Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 30
ERLENT rúmfélögum að þeir hefðu verið með eyðni- smitbera. Að þessi eyðnismitberi væri ég, sagði Henki síðar í blaðaviðtali. Strax daginn eftir að hann fékk tíðindin lét hann fjölskyldu sína, vinnuveitanda og vini vita um úrskurðinn. Rekinn úr vinnunni Hálfum mánuði síðar var Henki rekinn úr vinnunni. Hann hafði samband við hæsta- réttarlögmanninn Tor Erling Staff og mikil- vægt prófmál fór af stað. I janúar 1986 kom Henki fram í blaðavið- tali í Fredrikstad og athygli fjölmiðla og al- mennings var vakin. Uppsögnin ólögmæt, en gild Eftir hörð málaferli í undirrétti var veit- ingastaðurinn Papillon dæmdur til að greiða Henki 50.000 norskar krónur í skaðabætur fyrir óréttláta meðferð og ástæðulausa upp- sögn. En hann var ekki ánægður með niður- stöðuna því hann vildi að uppsögnin yrði ógild og hann gæti aftur fengið stöðu sína sem barþjónn. Því var málinu áfrýjað til yfir- réttar. Þar var málið tekið fyrir í janúar 1988. Þar var dómur undirréttar staðfestur með naum- um meirihluta (4-3). Nú var Henki kominn með sjúkdóminn eyðni og réttarhöldin gengu nærri honum, en hann og lögmaður- inn voru staðráðnir í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana og áfrýjuðu til hæstaréttar. Fullur sigur I hæstarétti féll dómurinn 30. september í haust þar sem rétturinn féllst á kröfu Henkis um ógildingu uppsagnarinnar. Þar með var Papillon uppálagt að láta hann fá stöðuna aftur. Að auki voru honum dærndar skaða- bætur. Dómurinn vakti mikinn fögnuð meðal þeirra fjölmörgu sem safnast höfðu að baki Henkis í baráttu hans fyrir rétti sínum, þar sem hann var orðinn að fánabera allra þeirra sem hafa orðið fyrir því óláni að smitast af eyðni. Dauðinn sigrar að lokum Nú var Henki þrotinn að kröftum og þá þrjá mánuði sem hann átti ólifaða hrakaði honum þar til hann sofnaði í síðasta sinn á Ríkisspítalanum í Osló þann 28. desember. En minning Henkis lifir og nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni hans sem ætlað er að styðja eyðnismitaða í baráttu sinni gegn sjúkdómnum og fyrir réttindum sínum. Mikilvægt prófmál Dórnur hæstaréttar Noregs í þessu mikil- væga prófmáli mun vafalaust hafa mikil áhrif, ekki bara í Noregi heldur líka í fleiri löndum þar sem fjöldi eyðnismitaðra hefur á einn eða annan hátt mátt þola niðurlægingu vegna sjúkdóms síns. -yk. Skógarnir í mengunarhættu Helmingur norska barrtrjáa ber nú sjúk- dómseinkenni, sem fyrst og fremst koma fram í gisinni krónu, samkvæmt könnun norsku skógrannsóknastofnunarinnar. í annarri könnun sem fram fór árið 1985 kom fram að um 30% norskra barrtrjáa væru skemmd, en sú könnun var ekki eins umfangsmikil og ýtarleg og því ekki fylli- lega sambærileg. Engu að síður sýnir nýj- asta könnunin að þróunin er uggvænleg, að sögn Káre Venn sem er prófessor hjá skógr- annsóknastofnuninni. — Við getum ekki fullyrt neitt um það hve mikill hluti skógarskemmdanna stafar af loftmengun en það er ljóst að þáttur hennar er mikill, segir Venn. Aðrar ástæð- ur sem hann nefnir eru náttúrulegar, s.s. veðurfar, sveppir og skordýr. — Nú verðum við að beina öllum okkar kröftum gegn menguninni, segir Guro Tarjcm í Norges Naturvernforbund, sem eru stærstu náttúruverndarsamtök í Nor- egi. Hún segir hörmulegt hvernig norskir vís- indamenn hafi hingað til litið framhjá því að einmitt þeir þættir sem vafi leikur á um varðandi skógarskemmdir megi rekja til loftmengunar. Nú sé kominn tími til að taka þessi vafaatriði til greina áður en það er um seinan og varanlegar skemmdir á skógunum eru staðreynd. -yk. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.