt á síðustu árum og er það mat sérfræðinga að hryðjuverkamenn séu undir og hafi verið það um talsvert langan tíma. Merki þess eru hversu betur bresku leyniþjónustunni hefur gengið að komast að fyrirætlunum hryðjuverkamanna og hve mikið magn af vopnum og sprengjuefni hef- ur verið gert upptækt á síðustu misserum. í haust virtist sem IRA væri í sókn og leit út fyrir að félagar hans ætluðu að minna landa sína svo og Breta á að þrátt fyrir tutt- ugu ára „hernám" rynni enn írskt blóð í æð- um íra, svo vitnað sé til orða húsmóður einn- ar í Derry sem Bernedette heitir og bar eitt sinn ættarnafnið Devlin. Þegar þetta er skrif- að virðast þeir hafa hægt ferðina eitthvað en ef til vill er það lognið á undan storminum. I einni af ferðum mínum til Norður-Ir- lands hitti ég að máli öryggisfulltrúann í Norður-írlandsmálaráðuneyti bresku ríkis- stjórnarinnar. Að hans sögn eru það um 15 manns sem skipuleggja allar aðgerðir IRA og hann sagðist geta nefnt þá alla með nafni. Hann sagði að sumir þeirra væru í forystu- sveit Sinn Fein sem er stjórnmálaarmur IRA. Auk þeirra sagði hann að það væri um eitt hundrað manna sveit sem fremdi öll hryðjuverkin og síðan væru 3-4 hundruð milligöngumenn sem bæru vopn, spreng- iefni, skilaboð og fyrirskipanir á milli. Ör- yggisfulltrúinn fór ekki í grafgötur með það að breska leyniþjónustan hefði áreiðanlegar upplýsingar um flesta þessa menn en hins vegar væri fátt hægt að gera þar sem óvé- fengjanleg sönnunargögn væru ekki til stað- ar. Auk þess hafa ákærðir menn í Bretlandi þann rétt að þegja án þess að það skaði málstað þeirra. Sækjandanna er að sanna sekt. Á þessu hafa þó verið boðaðar breyt- ingar. Norður-Irland er fagurt land og íbúar þess eru vingjarnlegir, hlýir og fádæma gestrisnir. í fyrstu mætir þér tortryggni sem miðað við aðstæður getur ekki talist annað en eðlileg. Fátækt og atvinnuleysi setja meiri svip á hið daglega líf fólks en átökin sjálf. Hins vegar býr óttinn alltaf undir niðri og vissulega má sjá verksummerki átakanna mjög víða. í Belfast er miðbærinn girtur af og hliðin vökt- uð með öryggisvörðum. í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni þekkir maður litlu lögreglu- stöðvarnar á fjögurra metra háum víggirð- ingum með gaddavírskögri. En þegar kvölda tekur varpa írarnir af sér áhyggjum líðandi stundar. Þeir fá sér kollu af Guinnes-mjöði þeim sem hefur írsku hörpuna fyrir vöru- merki. Þeir trúa því að maður sé manns gam- an og ekki þykir þeirn verra ef hægt er að kyrja einn lagstúf eða svo. Átökin á Norður-írlanndi eru á milli ka- þólskra og mótmælenda í lægri stéttum sam- félagsins. I efri- og millistéttahverfum Bel- fast býr fólk mismunandi trúar hlið við hlið. Einn ungur og fordómalaus mótmælandi sem ég kynntist þó nokkuð náið sagði eitt sinn þegar þessi mál bar á góma að þetta fólk hefði efni á að lifa í harmóníu, eins og hann komst að orði. Gróðrastía ofbeldis í Belfast eru tvö nágrannahverfi þar sem fjórir af hverjum tíu vinnufærum mönnum ganga um atvinnulausir. í öðru hverfinu búa mótmæl- endur og er þingmaður þeirra presturinn lan Paisley. í hinu búa kaþólskir og þar er Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, þingmaður. Þar sem hverfin liggja saman eru mannlausar húsarústir, menjar átaka síðustu tveggja ára- tuga. Hvað er framundan á Norður-írlandi? Enginn leyfir sér þá bjartsýni að ætla að unnt sé að uppræta hryðjuverk öfgahópa. Þegar Thatcher talar um að láta hart mæta hörðu, er það til þess eins að halda þeim í skefjum. Pólitísk lausn sem bæði þjóðarbrotin á Norð- ur-írlandi svo og ríkisstjórnirnar í Lundún- um og Dyflinni gætu fallist á er alls ekki í sjónmáli. Ensk-írski samningurinn á milli ríkisstjórnanna var einungis samkomulag um hvernig viðhalda megi friðsamlegu en að öðru leyti óbreyttu ástandi. íbúar Norður- Irlands hugsa ekki um lausn á sambýlis- vandamálinu, — þeirra hugarorka fer í að finna leiðir til þess að umbera ástandið en halda um leið sinni eðlislægu lífsgleði. Öfgalausir stjórnmálamenn og ríkisstjórn- in í Lundúnum binda miklar vonir við að bætt efnahags- og atvinnuástand geti breytt mörgu til hins betra. Þeir telja að með auk- inni velmegun og auðlegð verði fólki ljóst að til séu hlutir sem skipta meira máli en þjóðar- stoltið og hver sé hverrar trúar og að heilla- vænlegast sé að beita leikreglum lýðræðis við leit að pólitískum lausnum. Þetta er hug- myndafræði sem margir stjórnmálaleiðtogar annars staðar hafa stuðst við með ágætum árangri. Frændur vorir Irar eru hins vegar vanir því að fara eigin leiðir og því er að líkindum ekki rétt að trúa því að friðsemdar- lögmál lýðræðis og fjármagns- og framtaks- hyggjunnar gildi á Norður-írlandi. Ásgeir Friðgeirsson. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.