Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 54
HEILBRIGÐISMÁL lagt mat á raunverulegri þörf einstaklinga á misniunandi þjónustu? — Já, skipulögð öldrunarþjónusta felur það í sér að fá sem besta yfirsýn yfir þarfirn- ar, annars vegar fyrir einstaklinginn og hins vegar hópinn. Góð greining á þörfum hóps- ins segir til um uppbyggingu nýrra úrræða og greining á þörfum einstaklingsins á að tryggja að þeir fái úrlausn við sitt hæfi. — Það þarf að koma á fót öflugri starf- semi við Félagsmálastofnun er verði miðstöð öldrunarþjónustunnar í borginni. Þangað geta svo flestir þeir sem óska þjónustu eða vistunar snúið sér og þar verður yfirsýn yfir öll úrræði. Það hefur komið í ljós annars staðar, þar sem svona vinnubrögð hafa verið tekin upp, að þjónustan batnar og að úrræð- in nýtast mun betur. Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir að „Þjónustuhópar aldraðra“ starfi í sveitarfé- lögum, sem hafi yfirumsjón með málefnum aldraðra. Er enginn slíkur í Reykjavík í dag? — í dag er starfandi óformlegur sam- starfshópur hjá borginni um málefni aldr- aðra og vistunarmat. Þar er fjallað um þörf einstaklinga fyrir þjónustu hjá borginni. Því miður hafa fulltrúar frá tveimur stórum stofnunum, Grund og Hrafnistu, ekki verið með í þessu starfi sem skyldi. Þetta samstarf er milli Félagsmálastofnunar, Öldrunar- lækningadeildar í Hátúni og B—álmu Borg- arspítalans og hefur hver aðili sín úrræði. Þetta samstarf hefur áreiðanlega skilað mikl- um árangri og á það e.t.v. stóran þátt í því, að ekki skuli finnast meira en raun ber vitni fyrir skorti á hjúkrunarrými. En hjúkrunar- plássum í Reykjavík hefur á undanförnum árum fjölgað minna en áður var gert ráð fyrir. Það gerist nú ekki lengur að gamall maður við Fálkagötu verði að 15 gömlum mönnum í Vesturbænum, sem að gat gerst meðan aðstandendur gengu milli borgarfull- trúa, því þeim fannst þeir ekki hafa neitt annað að leita. Hér þarf þó, eins og ég sagði áðan, að gera enn betur og efla þessa starf- semi með þátttöku allra. Nú greiðir hið opinbera kostnað af rekstri Grundar og Hrafnistu. Hið opinbera ber einnig ábyrgð á velferð þegnanna og að leysa vanda þeirra á ævikvöldi. Er þá ekki tiltölu- lega einfalt niál fyrir opinber yfirvöld að koma þessum málum þannig fyrir að matið fari fram á einum stað? — Nei, þetta er ekki svo einfalt mál. Hrafnista og Grund eru einkastofnanir og ráða hverjir vistast þar sjálfar. Það er skiljan- legt að þessar stofnanir, sem hafa rutt braut- ina í þjónustu fyrir aldraða hér í borginni og hafa stærstan hluta stofnanaþjónustu á sinni hendi eigi erfitt með að sætta sig við að yfir- ráðum yfir plássum þeirra verði af þeim tek- in. Við skulum muna, að ef ekki væri vegna framlags þessara stofnana þá værum við nán- ast illa staddir. — Aftur á móti tel ég að þær gætu haft mikið gagn af virkara samstarfi við aðrar stofnanir innan öldrunarþjónustuhópsins. Því meginatriði má þó ekki gleyma að þessi heimili voru byggð með ákveðnar þarfir í huga og það getur verið erfitt og jafnvel ókleift að breyta húsaskipan. Það er ekki hægt að álasa þessum stofnunum fyrir það sem aðrir hafa vanrækt. En þetta breytir ekki þeirri staðreynd að heimilin eru fjármögnuð fyrir fé almennings, en hið opinbera hefur ekkert með vistun á heimilunum að gera? — Nei, enda má segja að þessar stofnanir séu verktakar hjá ríkinu og meðan sá sem borgar breytir ekki þessum kröfum sínum er ekkert við því að segja eða gera. Ég vil undir- strika að þarna er verið að kaupa góða þjón- ustu fyrir gamla fólkið. I umfjöllun Þjóðlífs um málefni aldraðra í nóvembermánuði kom m.a. fram gagnrýni á fjölda sjúklinga á stofu, —allt upp í 8 sjúkl- ingar sem vistaðir eru í einu herbergi. Ert þú ekki sáttur við þá gagnrýni? — Já, í þessari umfjöllun var vissulega komið víða við, en mér fannst lögð of ein- hliða og neikvæð áhersla á þetta atriði á kostnað einnar stofnunar. Við verðum að hafa í huga, að það getur verið eini mögu- leikinn, sem að stofnun hefur til að veita nauðsynlega þjónustu, að haga málum á þennan hátt. I því sambandi má m.a. nefna fjögurra og sexmanna sjúkrastofur á spítöl- um borgarinnar. Þetta er sem sé spurning um að geta veitt nauðsynlega aðhlynningu og við erum ekki einir um það. Þannig var t.d. ný- lega tekin í notkun sjúkrastofnun í Helsinki, sem að ég heimsótti sl. sumar þar sem komn- ar eru að nýju stórar stofur, 8-10 manna til að auka möguleika á góðri hjúkrun. Slíkar stof- ur eiga því fyllilega rétt á sér ekki einungis vegna umönnunar sjúklinga, heldur til að draga úr álagi á starfsfólk, sem oft er mjög mikið. Þess má t.d. geta að sl. haust voru u.þ.b. 2000 rúm af 17.000 sjúkrarúmum í Stokkhólmsléni lokuð vegna starfsmanna- skorts og starfsmannaskortur mun aukast hér á næstunni. Hvað telur þú markverðast í öldrunar- þjónustunni í dag? — Ég tel tvímælalaust að bygging þjón- ustumiðstöðva í hverfum borgarinnar sé hið markverðasta. Þær eru smám saman að rísa, sumar teknar til starfa en aðrar í byggingu; Þjónustumiðstöðvarnar við Norðurbrún, Dalbraut, Bólstaðahlíð og í Nýja Miðbænum eru þegar teknar til starfa og þrjár eru í bygg- ingu við Vesturgötu, Meistaravelli og Skúla- götu. Þjónustumiðstöðvarnar verða allar al- hliða miðstöðvar fyrir öldrunarþjónustu. Þar á að vera hægt að fá að borða, fá ýmsa pers- ónulega þjónustu, þar á að vera margvíslegt félagslíf og þaðan verður heimilisþjónustan skipulögð í nánu samstarfi við heimahjúkrun heilsugæslustöðva. — Nefnd borgarfulltrúa vinnur nú að mótun tillagna um sérstakt hverfaskipulag öldrunarþjónustunnar. Keppikeflið er að veita betri heimaþjónustu, bæði heimahjúkr- un og heimilisþjónustu, með það að mark- miði að draga úr þörf fyrir stofnanaþjónustu. Miklu máli skiptir fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði fólks að einstaklingarnir geti verið sem lengst á heimilum sínum og að þeim sé gert kleift að lifa eigin lífi,sagði Skúli G. Johnsen borgarlæknir að lokum. Óskar Guðmundsson. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.