Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 42

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 42
MENNING Frá Berlín til Bandaríkjanna „Sumarið 1939 fékk ég bréf að heiman frá Lárusi, unnusta mínum, um að horfur í heimsmálum væru svartar. Það voru allar leiðir að lokast. Hann var búinn að útvega mér pláss á skipi sem fór frá Bremen þannig að það var ekki um annað að ræða en að drífa sig af stað. Eg var svo mikill bjáni að ég fylgdist lítið með því sem var að gerast, las þó blöðin, VolkischerBeobachter aðallega. Þar var sagt frá óróa á landamærunum við Póll- and. En alltaf var talað um að Pólverjar væru að ónáða þýska herinn. Ég hef aldrei komið aftur til Berlínar þó að ég hafi oft verið í Þýskalandi. Hún er leiðinlega einangruð. Prátt fyrir það að mikið hafi verið byggt upp þar frá stríðslokum, þá hefur mig ekki lang- að að koma til borgar sem ekki er svipur hjá sjón, treysti mér ekki til þess. Þegar ég kom heim giftum við Lárus okk- ur. En eftir að hafa verið í hjónabandi í tvö eða þrjú ár veiktist hann svo hastarlega að hann var fluttur má segja á kviktrjám til Bandaríkjanna. Hann komst þangað á veg- um hersins og fór á herspítala í Baltimore. Þar voru bestu tæki sent völ var á. Honurn batnaði en varð að vera þar áfram til eftirlits svo hann sendi mér skeyti um að koma. Ég fór með Brúarfossi í skipalest árið 1943 og tók ferðin 28 daga. Við urðum að taka á okkur mikinn krók vegna kafbáta, fara alla leið til Azoreyja sem eru fyrir vestan Norð- ur-Afríku og Portúgal. Allt varð að vera myrkvað, ekki mátti sjást ljós. I Bandankjunum saknaði ég ákaft sonar okkar sem ég skildi eftir heima á íslandi, — varð alveg fárveik. Loks gat Lárus ekki stað- ist þetta lengur og fór aftur yfir hafið að sækja barnið í miðju stríðinu. í Bandaríkjun- um höfðum við allt til alls, urðum ekki vör við stríðið nema kannski að smjör hafi verið skammtað og kjöt. Erfitt var að ná í stór- steikur eins og okkur langaði í en með sam- böndum var það hægt. Við vorum fjögur saman: við hjónin, Lárus sonur okkar og Drífa systir. Lárus rekur nú fyrirtæki föður síns. Af iistamönnum vestra og Drífu Viðar Drífa stundaði þá myndlistarnám í Banda- ríkjunum. I æsku vorum við saman í herbergi og stundum gat ég ekki sofnað fyrir krafsi í henni. Hún bókstaflega varð að vera skrif- andi eða málandi. Drífa var óskaplega fjöl- hæf og gat varla gert upp við sig hvort hún ætti að mála eða helga sig ritstörfum. Hún stundaði nám við listaskóla í New York en sótti einnig sumarskóla hjá Hans Hoffmann, mjög frægum málara. Þar voru auk hennar Nína Tryggvadóttir, Louisa Matthíasdóttir og Valtýr Pétursson. Svo illa vildi til að eina nóttina kviknaði í vinnustofunni á meðan á námskeiðinu stóð. Þegar Drífa birtist á vinnustofunni árla næsta dag kom kennarinn á móti henni og sagði: „Það er þér að kenna að það kviknaði í. Það er svo mikill eldur í myndunum þínum.“ Mörg verk björguðust þannig að betur fór en á horfðist.“ Jórunn leiðir mig inn í fremri stofuna á heimili hennar við Laufásveginn og sýnir mér málverk sem hangir þar merkt D.V. Myndin er af Eþíópíumanni. Neðarlega á henni sjást merki brunans þar sem málningin hefur flagnað af. „Mér þykir vænt um þessa rnynd" segir Jórunn. „Drífa giftist Skúla Thoroddsen lækni. Hún reyndi að samræma málarastarfið og barnauppeldi með því að hafa trönur í stof- unni en dóttir hennar át alla litina svo hún varð að gefa það upp á bátinn. Á sumrin málaði hún mikið úti undir beru lofti. Árið 1971 hélt hún sína fyrstu og einu málverka- sýningu, - þá helsjúk. Þótt hún færi í mynd- listarnám hætti hún ekki að skrifa. Eftir hana liggja tvær bækur: skáldsagan Fjalldalslilja sem kom út 1967 og smásagnasafnið Dagar við vatnið en hún kom út 1971, sama ár og Drífa lést, — langt um aldur fram. Það þarf ekki að lýsa því hvílíkt áfall það er fyrir fjög- ur börn, öll á viðkvæmum unglingsárum að missa móður sína. En þau hafa öll erft hæfi- leika hennar: sum mála, önnur skrifa en um- fram allt hafa þau fengið í arf allt hennar ómótstæðilega viðmót. Mér fannst sjálfri ég vera eins og vængstýfður fugl eftir að hún dó. Tónsmíðanám í Juilliard Eg ákvað að taka inntökupróf í Juilliard skólann í tónfræði eða teoríu. Hann þótti og þykir enn alveg frábær. Síðan sótti ég einka- tíma í píanóleik hjá pólskri konu. Kennari minn í tónfræði var Vittorio Giannini sem var mjög frjálslyndur. Hann vildi lofa fólki að rækta sínar eigin hugmyndir. Sumir hjá hon- um skrifuðu í anda Hindemith og Arnolds Schönberg, hann tók það allt gott og gilt. Ég er þarna í tvo vetur og sótti auk þess sumar- námskeið. Þar fékk maður samþjappað efni af einni önn á sex vikum. Á námskeiðinu seinna sumarið voru aðeins tveir skráðir í orkestrasjón, — að skrifa út fyrir hljómsveit. Það vorum við Jón Þórarinsson en hann kom þangað frá Hindemith sem kenndi við Yale- háskóla. Við urðum mestu mátar. I skólanum var okkur sett fyrir að semja ýmis verk: svítur, sónötur, prelúdíur og fúg- ur. Ég tók auk þess alltaf tónheyrn með. Síðasta verkefnið í tónheyrn var að skrifa upp tónlist af plötu. Á prófinu var The Blessed Damozel eftir Debussy, fyrir kór og hljómsveit. Ég þekkti það að vísu. Meiningin var að við skrifuðum efstu og neðstu rödd- ina. Það gekk mjög vel, ég skrifaði allt sem ég heyrði. Ég hef ekki nema einu sinni þurft á þessari kunnáttu að halda en það var þegar ég skrifaði upp lag af plötu fyrir vinkonu mína. í New York var mikil gróska í tónlist á Ásamt börnum sínum Katrínu og Lárusi Fjelsted 1947.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.