Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 51

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 51
MENNING Umsögn um bók Guðmwidar Andra Thorssonar, Mín káta angist. félagslífi og það er hún sem verður til að slíta sambandi þeirra. Ekki verður séð að hún sé eins gagntekin af ástarævintýrinu og Egill. Nærri lætur að Egill sé þiggjandi og óvirkur í sambandinu, eða einmitt eins og konum hef- ur oft verið lýst í skáldsögum — því svo er sagt að hefðbundin kvenmynd í skáldsögum karla sé mynd af hálfgerðri puntudúkku sem heldur kjafti og er sæt. í einni af greinum sínum í Tímariti Máls og menningar (1988:2) hefur Guðmundur fjall- að um ógöngur sem „kvennabókmennta- fræðingar“ geta ratað í. Hann telur að sum- um konum hætti til að mála skrattann á vegg- inn þegar þær lýsa Karlmanninum: „Og í leiðinni megum við strákarnir sitja rjóðir og vandræðalegir undir viðlíka alhæf- ingum um „hið karllega" sem tengt er „í sjálfu sér“ öllum þeim neikvæðu gildum sem hægt er láta sér detta í hug —hörku, kulda, ofstopa, leiðindum, fólsku, stríði, heimsku; og þótt við séum allir af vilja gerðir getum við aldrei orðið jafn mikið á móti stríði eða eyð- ingu ósonlagsins og konur, vegna þess að við ölum ekki börn, og höfum í meira mæli en konurnar inni í okkur þennan voðalega bíólógíska þátt: hið karllega. Þess er ef til vill skammt að bíða að eldgos og snjóflóð verði talin karlleg „í sjálfum sér“ (bls. 188). Nærri lætur að sjá megi framhald þessarar umræðu í skáldsögu Guðmundar Andra. Eg- ill söguhetja er gagntekinn af ást eins og títt er um konur í sögum (það er kallað að vera „kynvera“ þegar það er gagnrýnt). Egill er „veikari" en Sigríður að því leyti að hann virðist alltaf vera að hugsa um hana, meðan hún aftur á móti tekur sambandinu tiltölu- lega létt eða kæruleysislega. Hún hefur Ient í öðru eins, en Egill er nýgræðingur. Egill vak- ir í rúminu eftir samfarir þeirra og langar að tala en konan dettur útaf syfjuð. Egill er alltaf að hugsa um hvernig hann eigi að vera klæddur og hann reynir að ganga í augun á konunni en varla verður séð að sams konar áhugi sé fyrir hendi hjá henni. Þannig hefur Guðmundur Andri snúið mörgu við í hefð- bundinni mynd kynjanna í sögu sinni. Hin hefðbundna karlhetja í bókmenntum er töffari, hvort svo sem það er Egill Skalla- grímsson eða Bogartar seinni tíma. Þeir eru harðir, meira segja oft svo harðir að kven- fólk meiðir sig á þeirn. Hefðbundið hörkutól er sjómaður eða gaur í kagga á rúntinum eða í lyftingum og sólbaðstofum. Hvað eiga þá menn að gera ef slíkt gervi er utan seilingar og eru auk þess ekkert ofsalega klárir í tísku- fræðum og ismum nútímans? Reyna að hafa bindishnútinn mátulega kæruleysislegan eins og Egill? Hefðbundinn, kaldhamraður töffari við- urkennir ógjarna að hann pæli í útliti sínu, enda hefur slíkt löngum verið talið sérsvið kvenna og homma. Töffarinn er svakalega „kasjúal“: hann er kannski í þaulreiknuðum og rándýrunt leðurbúningi — en það er bara af því að hann er svona, ekki af því að hann hafi leitt hugann að útlitinu. Töffarinn er dæmdur til að vera töffari að náttúrufari og ósjálfrátt eða mislukkaður að öðrurn kosti. Egill hugsar um útlit sitt og reynir að vera útpældur. Og þó veit hann að ef það upp- götvaðist að hann er útpældur yrði hann mis- lukkaður. En töffarar og söguhetjur eru nú ekki meiri kallar en þetta. Skáldsagnahöfundar hafa áður reynt að draga upp mynd af karlmanni nýs tíma. En Guðmundur Andri gerir þetta á sérlega næman hátt í Mín káta angist og kallast skemmtilega á við nýjustu umræður um hlut- verk kynjanna. Söguhetja hans er mjúkur maður og ekki karldjöfull í Iíki hörkutóls. Mjúkir menn eins og Egill eru sjálfsagt al- gengir. En hafa ekki ratað í bók fyrr en nú. Árni Sigurjónsson Sjálfsævisaga Goldu Meir er að sjálfsögðu forvitnileg, því saga hennar er samofin sam- tímasögu gyðinga og hins unga Israelsríkis. Golda er fædd í Rússlandi, fór ung að árum með foreldrunt sínum til Bandaríkjanna. Þar gerðist hún Zionisti og jafnaðarmaður, og hóf pólitískan feril sinn í jafnaðarmanna- hreyfingu Zionista þar í landi. Golda er með- al fjölmargra merkra stjórnmálamanna á þessari öld, sem hafa verið landflótta, átt heima í mörgum löndum, og hafa kynnst andblæ ólíkra menningarstrauma og póli- tískra vinda. Golda Meir hlaut nafnið Golda Mabo- vitch við fæðingu austur í Kiev í Rússlandi, en fjölskyldan bjó þar og síðar í Pinsk fyrstu æviár hennar. í Bandaríkjunum giftist hún Meyerson lögfræðingi, en í ísrael var nafni hennar síðar breytt upp á hebreskan móð, í þá veru sem að við þekkjum; Golda Meir. Sjálfsævisaga Goldu Meir er fróðleg lesn- ing; hún veitir manni innsýn í hreyfingu gyð- inga í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum ald- arinnar, hún lýsir vel draumi gyðinga um eigið ríki í Palestínu, erfiðleikum og ótrúleg- um sigrum frumbyggjanna í ísrael og stofnun og viðgangi Ísraelsríkis. Sjálfsævisaga Goldu veitir býsna góða innsýn í þennan ævintýra- heim landflótta gyðinga og landnemanna. Sem lesandi hrífst maður með frásögn Goldu, bæði persónusögu hennar og þeirri pólitísku. Eins og kunnugt er varGolda Meir í innsta hring stofnenda Ísraelsríkis og gegndi frá byrjun afar mikilvægum störfum fyrir flokk sinn og hið unga ríki; sendiherra í Sovétríkj- unum, atvinnu og þróunarmálaráðhera, ut- anríkisráðherra og loks forsætisráðherra í fimm ár eftir að hún var komin yfir sjötugt. Petta er mikið ævintýri. Hún segir á látlaus- an hátt frá öðrum leiðtogum gyðinga og átökum meðal leiðtoganna. Golda var ekki mikill aðdáandi hefðbund- innar kvennabaráttu, — ef til vil hefur of mikið verið sagt um stöðu konunnar, segir hún. „Sannleikurinn er sá að ég hef lifað og starfað með karlmönnum alla ævi mína. En það hefur aldrei verið mér fjötur um fót eða valdið mér vanmetakennd að ég er kona“, skrifar Golda Meir. Viðhorf Goldu Meir til araba er dálítið kaldranalegt eins og við er að búast og hún lítur að sjálfsögðu á aðrar þjóðir með eigin gleraugum. Óvinir Ísraelskríkis fá því ekki mikið lof í hennar frásögn. Sagan er full langdregin á köflum, að mínu mati, en dettur samt aldrei niður á leiðindaplanið, — til þess er hún of fræðandi. Prentvillur eru full marg- ar í þessari bók. Bryndís Víglundsdóttir þýddi söguna. Það er lofsvert framtak hjá bókaforlaginu Bókrúnu að gefa þessa bók út. Óskar Guðmundsson. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.