Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 43

Þjóðlíf - 01.02.1989, Page 43
MENNING íslensk tónskáld í Þýskalandi. Sigurður Þórðarson, Páll ísólfsson og Jón Leifs. þessum tíma. Þangað komu allir sem höfðu eitthvað fram að færa: þessi staður var frjáls. Bartók hélt þar tónleika árið 1945 ásamt konu sinni. Sama ár dó hann. Ég skil ekki hvernig ég fór á mis við þessa tónleika. Ég dáist að verkum hans, vinnu, söfnun hans á austur-evrópskum þjóðlögum og hvernig hann vann úr þeim. Þetta var líka maður sem kunni að spila á píanó. Tónskáld sem veit hvernig á að spila á ákveðið hljóðfæri semur allt öðruvísi á það en þeir sem kunna það ekki. Píanó hefur stærsta sál allra hljóðfæra. Fólk sem kann ekki að spila á píanó, getur ekki samið fyrir það, því að það vantar sál- ina. Heim í stríðslok Rétt fyrir jólin 1945 snerum við aftur til íslands. Ári síðar fæddist annað barn okkar, Katrín (læknir og borgarfulltrúi). Eftir það debútera ég hérna heima. Tónleikana hélt ég á eigin vegum, — Tónlistarfélagið vildi bara útlendinga og gerir enn. Þeir gengu afskap- lega vel. Einnig lék ég píanókonsert eftir Mozart með Sinfóníuhljómsveitinni en hann hafði ég flutt með hljómsveit í Þýskalandi áður en ég fór þaðan. Svo fara mér að berast pantanir í tónsmíð- um. Victor Urbancic hringdi í mig og spurði hvort ég ætti ekki verk fyrir píanó. (Hann var austurrískur organisti, píanóleikari og hljómsveitarstjóri sem fluttist hingað fyrir stríð. Innsk. PMÓ) Ég dró upp 14 tilbrigði fyrir píanó og hann flutti þau í útvarpinu ásamt sónötu eftir Jón Þórarinsson en við komum heim frá Bandaríkjunum um svipað leyti. Eftir þetta helli ég mér út i tónsmíðar og sem á fullu, æfi mig líka á píanóið marga tíma á dag og held sjálfstæða tónleika ár eftir ár. Ég held ég hafi flutt samtals tíu píanó- konserta með sinfóníunni, — þar af einn eftir sjálfa mig, Sláttu, árið 1977. Við opnun Þjóðleikhússins var haldið listamannaþing og þar var frumfluttur ballett eftir okkur Sigríði Ármann: Eldurinn. Mun það vera fyrsti ballettinn sem saminn hefur við af íslendingum. “ Því má bæta við til gam- ans að fyrsta leikritið sem sýnt var í leikhús- inu var Nýársnótt eftir afa Jórunnar, Indriða Einarsson. Hann er oft nefndur „faðir“ Þjóðleikhússins en hann átti hugmyndina að því að það yrði reist og fékk menn í lið með sér til að hrinda henni í framkvæmd. „1951 kom Lovísa í heiminn, yngsta barnið okkar. Hún starfar nú sem sellóleikari. Tveim árum síðar sýndi Leikfélag Reykja- víkur annan ballett eftir mig í Iðnó — Ólaf liljurós. Það var voða skemmtilegt. Þeir ætl- uðu að setja upp Miðilinn eftir Menotti sem er aðeins einþáttungur svo þá vantaði eitt- hvað framan við. Þeir pöntuðu því þetta hjá mér. Guðmunda Elíasdóttir var miðillinn, Þuríður Pálsdóttir stelpan og Steindór Hjör- leifsson sá mállausi. Þessi sýning var alveg frábær. Svona hlutir eru skemmtilegir, — þegar fólki dettur eitthvað í hug og lætur verða af því. Síðasti bærinn í dalnum Á þessum árum gerði ég líka músíkina við kvikmyndina Síðasta bœinn í dalnum eftir Óskar Gíslason. Þar þurfti sextíu mínútur af tónlist. Þá sat ég með stoppúrið og mældi út því að allt varð að standast upp á sekúndu. Tónlistin var tekin upp á stálþráð og síðan „sínkróníseruð“ við filmuna í London. Ég vandaði mig mjög mikið við þetta. Wagner hafði haft mikil áhrif á mig, sérstaklega hvernig hann málar hverja persónu með tón- um. Það langaði mig til að gera við myndina. Börnin, sveitin eða bærinn og tröllin höfðu hver sína tónlist sem átti að einkenna hvert fyrir sig. Óskar notar mörg tæknibrögð eins og til dæmis þegar fólk hverfur. Músíkin verður að sýna galdrana með einhverju við- eigandi. Þegar börnin fara í kistuna og fljúga af stað verða tröllin, óttinn og flugið að fylgj- ast að í tónlistinni. Skemmtilegast var atriðið þegar vinnumaðurinn er í smiðjunni að smíða og breytist á meðan í tröll og sleikir svo glóandi járnið." Jórunn stendur upp og gengur yfir að flyglinum og slær nokkra tröllslega takta úr myndinni. „Myndin var öll tekin upp undir Esju. 43

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.