Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.02.1989, Blaðsíða 56
Lyfjaeftirlitið setur afar strangar reglur gegn auglýsingum á sérlyfjum. Myndin er úr lyfjabúð út í heimi. AJáttúran - hagnýtt og smálegt. Fyrir byrjendur í garðyrkju í garðyrkju er að mörgu að hyggja. Eftir að sáð hefur verið til nytjaplantna er eins víst að aðrar tegundir, miður æskilegar, skjóti upp kollinum og þær þarf að fjar- lægja. Ef grasafræðiþekking er af skornum skammti vefst það iðulega fyrir mönnum að kunna skil á hvaða plöntur beri að reita úr grænmetisbeðinu. En þetta er mun vandaminna en flestir hyggja. Þið sáið eins og lög gera ráð fyrir og í fyllingu tímans verð- ur beðið þakið grænni mottu. Þá reitið þið allan gróður af og það sem kemur upp aftur, það er ill- gresi! Kapphlaupiö mikla Sáðfruma sem berst fyrir lífi sínu og syndir upp í legið í kapphlaupi við nokkur hundruð milljónir ann- arra fer, ef miðað er við stærð, með sama hraða og kjarnorku- knúinn kafbátur. Dulbúnar lyfjaauglýsingar í VII. kafla lyfjalaga frá 1984 er lagt blátt bann við því að auglýsa lyf. Nokkuð hefur borið á því í seinni tíð að umfjöllun um lyf í dagblöðum og tímaritum hefur strítt gegn ákvæðum þessara laga. Lyfjaeftirlit ríkisins hefur séð ástæðu til þess að senda þessum fjölmiðlum bréf og vara við brotum af þessu tagi. í bréfinu kemur fram að brotin felast að öllu jöfnu í því að fjallað er um sérlyf, þau nefnd með sérheiti og kostum þeirra og áhrifum gjarna lýst. Að undanförnu hefur m.a. nokkuð verið rætt um tiltekið efni sem er virkt efni í fjölmörgum sér- lyfjum, einkum verkja- og bólgu- stillandi, og er af sumum talið geta veitt nokkra vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Efnið erasetýlsalisýlsýra, mestnotaða lyf í heimi. í Lyfjabókinni (höf. Niels Björndal, ísafoldarprents- miðja 1985) eru nefnd 11 sérlyf sem innihalda þetta efni. í flest- um þessara greina er efnið as- etýlsalisýlsýra nefnt undir ein- hverju sérlyfjaheiti og er því um brot á ofangreindum lögum að ræða. Enn verra þykir Lyfjaeftir- liti ef jafnframt er um myndbirt- ingu að ræða þar sem merktar lyfjaumbúðir sjást greinilega. í lyfjalögum er tekið fram að ekk- ert sé í veginum fyrir því að fjalla um lyf, að því tilskildu að það sé gert undir samheiti lyfsins. Lyfjaeftirlitið mun framvegis herða eftirlit með því að ákvæði VII. kafla lyfjalaga verði virt og bendir á að brot gegn þeim varða refsingu. Ertu orðinn gleyminn? í heila þínum eru um 100 millja- rðar taugafruma. Eftir að átján ára aldri er náð tapast um þús- und þeirra á hverjum degi. Misjöfn afköst Hver kona hefur egglos að með- altali um 500 sinnum á æviskeiði sínu. Þokkaleg varphæna verpir þessum fjölda eggja á tveimur til þremur árum. Ekki henda jólatrjánum Hugviti mannsins eru engin tak- mörk sett. í ónefndu ríki í Banda- ríkjunum hefur nokkuð landbrot orðið við bakka stöðuvatns eins vegna vatnagangs og hafa menn mátt horfa á landið brotna og hverfa smám saman án þess að fá að gert. Þar til einn snillingur fann upp á því heillaráði að taka jólatré sem höfðu lokið hlutverki sínu á heimilum og veltust um götur og torg, öllum til ama og leiðinda, og stinga þeim niður í vatnið við bakkann sem braut á. Með því að stinga trjánum þétt niður varð til öflugur flóðgarður neðanvatns og landbrotið stöðv- aðist. Hugsanlega má nýta jóla- tré hér á einhvern sambærilegan hátt. Hugvitsmenn eru beðnir um að leggjast undir feld og koma með tillögur um hugsanlegt nota- gildi trjánna í særðri, íslenskri náttúru. SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BORGARTÚNI 21 dS SlMI 25050 ^ REYKJAVfK 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.